Mímir - 01.04.1973, Síða 25

Mímir - 01.04.1973, Síða 25
með ákveðið baráttumál að markmiði, endur- reisn alþingis á Þingvöllum. Það er sama, hvar drepið er niður í ljóð Jónasar frá þessu tíma- bili, í þeim flesmm, ef ekki öllum, er hann að brýna þjóð sína, vekja hana og hvetja. Kvæð- ið Gunnarshóhni (Rit, bls. 50—53), sem er líklega ort hér heima sumarið 1837, er með líku sniði og Island. Sömu aðferð er beitt, land- inu lýst fyrr og nú, og Gunnar á Hlíðarenda er af sama hetjukyni og hetjur Islands. Hann er að vísu búinn „atgeirnum beitta”, en er hann horfir „hlíðarbrekku móti", þá segir hann: ... „Sá eg ei fyr svo fagran jarðar-gróða, fénaður dreifir sér um grænan haga, við bleikan akur rósin blikar ,rjóð... Það er stórbóndinn Gunnar á Hlíðarenda en ekki bardagahetjan, sem snýr aftur. Og saman- burðurinn við fornöldina er ekki nútíðinni í vil: Þar sem að áður akrar huldu völl, ólgandi Þverá veltur yfir sanda; sólroðin líta enn hin öldnu fjöll árstrauminn harða fögrum dali granda; flúinn er dvergur, dáin hamra-tröll, dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda;... Náttúran hefur nú einnig tekið á sig aðra og verri mynd, landvættir flýja eða deyja, svart- sýnin verður mun meiri en í ljóðinu Island. Veizlukvæði Jónasar frá þessum tíma bera svipmót þeirrar hugsjónar, er aldrei sleppir af honum tökunum. I kvæðinu Vísur Islendinga, (Rit, bls. 42—44), „... sem nú er sungið ná- lega í hverju íslenzku samkvæmi, {og} var fyrst sungið í veizlu, sem gjörð var 27 Júní 1835 fyrir Halldóri Einarssyni sýslumanni, og tveim öðrum Islendingum, sem þá fóru heim.15 hvetur hann vini sína, sem á heimleið eru, óspart til dáða: ... Hamingjan veiti voru fósturláði, svo vetði mörgum deyfðar-vana breytt, allan þann styrk af ykkar beggja ráði, sem alúð, fjör og kraftar geta veitt. Enn skýrar kemur þetta fram í veizlukvæðinu Til herra Páls Gaimard. (Flutt) I samsæti Is- lendinga í Kaupmannahöfn 16. jan. 1839, (Rit, bls. 57—59). Ljóðið byrjar á því, er Gaimard stendur á Heklutindi og horfir yfir landið, og Jónas spyr: ... Þótti þér ekki Island þá yfirbragðs-mikið til að sjá? En síðar kemur andstæðan, er Gaimard kemur til Þingvalla: Þú komst á breiðan brunageim við bjarta vatnið fiskisæla, þar sem vér áður áttum hæla fólkstjórnar-þingi frægu um heim; nú er þar þrotin þyrping tjalda, þögult og dapurt hraunið kalda; Þótti þér ekki Island þá, alþingi svipt, með hrellda brá? Sömu aðferð er hér beitt og í ísland og Gunnars- hólma, samanburður gerður á fornöld og nútíð sem hert er á með endurtekningu spurningar- innar, sem spurð var í fyrsta erindi, en hér með gagnstæðu formerki. Og það er engin tilviljun, að Jónas nefnir Gaimard „frakkneskan mann", hann er þeirrar þjóðar, sem fyrst setti fram kjörorðin: frelsi, jafnrétti, bræðralag: ... við vitum glöggt, að anntu okkur, frakkneskur maður, frjálsri þjóð; því andinn lifir æ hinn sami, þótt afl og þroska nauðir lami... Benedikt Gröndai segir í ævisögu sinni um þetta ljóð: „Kvæði Jónasar barst skjótt til Is- lands, og lærðu menn það ósjálfrátt, og var það mjög sungið, því það hreif allra hug,... En enginn efi er á því, að þetta er eitt af þeim kvæðum, sem einna mest hafa vakið Islend- inga."16 Og ekki má gleyma gamankvæðinu Borðsálmur, (Rit, bls. 162—164), sem sungið var í samsæti 26. apríl 1839, og er skemmti- leg skoplýsing á íslenzku þjóðlífi, en með alvar- legum undirtóni: 25

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.