Mímir - 01.04.1973, Page 29
kvæði Skrœlingja-grátur. Ein sorgleg vísa útaf
alþingi, samansett af Ivari Bárðarsyni. Viðeyjar-
Klaustri. Þryct seinast af öllu, þegar bókþrycki-
ríið niðurlagðist, (Rit, bls. 176—177):
Naha, naha!
Báglega tókst með alþingi enn,
naha, naha, naha!
það eru tómir dauðir menn
naha, naha, naha!
Og trúlagt er, að Jón Sigurðsson hafi ekki verið
hrifinn af kveðju Jónasar í Leiðarljóðum (Rit,
bls. 147—149), sem hann orti 1845 í tilefni
heimfarar Jóns til alþingis í Reykjavík; en
það mun vera síðasta Ijóð Jónasar:
Autt er enn að mönnum
Alþingi, — talslyngra
höld, (hvað mun valda?),
hafa reiðir tafizt.
Nei, ef satt skal segja,
sunnanfjalls þeir spjalla;
þingið fluttu þangað
þeir á kalda eyri.
Og hann kveður Jón með þessum orðum:
... Elt svo hina! haltu
hugprúður til búða
Víkur. —— Við þig leiki
völin á mölinni.
Eina Ijóðið, sem Jónas yrkir, og veit að pólitík
utan Islands er Kveðja til Uppsala-fundarins,
1843, (Rit, bls. 118—120). „Uppsalafundurinn
var fyrsti almenni stórfundurinn, sem norrænir
stúdentar héldu, til að afla bræðraþel með
Norðurlandaþjóðunum."25 segir Matthías Þórð-
arson í skýringum sínum. Eklci tóku Islendingar
virkan þátt í þeim fundi, en engu að síður
verður þetta til að auka bjartsýni Jónasar á
norrænni stúdentahreyfingu sem virku þjóðfé-
lagslegu og stjórnmálalegu afli:
Ást mætir ást
og afli safnar
meir enn menn viti;
margur dropi
verður móða fögur
og hrunar að flæði fram.
Sérstæður er sá hæfileiki Jónasar, að yrkja
um atvinnuvegi þjóðarinnar á svo fagran og
ljóðrænan hátt, að ég efast um, að nokkuð
skáld annað íslenzkt hafi leikið slíkt eftir hon-
um. „Betri sálmar hafa ekki verið kveðnir á
Islandi um Hvítakrist en Jónas orti um heyskap
og útræði. Aldrei sér hann náttúruna fegri en
á grundvelli starfs og arðs, og aldrei verður
hann eins skáldlegur og þegar hann fer að tala
um búskapinn."26 segir Halldór Laxness í rit-
gerð sinni um Jónas. Sláttuvísa, (Rit, bls. 131—
132), er gott dæmi:
Fellur vel á velli
verkið karli sterkum,
syngur enn á engi
eggjuð spík og rýkur
grasið grænt á mosa,
grundin þýtur undir,
blóminn bíða dóminn,
bítur ijár í skára.
maður finnur næstum því ilminn af nýslegnu
grasinu, og myndin er eins skýr og verða má.
Og ekki eru F'ormannsvísur (Rit, bls. 135 —
139), síðri:
Eg hef varla við að draga;
verði það svona alla daga,
meðan nokkur maður rær!
Nú er hlaðinn bátur að borði,
blessaður unninn nægtaforði.
Þökk og heiður sé þér, sær!
Ef litið er á þýðingar Jónasar, þá virðist hann
velja þau Ijóð til þýðinga, er höfða til hans
fagurfræðilega. Hann velur ekki byltinga- eða
baráttuljóð, heldur þau ljóð, sem standa því
nær að vera „poésie pure'J eða hrein lýrik.
Niðurstaða mín um þjóðfélagsleg efni í kveð-
skap Jónasar er sú, að þjóðfélagslegrar ádeilu
gæti lítið í Ijóðum hans fram yfir það, sem
minnzt hefur verið á hér að framan. Ljóð hans
sýna, að hann hefur djúpa samúð með lítilmagn-
anum og þeim, sem bágt eiga, t. d. Batteríski
syndarínn, Móðurást, Obnesið o. m. fl., en þjóð-
félagslega eru ljóð hans fremur lýsandi en
ádeilukennd. Hvort sú lýsing er raunsæ, læt ég
hverjum og einum eftir að dæma um sjálfum.
29