Mímir - 01.04.1973, Qupperneq 29

Mímir - 01.04.1973, Qupperneq 29
kvæði Skrœlingja-grátur. Ein sorgleg vísa útaf alþingi, samansett af Ivari Bárðarsyni. Viðeyjar- Klaustri. Þryct seinast af öllu, þegar bókþrycki- ríið niðurlagðist, (Rit, bls. 176—177): Naha, naha! Báglega tókst með alþingi enn, naha, naha, naha! það eru tómir dauðir menn naha, naha, naha! Og trúlagt er, að Jón Sigurðsson hafi ekki verið hrifinn af kveðju Jónasar í Leiðarljóðum (Rit, bls. 147—149), sem hann orti 1845 í tilefni heimfarar Jóns til alþingis í Reykjavík; en það mun vera síðasta Ijóð Jónasar: Autt er enn að mönnum Alþingi, — talslyngra höld, (hvað mun valda?), hafa reiðir tafizt. Nei, ef satt skal segja, sunnanfjalls þeir spjalla; þingið fluttu þangað þeir á kalda eyri. Og hann kveður Jón með þessum orðum: ... Elt svo hina! haltu hugprúður til búða Víkur. —— Við þig leiki völin á mölinni. Eina Ijóðið, sem Jónas yrkir, og veit að pólitík utan Islands er Kveðja til Uppsala-fundarins, 1843, (Rit, bls. 118—120). „Uppsalafundurinn var fyrsti almenni stórfundurinn, sem norrænir stúdentar héldu, til að afla bræðraþel með Norðurlandaþjóðunum."25 segir Matthías Þórð- arson í skýringum sínum. Eklci tóku Islendingar virkan þátt í þeim fundi, en engu að síður verður þetta til að auka bjartsýni Jónasar á norrænni stúdentahreyfingu sem virku þjóðfé- lagslegu og stjórnmálalegu afli: Ást mætir ást og afli safnar meir enn menn viti; margur dropi verður móða fögur og hrunar að flæði fram. Sérstæður er sá hæfileiki Jónasar, að yrkja um atvinnuvegi þjóðarinnar á svo fagran og ljóðrænan hátt, að ég efast um, að nokkuð skáld annað íslenzkt hafi leikið slíkt eftir hon- um. „Betri sálmar hafa ekki verið kveðnir á Islandi um Hvítakrist en Jónas orti um heyskap og útræði. Aldrei sér hann náttúruna fegri en á grundvelli starfs og arðs, og aldrei verður hann eins skáldlegur og þegar hann fer að tala um búskapinn."26 segir Halldór Laxness í rit- gerð sinni um Jónas. Sláttuvísa, (Rit, bls. 131— 132), er gott dæmi: Fellur vel á velli verkið karli sterkum, syngur enn á engi eggjuð spík og rýkur grasið grænt á mosa, grundin þýtur undir, blóminn bíða dóminn, bítur ijár í skára. maður finnur næstum því ilminn af nýslegnu grasinu, og myndin er eins skýr og verða má. Og ekki eru F'ormannsvísur (Rit, bls. 135 — 139), síðri: Eg hef varla við að draga; verði það svona alla daga, meðan nokkur maður rær! Nú er hlaðinn bátur að borði, blessaður unninn nægtaforði. Þökk og heiður sé þér, sær! Ef litið er á þýðingar Jónasar, þá virðist hann velja þau Ijóð til þýðinga, er höfða til hans fagurfræðilega. Hann velur ekki byltinga- eða baráttuljóð, heldur þau ljóð, sem standa því nær að vera „poésie pure'J eða hrein lýrik. Niðurstaða mín um þjóðfélagsleg efni í kveð- skap Jónasar er sú, að þjóðfélagslegrar ádeilu gæti lítið í Ijóðum hans fram yfir það, sem minnzt hefur verið á hér að framan. Ljóð hans sýna, að hann hefur djúpa samúð með lítilmagn- anum og þeim, sem bágt eiga, t. d. Batteríski syndarínn, Móðurást, Obnesið o. m. fl., en þjóð- félagslega eru ljóð hans fremur lýsandi en ádeilukennd. Hvort sú lýsing er raunsæ, læt ég hverjum og einum eftir að dæma um sjálfum. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.