Nýir pennar - 15.04.1947, Síða 14

Nýir pennar - 15.04.1947, Síða 14
krónur fyrir að bursta skóna sína — og það gerðu engir smá- karlar! Það var þó alltaf nokk- uð.------ I leiðslu fékk ég ungu stúlk- unni í fatageymslunni númerið. Hún fékk mér rennblautan frakkann minn og hattinn. Það var fjandi kaldranalegt að þurfa að fara aftur í frakkann svona blautan.----- Innan úr veitingasölunum bárust heillandi tónar frá hljóm- sveitinni, og blönduðust kliðn- um af glaðværð þeirra, sem nutu þar hlýju og munaðar. Hringekjudyr hótelsins féllu á hæla inér.----- Eg var aftur kominn út í of- viðrið og rigninguna. Ég bretti kragann á frakkanum mínum upp í háls. Mér var að verða hrollkalt. Svo óð ég áfram í götuaurnum. Götuljósin spegluðust i fagur- gljáandi skónum mínum, meðan sú dýrðin stóð...... L- llinn frœgi ítalski söngvarí, Benjamino Gigli, söng eitt sinn í óperunni Faust í Boston. Þegar Mephistopheles átti í leiknum að leiða Faust til helvítis, var notuð sérstök lúa á senugólfinu, þar sem þeir gengu niður. Gigli var maður í gildara meðallagi, og vildi svo óheppilega til, að hann varð fastur í lúunni og komst ekki niður um hana, hvað sem hann reyndi. Allir áhorfendur stóðu á öndinni og það var dauðaþögn í salnum, þar til allt í einu sæt- kenndur íri, sem sat í einni af hæstu stúkunum, gall við: „Guði sé lof, nú er mér borgið, helvíti er orðið fullt!“ n

x

Nýir pennar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.