Læknaneminn - 01.04.2021, Side 5

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 5
Ávarp ritstjórnar Óratími virðist vera síðan við tókum að okkur að gera þetta blað og ýmislegt hefur gengið á frá því að ritstjórn Læknanemans 2021 var skipuð. Um tíma virtist lögmál Murphys vera allsráðandi og má vera að einhverjir innan ritstjórnarinnar hafi á tímabili efast um að blaðið myndi í raun og veru koma út. En nú, nokkrum faraldurs- bylgjum, ótal tölvupóstum, einu barni, meiriháttar eldgosi og minni háttar ósigrum síðar, stöndum við með Læknanemann í höndunum. Ekki nóg með það heldur erum við virkilega stolt af loka útgáfu blaðsins. Í því má finna $ölda greina, af ýmsum toga, og upp fyllir blaðið bæði skilyrði þess að vera fimm punkta vísinda- tímarit og þess að vera ákaflega skemmtilegt (þó við segjum sjálf frá). Útlit blaðsins sker sig frá síðustu útgáfum en við ákváðum að leita til Elínar Eddu Þorsteinsdóttur við uppsetningu þess en hún hefur ekki áður komið að Læknanemanum. Hún sýndi dyntum okkar og sérþörfum einstaka þolinmæði og listrænt auga hennar glæddi blaðið svo sannarlega miklu lífi. Á hún mikið hrós skilið fyrir bæði. Við viljum þakka öllum þeim sem komu að útgáfu blaðsins fyrir störf sín: greinahöfundum, ritrýnum, faglegri ritstjórn og í raun hverjum þeim sem hlúði með einum eða öðrum hætti að þessu barni okkar og gerði því kleift að komast út í heiminn. Það þarf heilt þorp eins og máltakið segir. Við vonum innilega að þú njótir þessa Læknanema ágæti lesandi, hvort sem þú lúslest hann eða skimar snöggt í gegn til að reyna að koma auga á mynd af sjálfum þér. Já og blóð, sviti, tár – gleymdum næstum að nefna það, nóg af svoleiðis alveg hreint. Urður Helga, Jón Tómas, Oddný, Jóhann, Thelma, Sigríður, Hlíf, Guðrún Ávarp ritstjórnar3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.