Læknaneminn - 01.04.2021, Side 6

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 6
4 Læknaneminn Teitur Ari Theodórsson Formaður FL 2020–2021 Félag Læknanema Þrátt fyrir samkomutakmarkanir og COVID (borið fram Kovvid) hefur stjórn Félags lækna nema (FL) beitt sér í mörgum málum í vetur og enn fleiri eru á döfinni. Þegar stjórnartíðin hófst var allt í blóma, veiran í lágmarki, sól og sumar. Fyrsta bakslagið gerði þó fljótlega vart við sig með annars konar veiru. Heimasíðu Félags læknanema var eytt og ekkert afrit til. Við vissum það ekki þá, en þetta verkefni átti eftir að verða illviðráðanlegra en margan hefði grunað. Blessunarlega er nú komin upp ný heimasíða þar sem læknanemar geta bæði skráð sig í vísindaferðir og búið til sitt eigið rafræna nemendaskírteini! Í lok sumars kom skammstöfunin MSN ungu fólki aftur við (e. relevant), en nú í algjörlega nýrri merkingu sem Mennta- sjóður námsmanna. Ráðherra hvatti nema til lántöku hjá hinum nýja sjóði, en áfram gátu nemar tekið lán hjá Lána sjóði íslenskra náms manna (LÍN). Talsvert ógagnsæi var að finna í lánakjörum sjóðanna tveggja. Brá FL því á það ráð að útbúa leiðbeiningar fyrir læknanema, með aðstoð Sigrúnar Jónsdóttur, sjötta árs læknanema, þar sem lána kjör sjóðanna voru borin saman. Vonum við að þær hafi gagnast sem flestum. Blekið var vart þornað á nýju leið- beiningunum þegar ný bylgja veirunnar skall á, sú þriðja í röðinni og við tóku harðar sam komu takmarkanir sem ílengdust fram á vor. Verknám læknanema á $órða, fimmta og sjötta ári hélt áfram með minniháttar breytingum. Hins vegar voru læknanemar á fyrsta, öðru og þriðja ári ekki jafn heppnir og fór skólastarf að mestu leyti fram með rafrænum hætti. Þriðja bylgjan hafði einnig áhrif á hags munamál læknanema. Aðalfundi Læknafélags Íslands (LÍ), þar sem leggja átti fram tillögu um hlutaaðild FL að LÍ, var frestað. Lokahönd var lögð á téða tillögu á haustdögum, þar sem stjórn FL lagði áherslu á að læknanemar nytu lagalegrar aðstoðar. Áleit FL hins vegar að kröfur um hin ýmsu fríðindi sem alla jafna fylgja aðild að LÍ, svo sem fæðingarstyrkur og aðgangur að sumarbústöðum félagsins, væru til þess fallnar að koma í veg fyrir inn göngu og fá þær því að bíða um sinn. Í aðdraganda aðalfundar skrifaði FL svo grein í Læknablaðið til þess að vekja athygli á stéttleysi læknanema. Stjórn FL bindur vonir við að á næsta aðalfundi hljóti lækna nemar loks hlutaaðild að LÍ. Talsverðrar óánægju gætti meðal lækna- nema um sumarráðningar síðasta árs. Strax í haust var ráðist í endurskipulagningu þessa ferlis í samráði við stjórn FL. Stjórnin sóttist eftir því að umsækjendur yrðu metnir á hlutlægan hátt og gengið yrði frá ráðningum fyrr. Einnig vildum við að val læknanema á hinum ýmsu sviðum Landspítala (þ.e. skurð, lyf, o.s.frv.) í umsókn ætti ekki að hafa áhrif á möguleika þeirra á atvinnu. Stefnt er að því að halda erindi á vegum FL fyrir næstu sumarráðningar, í samstarfi við Land spítala, til frekari upplýsingar um ferlið. Ljóst er að með $ölgun kandídata mun þörf fyrir læknanema í sumarafleysingum minnka. Hins vegar vonum við að nýir kjara samningar, þar sem sumarleyfi sér- náms lækna eru lengd, vegi þar upp á móti og tryggi áfram sumarafleysingar læknanema. Að loknum skemmtanalausum ára- mótum tóku við bólusetningar heil brigðis- starfsfólks. Mikil vinna fór í að tryggja að læknanemar myndu ekki falla milli skips og bryggju í bólusetningarröðinni. Fyrsti tölvupóstur til farsóttarnefndar LSH var sendur daginn áður en fyrstu Pfizer skammtarnir komu til landsins, svo ekki er hægt að saka stjórn FL um andvaraleysi! Mörgum tölvupóstum og símtölum síðar, við far sóttarnefnd, heilbrigðisvísindasvið, deildar forseta og Heilsugæslu höfuð borgar- svæðisins, voru læknanemar á $órða, fimmta og sjötta ári loksins boðaðir í bólusetningu á vormánuðum. Þeir fengu bóluefni P-fizer (borið fram „pé-fidser“), sem vakti mikla lukku, kátínu og létti á meðal læknanema. Á jákvæðum nótum ber einnig að nefna að nú munu læknanemar útskrifast með lækningaleyfi. Sú staða blasti við lækna - nemum í vor að þeir þyrftu að endur taka kandídatsárið, eða ígildi þess, hyggðu þeir á sérnám á Norður löndunum. Reglu gerðar- hópur á vegum heil brigðis ráðuneytisins brást snöggt og örugg lega við og nú er ljóst að núverandi nemar á sjötta ári, auk framtíðar- lækna nema, munu útskrifast með fullgilt lækninga leyfi. Með þessum breytingum er betur tryggt að nýútskrifaðir læknar fái fyrsta ár sitt í starfi metið og þurfi ekki að endur taka það í sérnámi sínu á Norður- löndunum. Skilyrði þessarar breytingar var aukning á klínískri kennslu í Læknadeild. Breytingarnar voru unnar í góðu samráði við FL og endanleg niðurstaða var sú að til þess að auka við klíníska færni nemenda yrði valtímabilinu á sjötta ári breytt. Í stað tólf vikna valtímabils kæmu sex vikur í klínísku verknámi með handleiðara og tvær vikur í bráðalækningum þar sem áhersla er lögð á færni og hermimiðaða kennslu. Haldið er eftir $órum vikum í val þar sem ríkari áhersla er lögð á klíník. Áfram verður þó hægt að fá þennan hluta valtímabils metinn eða nýta hann til rannsóknarstarfa. Sjálfsmat Læknadeildar fór fram í vetur þar sem FL hafði sinn fulltrúa. Úr varð viðamikil 170 blaðsíðna skýrsla þar sem farið var gaumgæfilega yfir starfsemi deildarinnar og gerðar tillögur að úrbótum. Sett voru sérstök markmið sem eiga að vera framkvæmanleg á næstu fimm árum. FL beitti sér fyrir því að viðvera í klíník eða annarri kennslu færi ekki fram úr 40 tímum á viku, að annir yrðu styttar í samræmi við almanaksár háskólans og að $órða árið yrði endurskipulagt, svo fátt eitt sé nefnt. Stjórn FL hefur unnið að fleiri málum í vetur. Sem dæmi má nefna aðgengi læknanema að ly$agagnagrunni Landlæknis, en samkvæmt landslögum í dag, eftir baráttu stjórnar, eiga læknanemar að hafa aðgang að gagnagrunninum. Strandar aðgengi læknanema nú á Land læknis embættinu. Stjórn FL vonar að læknanemar fái aðgang fljótlega, en skýr tímalína er ekki fyrir hendi. Þá hefur stjórn FL tekið þátt í framleiðslu tveggja myndbanda, með hjálp læknanema á ýmsum árum. Annað þeirra $allar um inntökuprófið en hitt er almenn kynning á læknisfræði. Bæði myndböndin verða aðgengileg á heimasíðu Læknadeildar von bráðar. Ljóst er að þrátt fyrir heimsfaraldur og óvenjulegt skólaár hefur stjórn FL haft ýmislegt fyrir stafni. Ég er einstaklega stoltur af okkar starfi og vil þakka mínu sam starfsfólki í stjórn, þeim Sólveigu Bjarnadóttur, 6. árs læknanema, Kristínu Haraldsdóttur, 5. árs læknanema, Hjördísi Ástu Guðmundsdóttur, 4. árs læknanema, Daníel Pálssyni, 3. árs læknanema, Inga Péturssyni 2. árs læknanema og Kristjáni Guð mundssyni, 1. árs læknanema, fyrir skemmti legt og árangursríkt ár. Það hefur verið frábært að fá að leiða þennan flotta hóp, auk þess er það mikill heiður að fá að gegna embætti formanns Félags læknanema. Nú vona ég að bólusetningar gangi hratt og vel fyrir sig og að við göngum galvösk, en jafnframt hægt, inn um gleðinnar dyr inn í sumarið!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.