Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 18
16 Læknaneminn Aftur-fram plan Landamerki eru nibbur sveifar og ölnar (radial og ulnar styloid process), neðri snúnings liður framhandleggs (distal radioulnar liður - DRU), nærröð (proximal) úln liðsbeina og liður sveifar við úlnliðsbein (radiocarpal joint) (sjá mynd 5). Hér er sveifar- halli (radial inclination) beinsins mældur frá lægsta punkti ölnarmegin á sveif út á enda sveifarnibbu miðað við línu hornrétt á lengdarás sveifar. Eðlilegur halli er 23°. Sveifarlengd (radial height) er minna notuð í daglegu tali en meira er stuðst við sveifarhalla. Eðlileg sveifarlengd er um 12 mm en ásættanlegt gildi ræðst frekar af sveifarhalla. Bæði sveifarhalli og sveifar- lengd minnka gjarnan þegar brot verða. Lengdar misræmi (ulnar variance) mælir lengd ölnar liðflatar miðað við sveifar liðflöt. Sveifar liðflöturinn er venjulega $arlægari en við styttingu sveifar í öxulstefnu getur ölnin orðið lengri og er því oftast lýst sem ulnar plus. Hliðlægt plan Á eðlilegri hliðlægri mynd horfum við í gegnum sveif og öln og sjáum mánabein (lunatum) sitja í skál á liðfleti sveifar (sjá mynd 6). Mögulegt á að vera að draga beina línu í gegnum miðhluta mánabeins og miðhluta sveifar. Á hliðlægri mynd er mældur liðflatarhalli (volar tilt) og einnig sést breidd liðskálarinnar (AP distance). Breidd liðskálarinnar er lítið notuð en gliðnun getur sést þegar brotalína nær inn í liðflöt (intra-articular fracture). Breidd lið skálar er mæld milli liðvara (labrum) sveifarbeinsins og á hún að vera aðeins stærri en þvermál mánabeins. Liðflatar- halli segir til um hve mikið liðskál sveifar hallar ýmist fram eða aftur (volar eða dorsal angulation). Horfur versna ef hallinn er um- fram ákveðin viðmiðunarmörk í aðra hvora áttina. Samantekt á mati röntgenmynda Við mat röntgenmyndar af neðri enda sveifar er fyrst litið á aftur-fram plan þar sem lengdarmisræmi er metið og sveifar- halli og sveifarlengd eru mæld. Næst er hliðlæg mynd skoðuð og liðflatarhalli metinn. Einnig er nauðsynlegt að meta ástand sveifarbeinsins. Ef afturveggur (dorsal cortex) er kurlaður eða í méli (comminute brot) eru horfur verri. Þá er bein brúnin ekki nógu sterk til að þola burð handarinnar eftir réttingu og miklar líkur eru á að brotið sigi. Nauðsynlegt er að taka röntgenmynd af brotum eftir réttingu og gipsun bæði til að meta árangur réttingar og einnig horfur. Mynd 5: Aftur-fram plan, sveifarhalli (radial inclination), sveifarlengd (radial height) og lengdarmisræmi (ulnar variance) Plan Mæling Eðlilegt gildi Ásættanleg gildi Aftur-fram (postero-anterior) Sveifarhalli (radial inclination) 23° <10° breyting Sveifarlengd (radial height) 12 mm Lengdarmisræmi (ulnar variance) ± 0–2 mm <2 mm stytting á sveif Hliðlægt (lateral) Liðflatarhalli (volar tilt) 11° <5°dorsal skekkja Tafla 1: Mælingar á röntgenmynd af úlnlið stuttu eftir áverka er óvíst að bólga sé mikil en dæmigert er að hún nái hámarki um sólarhring frá áverka. Myndgreining Við meðhöndlun beinbrota þarf að liggja fyrir nákvæm myndgreining. Það er gert með töku röntgenmyndar. Þá er hægt að staðfesta brot með nokkurri vissu, meta stöðu liða og alvarleika. Ef nánari kort - lagningar er þörf á liðfleti eða öðrum áverkum er notast við tölvusneiðmynd.6 Við töku röntgenmynda gildir sú megin- regla að alltaf skal skoða hluti í fleiri en einu plani. Þegar útlægur framhandleggur er myndaður eru skoðað aftur-fram (postero-anterior) plan og hliðlægt (lateral) plan.7 Við mat á röntgenmynd er farið eftir landamerkjum beinanna og hvort frávik séu frá eðlilegri stöðu (sjá töflu 1). Anatómía Liður sveifar við úlnliðsbein (radiocarpal joint) Nibba sveifar (radial styloid) Sveifarlengd Eðlilegt bil 10,0–13,2 mm Sveifarhalli Eðlilegt bil 20–25° Lengdarmisræmi Eðlilegt bil 1–2 mm Úlnliðs- bein Nibba ölnar (ulnar styloid) Neðri snúningsliður framhand-leggs (distal radioulnar joint)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.