Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 22

Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 22
20 Læknaneminn komi þeim að gagni við greiningu og með- höndlun slaga. Líffærafræði Góð þekking á líffærafræði heilans er grund vallaratriði við greiningu slags. Nauðsynlegt er að hafa ákveðna undir- stöðuþekkingu á æða næringu heilans auk starfsemi mis munandi svæða hans. Fyrirvari er settur á eftirfarandi um$öllum þar sem hún er engan veginn tæmandi en eykur vonandi skilning á mismunandi birtingarmyndum slaga. Æðanæring Heilinn fær blóð frá æðum sem eiga upptök sín í ósæð (aorta). Ósæðarboginn gefur af sér nokkrar æðagreinar (sjá mynd 1). Fyrsta er stofnslagæð arms og höfuðs (brachiocephalic artery) sem kvíslast í annars vegar hægri hálssamslagæð (common carotid artery), sem skiptist í innri og ytri hálsslagæðar (internal and external carotid arteries), og hins vegar hægri neðanviðbeinsslagæð (subclavian artery) sem gefur síðar af sér hægri hrygg- slagæð (vertebral artery). Önnur grein frá ósæðinni er vinstri hálssamslagæð sem síðar skiptist í innri og ytri hálsslagæðar. Þriðja grein er vinstri neðanviðbeinsslagæð sem gefur frá sér vinstri hryggslagæð. Hrygg slagæðar sameinast svo í hjarna botns- slagæð (basilar artery) en þessi æð ásamt innri hálsslagæðum mynda slagæðahring hvelaheila (Circle of Willis) gegnum fremri- og aftari tengislagæðar (communicating artery) (sjá mynd 1). Sigrún Jónsdóttir Sjötta árs læknanemi 2020–2021 Ólafur Árni Sveinsson Sérfræðingur í taugalækningum Innri hálsslagæð og greinar hennar mynda fremri blóðveitu (anterior circulation). Fyrsta grein innri hálsslagæðar er augn- slagæð (ophthalmic artery), en handan hennar skiptist æðin í miðhjarnaslagæð (middle cerebral artery) og fremri hjarnaslagæð (anterior cerebral artery). Miðhjarnaslagæð skiptist síðar í tvær til þrjár greinar. Yfir 60% af blóðflæði til heilans fer um fremri blóðveitu. Aftari blóðveita samanstendur af hryggslagæðunum og greinum hennar. Hrygg slagæðarnar gefa frá sér aftari neðri hnykilsslagæðar (posterior inferior cerebellar arteries) og sameinast svo við framhluta brúar (pons) í heilastofni og mynda hjarna- botnsslagæð (basilar artery). Hún gefur frá sér aftari hjarnaslagæðarnar (posterior cerebral arteries). Hjarnabotnsslagæð gefur einnig frá sér fremri neðri hnykilsslagæðar (anterior inferior cerebellar arteries), brúarslagæðar (pontine branches) og efri hnykilslagæðar (superior cerebellar arteries). Út frá stórum slag æðum heilans koma síðan endaslagæðar sem ekki tengjast öðrum æðum. Kvillar í þessum æðum valda oft ördrepum eða háþrýstingsblæðingum. Hafa ber í huga að æðaveita heila er breytileg milli fólks. Það sem við sjáum vanalega í kennslubókum á einungis við hjá sumum.4 Myndun heilans Á fósturskeiði þróast heilinn frá taugapípu (neural tube) yfir í framheila (prosencephalon), miðheila (mesencephalon) og afturheila (rhombencephalon). Bæði fram- og afturheili skiptast enn frekar. Framheili skiptist í hvelaheila (telencephalon) og milliheila (diencephalon). Afturheili skiptist í afturheila (metencephalon), sem verður að litla heila (cerebellum) og brú (pons), og mænuheila (myelencephalon), sem verður að mænukylfu (medulla oblongata). Saman mynda miðheili, brú og mænukylfa heilastofninn. Að lokum samanstendur heilinn því af hvelaheila, milliheila, heilastofni og litla heila. Neðsti hluti heilastofnsins tengir svo heilann við mænuna. Hvert svæði hefur sína sérstöðu og verður $allað hér í framhaldinu um þau svæði sem koma oftast við sögu í blóðþurrðarslagi. Á mynd 2 má sjá hvaða hluta heilans fremri blóðveita nærir í gegnum fremri og miðhjarnaslagæðarnar og hvaða svæði aftari blóðveita nærir í gegnum aftari hjarnaslagæðarnar.5 Hvelaheili Hvelaheili (cerebrum) samanstendur af heila- berki (cortex), hvítu efni (white matter) og dýpri kjörnum og skiptist í hægra og vinstra heilahvel. Hvelatengslin (corpus callosum), sem innihalda búnt af taugaþráðum, tengja heilahvelin við hvort annað. Heilaskorur (sulci) skipta hvoru heilahveli fyrir sig í $ögur blöð: ennisblað (frontal lobe), hvirfil- Inngangur Slag er önnur algengasta orsök dauða og þriðja algengasta orsök fötlunar á heims vísu.1 Jafnframt er slag algeng sjón á bráðamóttöku og mun eflaust reka á $örur flestra lækna bæði í námi og starfi. Í ljósi þessa er mikilvægt að heil- brigðisstarfsfólk hafi góða þekkingu á greiningu og meðferð þeirra. Hröð og skjót við brögð við bráðaslagi skiptir miklu máli þar sem sjúklingur með blóðtappa í einni af stóru slagæðum heilans missir á bilinu 35 þúsund til 27 milljón taugafrumur á mínútu.2 Á síðastliðnum áratugum hefur meðferð við blóðþurrðarslagi tekið stakka- skiptum. Fyrsta framfaraskrefið var tilkoma slageininga (stroke units) þar sem rannsóknir og meðferð eru sniðin að þörfum hvers og eins. Næsta framfaraskrefið var notkun blóðflöguhamlara og þriðja var gjöf segaleysandi meðferðar við bráðu blóð- þurrðar slagi. Reikna má með að yfir 10% slags júklinga geti fengið slíka meðferð.3 Síðasta framfaraskrefið var segabrottnám (thrombectomy) þar sem segi sem stíflar aðlægar lokanir í innakúpuæðum er sóttur með þræðingu frá náraslagæð. Í greininni verður farið yfir líffærafræði og starfsemi heilans, en það er gert til að gefa lesandanum betri skilning á um- $öllun um meinmyndun, áhættuþætti og greiningu blóðþurrðarslags sem kemur í kjöl farið. Að lokum verður farið yfir helstu undir stöðuatriði bráðameðferðar og horfur. Vonast er til að þetta yfirlit veki áhuga lækna nema og annarra lesenda og Slagsmál við tímann: Yfirlitsgrein um blóðþurrðarslag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.