Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 23

Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 23
21 Slagsmál við tímann blað (parietal lobe), gagnaugablað (temporal lobe) og hnakkablað (occipital lobe).6 Hvert blað skiptist síðan niður í svæði eftir því hvaða starfsemi fer þar fram. Megin reglan er sú að hægra heilahvel tekur á móti og flytur boð til vinstri líkamshelmings og er þessu öfugt farið í vinstra heilahveli. Sum heila- starfsemi er að mestum hluta eða einungis bundin við annað hvort heilahvelið og er því einnig hægt að skipta hvelaheila í ríkjandi og víkjandi heilahvel. Hjá meiri hluta mannkyns er vinstra heilahvelið ríkjandi vegna staðsetningar málstöðva.7 Það er síður en svo að víkjandi heilahvelið sé minna mikilvægt en hið ríkjandi þar sem margþætt starfsemi er bundin við það, til að mynda rýmdarskynjun.8 Ennisblaðið stjórnar sjálfráðum hreyfingum, tali og ýmsum æðri stýri- ferlum (executive functions). Fremst í ennis- blaði (prefrontal cortex) fara fram stýriferlin sem eru rökhugsun, athygli, minni og skipulagning hegðunar. Þar er persónuleiki fólks talinn eiga uppruna sinn að mestu. Aftan við prefrontal cortex er síðan að finna frontal eye field sem stýrir sjálfráðri hreyfingu augna. Aftast í ennisblaði, fyrir framan miðjuskoru (central gyrus), liggur svo hreyfibörkurinn (motor cortex). Hann samanstendur meðal annars af aðal- hreyfisvæði barkar (primary motor area) sem hrindir af stað sjálfráðum hreyfingum.8 Fremst í hvirfilblaði, fyrir aftan miðju- skoru, liggur svo skynbörkurinn (sensory cortex). Hann samanstendur meðal annars af aðal skynsvæði barkar (primary somatosensory area) sem tekur á móti skynboðum. Skyn- boðin berast frá líkamanum í gegnum stúku (thalamus) og mynda svokallað smámenni (homunculus) í skynberkinum eftir því hvaðan skynboðin koma frá líkamanum (sjá mynd 3). Sama smámenni er að finna í hreyfi berkinum og endurspeglar þá hvaða líkams svæði tiltekinn hluti hreyfibarkar stjórnar.9 Þegar næringarsvæði fremri, mið- og aftari hjarnaslagæða eru skoðuð sam hliða smámenni er auðveldara að átta sig á einkennum slags vegna blóðtappa í fyrrnefndum æðum (sjá litadreifingu á mynd 3). Tjáning og skilningur á máli, hvort sem það er á töluðu eða rituðu máli, ræðst af starfsemi málstöðvanna. Þær eru Broca- og Wernickesvæði og eru staðsettar í ríkjandi heilahveli. Brocasvæði stjórnar máltjáningu og er staðsett í ennisblaði. Wernickesvæði stjórnar málskilningi og er staðsett í gagnaugablaði. Milli þeirra eru tengsl sem heita arcuate fasciculus, en þessi braut kemur boðum þar á milli.8 Sjónbörkurinn liggur í hnakkablaði og fær boð frá sjóntauginni (sjá mynd 4). Ferðalag boðanna hefst í ljósnemum augans, berast þaðan með sjóntauginni í gegnum sjóntaugakvísl (optic chiasma) og verða að sjónbraut (optic tract) sem hefur viðkomu í stúkunni í kjarna sem heitir hliðlægur hnékleggi (lateral geniculate body). Þaðan ferðast boðin eftir sjónskúf (optic radiation) inn að sjónberkinum. Í sjóntaugakvísl skiptast brautir, það er að segja boð frá hliðlægum hluta auga ferðast áfram sömu megin en boð frá miðlægum hluta krossa og ferðast áfram gagnstæðu megin. Úrvinnsla heila á hægra sjónsviði fer fram vinstra megin í sjónberkinum.10 Neðanbarkardjúpkjarnar Neðanbarkar (subcortical) liggja nokkrir djúpir kjarnar. Þar á meðal er eru djúphnoð (basal ganglia) sem samanstanda af rófu- kjarna (caudate nucleus) og snúðkjarna (lenticular nucleus). Snúðkjarni skiptist í bleik hnött (globus pallidus) og gráhýði (putamen). Framstúkukjarni (subthalamic nucleus), sem er staðsettur í milliheila, og svartfylla (substantia nigra), sem er staðsett í miðheila, flokkast gjarnan undir djúphnoð. Djúphnoð taka þátt í framkvæmd og samhæfingu hreyfinga.11 Rófukjarni og snúðkjarni eru aðskildir frá hvorum öðrum af taugaþráðum sem tengja saman hvelaheila og heilastofn. Þessir taugaþræðir mynda innhýði (internal capsule) sem skiptist í fimm hluta: framlegg (anterior limb), hné (genu), afturlegg (posterior limb), aftansnúðkjarnahluta (retrolentiform part) og neðansnúðkjarnahluta (sublentiform Slagæðahringur hvelaheila Fremri hjarnaslagæð Fremri tengislagæð Miðhjarnaslagæð Aftari tengislagæð Aftari hjarnaslagæð Efri hnykilsslagæð Botnslagæð Fremri neðri hnykilslagæð Neðri hnykilsslagæð Fremri mænuslagæð Innri hálsslagæð Ytri hálsslagæð Hryggslagæð Hálssamslagæð Hægri neðanviðbeinsslagæð Stofnslagæð arms og höfuðs Vinstri neðanviðbeinsslagæð Ósæðarbogi Mynd 1: Ósæðarboginn og næringaræðar heilans Afta neðri hnykilsslagæð Hjar abotnsslagæð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.