Læknaneminn - 01.04.2021, Side 27

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 27
25 Slagsmál við tímann sem skora tvö eða fleiri stig á svokölluðum CHA 2 DS 2 -VASc skala sem notaður er til að meta áhættu á slagi hjá sjúklingum með gáttatif (sjá töflu 1). Sjúklingar í lágri áhættu ættu að vera á blóðflöguhamlandi meðferð.25 Greining Slag er að miklu leyti klínísk greining sem byggir á tilkomu skyndilegra stað- bundinna brottfallseinkenna frá heila. Hægt er að skipta meðferð slaga í nokkur stig. Fyrsta stig er bráðaslagsmeðferð (slag innan tímamarka). Annað stig eru frekari rannsóknir á orsökum þeirra og hvaða meðferð eigi að beita. Þriðja stigið sem byrjar strax er sérhæfð þjálfun og endur hæfing, helst á slageiningu. Í bráða- meðferðarstigi þarf að hafa hröð handtök, en ef sjúklingar eru utan tímamarka er hægt að hægja á uppvinnslu. Segja má að stig tvö og þrjú fari saman þar sem frekari rannsóknir eru gerðar en á sama tíma hefst endurhæfing. Tímamörk í bráðafasa eru yfirleitt um $órar og hálf klukkustund ef beita á segaleysandi meðferð með recombinant tissue plasminogen activator (rt- PA). Við vissar aðstæður er viðeigandi að beita segaleysandi meðferð utan fyrrnefndra tímamarka . Ef gera á segabrottnám (thrombectomy) getur glugginn verið lengri, jafnvel sex klukkustundir eða meira. Þetta veltur allt á kringumstæðum slagsins. Árið 2017 var innleitt verklag við móttöku og meðferð slagsjúklinga á Landspítala sem ber heitið „Slag innan tímamarka“. Verklagið byggir á tilmælum frá Bandarísku hjarta- og slagsamtökunum, en markmið þess er að flýta greiningarvinnu í bráðafasa þannig að hægt sé að veita viðeigandi meðferð og draga þannig úr alvarlegum afleiðingum blóðþurrðarslags.21 Ef grunur leikur á að um bráðaslag sé að ræða er ferlið sett af stað og viðeigandi aðilar gera sig klára fyrir móttöku sjúklings. Við greiningu og mat á alvarleika slagsins er stuðst við skala frá Bandarísku heilbrigðisstofnuninni sem ber heitið the National Institute of Health Stroke Scale (NIHSS). Skalinn skiptist í 11 einkennaliði (sjá töflu 2).34 Mat á slagi byggir á nokkrum þáttum þar sem einkenni sjúklings og beiting NIHSS skipta máli ásamt tímaþætti slags og myndgreiningu af heila. Allt þetta hjálpar lækni við að svara eftirfarandi spurningum35: 1. Er um slag að ræða? 2. Ef svo, hvar í miðtaugakerfi er skaðinn og í hvaða æðaveitu?  3. Er þetta blóðþurrðarslag þar sem sega- leysandi meðferð eða segabrottnám kemur til greina, eða blæðing, æxli eða annað, þar sem slíkri meðferð er ekki beitt? Birtingarmynd slags er afar misjöfn eftir því hvaða æðasvæði um ræðir og hvaða svæði heilans hafa orðið fyrir skaða. Slageinkenni eru gjarnan flokkuð út frá æðasvæðum, í annað hvort slag í fremri eða aftari blóðrás. Heilkenni ördrepsslags eru svo sér flokkur (sjá töflu 3). Þau eru misalgeng og stafa oftast af sega í greinum miðhjarnaslagæðar.36 Helstu einkenni slags í heilahvelum eru máttminnkun, skyntruflun, sjónsviðstap, mál stol, gaumstol og verkstol. Þessi þrjú síðast nefndu atriði eru heilabarkareinkenni (cortical stroke). Einkenni frá heilahveli ráðast af því hvaða heilaæð stíflast eða lokast og ástandi hjáveitu (collateral circulation). Hjáveita er blóðflæði sem kemst fram hjá stíflaðri eða lokaðri æð vegna slagæða hrings hvelaheila (Circle of Willis) auk tengingar innra og ytra blóðflæðis við æðaveitu ytri hálsslagæða. Einkennin geta jafnframt verið afar misjöfn eftir því hvaða hluti heilaæða lokast. Því nærlægari (proximal) sem stíflan/lokunin er, þeim mun meiri heilavefur er undir. Til að mynda getur lokun á hálsslagæð valdið blóðflæðis- skerðingu á svæði fremri- og miðhjarna- slag æðar, nema að hjáveita frá öðrum kerfum komi til bjargar. Sama á við um lokun á hjarnabotnsslagæð sem getur valdið miklum skaða þar sem hún er oft eina æðin sem nærir heilastofninn. Um 2/3 blóðþurrðarslaga eru í miðhjarna- slagæð, en segar eiga greiðustu leið þangað. Við æðamyndatöku er miðhjarnaslagaæð skipt upp í $óra hluta sem nefnast M1, M2, M3 og M4. Grein M2 skiptist hjá meirihluta fólks í efri grein (superior division) og neðri grein (inferior division). Efri greinin nærir hluta af ennis- og hvirfilblaði og neðri greinin nærir hluta af gagnaugablaði. Miðhjarna slagæð nærir sömuleiðis hluta af dýpri kjörnum heilans þar sem efri hlutar djúphnoða og innhýðis eru nærðir af litlum slag æðum frá miðhjarnaslagæð sem heita lenticulostriate æðar.12,37 Það liggur því í augum uppi að einkenni vegna blóð þurrðar- slags í miðhjarnaslagæð geta verið $ölbreytt eftir því hvaða hluti hennar hefur orðið fyrir blóðflæðisskerðingu. Til einföldunar er gagnlegt að muna þau einkenni sem koma fram þegar meginstofn miðhjarnaslagæðar stíflast eða lokast, en þetta er mjög algengt form blóðþurrðarslags. Við skoðun getur sést máttminnkun og skyn truflun í gagnstæðum líkamshelmingi miðað við staðsetningu dreps, augu vísa að skemmd en frá lömun (conjugate eye deviation) vegna skaða á augnsvæði ennisblaðs (prefrontal eyefield), en þetta bendir til þess að skemmdin teygi sig framarlega. Á mynd 4 má sjá mismunandi sjón sviðsskerðingar eftir því hvaða hluti sjón brauta verður fyrir skaða. Ef um er að ræða skaða í ríkjandi heilahveli getur komið fram málstol. Gaumstol (neglect) getur einnig sést. Oft er gaumstolið verra ef skemmdin er í hægra heilahveli. Það er skilgreint sem van geta sjúklings til að greina, bregðast við eða átta sig á áreiti frá gagnstæðri hlið við heilaskemmdina þegar önnur skýring eins og lömun eða skyntruflun er ekki til staðar.38 Önnur einkenni sem tengjast frekar hægra en vinstra heilahveli eru t.d. líkamstúlkunarstol (anosognosia) þegar sjúklingur hefur ekki innsæi í einkenni sín, til dæmis segist ekki vera lamaður þó sú sé raunin. Slokknun (extinction) kemur líka fyrir en það er þegar sjúklingur skynjar ekki snertingu á gagnstæðri líkamshlið við heilaskaðann ef báðar hliðar eru snertar samtímis. Það sama getur gerst þegar sjónsvið er prófað beggja vegna í einu. Málstol er missir eða skerðing á mál- getu og hefur ýmsar birtingar myndir Áhættuþættir slags Stig Hjartabilun (congestive heart failure) 1 Háþrýstingur (hypertension) 1 Aldur (age) >75 ára 2 Sykursýki (diabetes) 1 Fyrri saga um slag eða skammvinnt blóðþurrðarslag (stroke/TIA) 2 Æðakölkun (vascular disease) 1 Aldur (age) 65-74 ára 1 Kyn (sex category) 1 Tafla 1: Áhættumat á slagi með CHA 2 DS 2 -VASc fyrir sjúklinga með gáttatif
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.