Læknaneminn - 01.04.2021, Síða 37

Læknaneminn - 01.04.2021, Síða 37
35 Mat á lungnastarfsemi fyrir skurðaðgerðir þyrfti að fara aftur á öndunarvél eftir að hafa verið tekinn af henni. Einnig var aukin hætta á lungnabólgu eftir aðgerð.15 Sérstakir áhættuþættir fyrir sjúklinga með LLT eru hár aldur, aðgerð á efra kviðarholi og langur aðgerðartími.16 Astmi sem er undir góðri stjórn er ekki talinn sérstakur áhættuþáttur fyrir fylgi- kvillum frá lungum eftir skurðaðgerðir en sé hann ekki undir góðri stjórn, þá eykur hann áhættu.17 Rannsókn frá 2018 sýndi að reykingasaga eða illa stjórnaður astmi voru áhættuþættir fyrir lungnafylgikvillum í kjölfar skurðaðgerðar hjá sjúklingum með þekktan astma.16 Kæfisvefn er marktækur áhættuþáttur og mikilvægt að hann sé vel meðhöndlaður bæði fyrir og eftir aðgerð og hafa ætti í huga að gera skimunarrannsókn hjá sjúklingum sem eru með áhættuþætti kæfi svefns áður en aðgerð er fram- kvæmd. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á aukna tíðni lungnafylgikvilla eftir aðgerðir hjá sjúklingum með kæfi svefn. Stór rannsókn sem tók saman sex milljónir aðgerða sýndi fram á aukna tíðni á þörf á öndunarstuðningi, á ásvelgingar lungna- bólgu og öndunarbilun hjá sjúklingum með kæfi svefn samanborið við sjúklinga sem ekki höfðu kæfisvefn.18 Til er skimunartæki fyrir kæfisvefn hjá sjúklingum á leið í aðgerð sem heitir STOP-Bang og er ensk skamm- stöfun fyrir snoring, tiredness, observed apnea, (blood) pressure, BMI, age, neck circumference og gender. Því fleiri stig, því meiri líkur eru á að viðkomandi sé með meðalsvæsinn til svæsinn kæfisvefn.19 Nálgast má skimunar- tækið á www.mdcalc.com. Kæfisvefn og heilkenni offitu og van öndunar (obesity hypoventilation syndrome), þ.e. BMI yfir 30 og styrkur koltvísýrings í blóði yfir 45 mmHg í vöku, haldast oft í hendur. Rannsókn sem bar saman sjúklinga sem voru með báða sjúkdómana við þá sem voru einungis með kæfisvefn sýndi að fyrr nefndi hópurinn var líklegri til að fá fylgi kvilla frá lungum eftir aðgerðir.20 Millivefslungnasjúkdómar, sérstaklega sjálf- vakin lungnatre$un (idiopathic pulmonary fibrosis), eru áhættu þættir fyrir lungna- fylgikvillum. Nýleg rannsókn sem tók saman 220 sjúklinga með sjálfvakta lungna- tre$un sem fóru í skurðaðgerð sýndi að af þeim voru rúmlega 14% sem þróuðu með sér bráða öndunarbilun á fyrsta sólarhring eftir að gerðina. 30 daga dánartíðni var 6% og 1 árs dánar tíðni var tæplega 15%. Áhættuþættir voru heimasúrefni og lengri aðgerðartími.21 Súrefnis gjöf í aðgerð og kringum hana er talin geta komið af stað bráðri versnun á sjálf vakinni lungnatre$un og því mikilvægt að hún sé hófstillt.22 Lungnaháþrýstingur eykur líka mögu- leikana á lungnafylgikvillum. Þetta á líka við um þá sem eru með vægan til meðal- slæman lungnaháþrýsting. Hér þarf að vega áhættuna við svæfingu á móti þörfinni á aðgerð í hverju tilfelli fyrir sig. Rannsókn sem tók saman sjúklinga með lungna- háþrýsting sem undirgengust mjaðma- og hnjá liðaskipti sýndi fram á þrisvar til $órum sinni meiri dánartíðni hjá þeim miðað við viðmiðunarhóp.23 Hjartabilun er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir lungnafylgikvillum eftir skurðaðgerð. Rann sóknir benda til að hjartabilun gæti verið sterkari áhættuþáttur fyrir lungna- fylgikvillum en LLT.8 Talið er að þessa auknu tíðni megi rekja til áhrifa lungnabjúgs vegna hjarta bilunar á loftun lungna.24 Til að koma í veg fyrir þetta er mikilvægt að meðferð hjartabilaðra sé eins og best verður á kosið í aðdraganda skurðaðgerða. Þá þarf einnig að forðast vökvao'leðslu eftir skurðaðgerð. Sýking í efri öndunarvegi: Þó lítið sé til af gögnum um slíkt í fullorðnum þá benda rann sóknir á börnum til þess að nýleg sýking í efri öndunarvegi fyrir skurðaðgerð auki hættu á fylgikvillum frá lungum eftir skurðaðgerð.25 Þannig er nýleg efri öndunar- færasýking í börnum gríðarlega algeng ástæða þess að valkvæðum aðgerðum er frestað, jafnan um 4-6 vikur hjá börnum 2 ára og yngri.26 Þættir sem tengjast skurðaðgerð Marg víslegir þættir í skurðaðgerð auka hættu á lungna fylgikvillum. Þar má nefna tegund og staðsetningu aðgerðar, tímalengd hennar og hvaða gerðir af svæfingu og deyfingu eru notaðar. Að auki er meiri hætta á lungnafylgikvillum ef aðgerðin er bráð en þá hafa sjúklingar í langflestum tilfellum ekki undirgengist áhættumat fyrir aðgerð.3 Mikilvægastur þessara áhættuþátta er staðsetning skurðaðgerðar. Þeir sem undir gangast opnar ósæðaraðgerðir eru í mestri hættu á lungnafylgikvillum. Aðrar hááhættu aðgerðir eru skurðaðgerðir á höfði og hálsi, brjóstholi og efra kviðarholi. Kerfis bundin yfirferð sem tók saman tíðni lungnafylgikvilla eftir aðgerðir í 43 rannsóknum sýndi að hún var 19,7% eftir aðgerð á efra kviðarholi og 7,7% á neðra kviðarholi. Sama rannsókn sýndi að tíðni lungna fylgikvilla eftir brottnám á vélinda var 18,9%. Þannig er tíðni fylgikvilla tæp- lega þrefalt hærri eftir aðgerðir sem gerðar eru á efra kviðarholi og vélinda saman- borið við í neðra kviðarholi. Það tengist ná lægð við þind en eins og áður hefur komið fram tengist brengluð starfsemi þindar í kjölfar skurðaðgerðar hvað sterkast mein gerð lungnafylgikvilla.8 Aðgerðir á brjóstholi eru einnig margfalt lík legri til að valda lungnafylgikvillum saman borið við bæklunar aðgerðir.10 Þá hafa rann sóknir sýnt að kviðsjáraðgerðir draga úr sjúk dóms- byrði, dánartíðni og lengd spítala dvalar í kjölfar aðgerðar, samanborið við opnar að gerðir. Rannsókn sem bar gall blöðrutöku í kviðsjá saman við opna gallblöðrutöku sýndi að lungnabólga var fátíðari eftir kviðsjáraðgerðir.27 Eftir því sem að aðgerð stendur lengur aukast fylgikvillar og sér- stak lega þegar aðgerðin er búin að standa í meira en 3-4 klukkustundir. Sumar rann- sóknir draga áhættumörk við einungis tvær klukkustundir.10 Þá skiptir gerð svæfingar og deyfingar máli þó ekki séu allar rann sóknir á einu máli um það. Sumar rann sóknir sýna að utan basts deyfing eða mænu deyfing sé betri kostur en almenn svæfing hvað varðar fylgi kvilla frá lungum eftir skurðaðgerðir en aðrar sjá engan mun á. Rannsókn sem bar saman sjúklinga sem undirgengust hnjá- eða mjaðmarliðaskipti með mænudeyfingu annars vegar og almennri svæfingu hins vegar sýndi ekki mun á hópunum hvað varðar tíðni á lungnabólgu í kjölfar aðgerðar.28 Mat á áhættu fyrir skurðaðgerðir Allir sem eru að fara í aðgerð eiga að fara í áhættumat. Áhættumatið er mis- yfirgripsmikið eftir því um hvaða aðgerð er að ræða og hvernig heilsufar sjúklingsins er. Ekki má reikna með því að greiningar á lungnaástandi liggi fyrir hjá þeim sem eru á leið í skurðaðgerð. Þannig er nokkuð algengt að LLT greinist í fyrsta sinn fyrir skurð aðgerð og sama á við um kæfisvefn sem greinist oft við eftirlit þegar sjúklingur er að vakna eftir skurðaðgerð. Ef um einfalda (minor surgery) eða lágáhættuaðgerð er að ræða eða sjúklingur er heilbrigður þá getur dugað að gera áhættumat með símtali við sjúkling. Dæmi um lágáhættuaðgerð eru augasteinaskipti þar sem sjúklingar eru ekki svæfðir. Fyrir stærri og flóknari aðgerðir eða þegar sjúklingar eru með undirliggjandi sjúkdóma geta sjúklingar þurft að hitta marga heilbrigðisstarfsmenn með mis- munandi menntun sem allir leggja sitt af mörkum við mat á áhættu fyrir aðgerð og niðurstöðurnar mynda eina heild.29 Dæmi um hááhættuaðgerð eru ósæðarlokuskipti hjá sjúklingi sem reykir og er með undir- liggjandi slæman astma. Ferlið frá því að sjúklingur er talinn þurfa á aðgerð að halda og fram að því að sjúklingur útskrifast heim, í áframhaldandi endurhæfingu, er samvinna margra heilbrigðisstétta. Mat á áhættu fyrir skurðaðgerðir byggist að mestu á klínísku mati ásamt rann- sóknum til stuðnings. Algeng próf til að meta starfsemi lungna (pulmonary function tests, PFT) eru fráblásturspróf (spirometry) og áreynslupróf (exercise test). Í völdum tilfellum gefur röntgenmynd af lungum viðbótarupplýsingar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.