Læknaneminn - 01.04.2021, Side 42

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 42
40 Læknaneminn Hjarðónæmi Bólusetningarþekjan gegn HPV í Evrópu er allt frá 19% til 86% milli ríkja. Ekki er búist við hjarðónæmi gegn HPV tengdum krabbameinum öðrum en legháls krabba- meini ef bólusetningarþekjan er undir 80%.7 Áþreifanlegur ávinningur bólusetningar óháð kyni er meðal annars að hjarðónæmi næst hraðar en þegar einungis stúlkur eru bólusettar, óbein vörn fæst fyrir óbólusettar konur, bein vörn fyrir drengi og karla, og einnig karla sem stunda kynlíf með körlum.37 The Strategic Advisory Group of Experts on Immunization (SAGE) ráðleggur að við HPV bólusetningar skuli markmiðið að fyrirbyggja leghálskrabbamein vera í forgangi, sem sýnt hefur verið fram á að sé best gert með því að bólusetja stúlkur áður en þær fara að stunda kynlíf. SAGE tekur fram að bólusetning óháð kyni gæti komið til greina með sjúkdómsbyrði, kynhegðun, jafnrétti og hagkvæmni innan hvers lands í huga. Með aukinni bólusetningarþekju meðal stúlkna næst hjarðónæmi fyrir drengi. SAGE mælir með HPV bólusetningu fyrir einstaklinga með HIV smit eða aðra ónæmisbælingu.37 Samkvæmt nýlegri safngreiningu (meta- analysis) virðast vera sterk áhrif af því að bólusetja einungis stúlkur, jafnvel með aðeins 20% bólusetningarþekju. Niðurstöður benda einnig til að unnt sé að útrýma HPV 16, 18, 6 og 11 með 80% bólusetningarþekju meðal stúlkna og drengja ef hárri bólu- setningarþekju er haldið yfir tíma.38 Sjúkdómsbyrði HPV tengdra sjúkdóma Bólusetning drengja dregur úr sjúkdóms- byrði karla og verndar konur sem eru ekki bólu settar með því að trufla smitleiðir.37 HPV bóluefni veitir allt að 75% vörn gegn endaþarmsopskrabbameini og 100% vernd gegn HPV tengdum krabbameinum í kyn- færum karla. Það er þó háð því að drengir séu bólusettir ungir, áður en þeir verða útsettir fyrir HPV. Því gæti reynst erfitt að bólusetja hóp eins og karla sem stunda kynlíf með körlum þegar bólusetning þarf að eiga sér stað á barnsaldri.7 Endaþarmsopskrabbamein eru ekki algeng en tíðni þeirra virðast vera aukast um 2% á ári meðal kvenna og karla, sér- staklega meðal karla sem stunda kynlíf með körlum.39 Endaþarmsopskrabbamein hefur verið tengt við smit af HPV sermis- gerðum 16 og 18, og er forstig hágráðu enda þarmsops innanþekjukirtils æxlis- myndunar (intraepithelial neoplasia) af stigi 2 og 3.40 Rannsókn var gerð þar sem 602 karlar á aldrinum 16-26 ára sem stunduðu kyn líf með körlum fengu annað hvort $ór- gilt HPV bóluefni gegn HPV 6, 11, 16 og 18 eða lyfleysu. Markmið rannsóknarinnar var að meta forvarnargildi $órgilda HPV bóluefnisins á endaþarmsops innan þekjukirtils æxlismyndunar og enda þarmsopskrabbameins. Niður- stöður rann sóknarinnar voru að $órgilt HPV bóluefni minnkaði tíðni innan- þekjukirtilsæxlismyndunar í enda- þarmsopi, þá einnig af stigi 2 og 3, meðal karla sem stunda kyn líf með körlum.41 Önnur stór rannsókn var gerð meðal 4065 drengja á aldrinum 16-26 ára sem sýndi fram á að $órgilt HPV bólu efni virkaði sem forvörn gegn HPV 6, 11, 16 og 18 smita og gegn sjúkdómum tengdum þeim.42 Rannsókn á ungu fólki í Bandaríkjunum skoðaði tíðni HPV sýkinga í munni borið saman milli bólusettra og ekki bólusettra frá árinu 2011 til 2014. Algengi HPV 16, 18, 6 og 11 sýkinga í munni var marktækt lægra meðal bólusettra (0,11% miðað við 1,61%; P adj = 0,008) sem samsvarar 88,2% lækkun þegar búið var að leiðrétta fyrir aldri, kyni og kyn- þætti. Algengi HPV 16, 18, 6 og 11 sýkinga í munni meðal karla var marktækt lægra meðal bólusettra  (0,0% miðað við 2,13%; P adj = 0,007).43 Samkvæmt rannsókn frá Ástralíu getur aukin bólusetningarþekja nánast leitt til útrýmingar á kynfæravörtum í bæði gagnkynhneigðum konum og körlum. Hannað var líkan til að spá fyrir um breytingar á tíðni kynfæravarta vegna bólusetningar gegn HPV 6 og 11. Líkanið sýndi niðurstöður í samræmi við raunverulega lækkun á tíðni kyn færa varta og spáði enn frekari lækkun á tíðni á næstu áratugum með tilkomu bólusetningar drengja, nánast útrýmingu veiranna. Aftur á móti er mikilvægt að hafa í huga að ólík- legt er að útrýming kynfæravarta eigi sér stað í raunveruleikanum. Líkanið gerði ekki ráð fyrir framlagi kynfæravarta frá innflytjendum og ferðalöngum, einnig gerði líkanið ekki heldur ráð fyrir körlum sem stunda kynlíf með körlum sem hafa lítið gagn af núverandi bólusetningaráætlunum miðuðum að konum.44 Ný gögn frá Ástralíu sýna mikilvægar en ekki tölfræðilega mark tækar niðurstöður á fækkun smita HPV16/18 (RR=0,37 [95% CI 0,12–1,0]) frá upphafi bólusetningar gegn HPV óháð kyni.37 Önnur gögn frá Englandi sýna 30,6% og 25,4% lækkun á kynfæravörtum meðal 15-19 ára stúlkna og drengja frá upphafi bólusetningar gegn HPV óháð kyni. Meðal kvenna á aldrinum 20-39 ára sem höfðu ekki beina vernd gegn HPV var marktæk lækkun á tíðni kynfæravarta (RR=0,68 [95% CI 0,51–0,89]). Einnig var marktæk lækkun á tíðni kynfæravarta meðal eldri karla (RR=0,82 [95% CI 0,72–0,92]).37 Til eru gögn sem styðja tengsl HPV við ófrjósemi, þar sem HPV getur lagst á sæðis- frumur. Gögnin sýndu að konur sem fengu sæðis uppsetningu með HPV neikvæðu sæði voru $órum sinnum líklegri að fá heppnaða þungun miðað við konur sem fengu sæðis- upp setningu með HPV jákvæðu sæði. Bólu- setning gegn HPV meðal drengja gæti því verið forvörn gegn ófrjósemi.45 Í yfirlýsingu frá 2020 tilkynntu European Board & College of Obstetrics and Gynaecology (EBCOG) að nýjustu vísbendingar styðja kyn hlutlausar bólusetningar gegn HPV vegna áhrifa á sjúkdómsbyrði og út frá hag kvæmnis sjónarmiði. Á meðan bólu- setningar þekjan er ekki há, er bólusetning óháð kyni hagkvæm og verndar gegn HPV tengdum krabbameinum í bæði konum og körlum. Bólusetning meðal fullorðinna kvenna og karla er ekki hagkvæm. EBCOG hvetur því ráðgjafa Evrópusambandsins og stjórnendur heilbrigðismála um allan heim til að bólusetja bæði stúlkur og drengi gegn HPV fyrir 15 ára aldur. Samkvæmt EBCOG þarf háa bólusetningarþekju meðal stúlkna og drengja til að ná hjarðónæmi. Ef einungis stúlkur eru bólusettar er óvíst að hjarðónæmi náist gegn HPV tengdum krabbameinum meðal karla.7 Hagkvæmni Helstu rök gegn bólusetningu drengja eru að þær séu heilsuhagfræðilega óhag- kvæmar. 34 rannsóknir, sem flestar voru framkvæmdar í hátekjulöndum, voru teknar til skoðunar til að meta hagkvæmni bólusetninga óháð kyni. Þátttaka ungra drengja í bólusetningaráætlunum reyndist hagkvæm ef verð bóluefnis var lágt og bólusetningarþekjan lág.46 Þegar bólusetningarþekja kvenna var yfir 75%, reyndist ekki hagkvæmt að bólusetja óháð kyni miðað við að bólusetja ungar stúlkur á aldrinum 9-18 ára.46 Helstu þættir sem hafa áhrif á hagkvæmni bólusetninga eru hversu lengi bóluefni veitir vernd, verð bóluefnis og bólusetningarþekja.46 Annað nákvæmt kostnaðar líkan áætlar að bólusetning óháð kyni verði hagkvæm þegar sjúkdómsbyrði karla er einnig tekin til greina.47 Kynhlutlausar bólusetningaráætlanir þar sem drengjum er bætt við gætu þó aukið $árhagslega byrði ríkja með lágar eða meðalháartekjur sem gætu því lent í erfiðleikum með að innleiða og viðhalda bólusetningum. Í þessum ríkjum skiptir bólusetningarþekja og verð bóluefnis mestu máli í líkönum sem meta hagkvæmni bólusetningar óháð kyni. Ef bólusetningarþekja kvenna var meiri en 70-80% minnkaði hagkvæmni þess að bólusetja drengi líka. Sumar hag- fræðilegar rannsóknir hafa ekki tekið með í reikninginn víðtækan ávinning meðal karla, eins og það að koma í veg fyrir krabbamein í endaþarmsopi, munnholi, munnkoki, ytri kynfærum og kynfæravörtur. Með því að taka ekki þessa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.