Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 50

Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 50
Læknaneminn48 Aðrar leiðir til að komast undan áhrifum beta-laktam ly$a eru til, og enn fremur hafa sumar bakteríur ekki frumuvegg (t.d. Mycoplasma pneumoniae, sem getur valdið ódæmigerðri lungnabólgu). Þess vegna þurfum við önnur sýklalyf til að ráða niðurlögum þessara baktería (þó ónæmi geti þróast gegn öllum sýklaly$um sem fyrir- finnast, ekki aðeins beta-laktam ly$um). Mjög stór hópur sýklaly$a truflar myndun prótína með því að hindra virkni ríbó sóma. Þessi lyf eru gjarnan bakteríu- hemjandi, þó það séu undantekningar á þessu. Helstu flokkarnir eru: • Amínóglýkósíð: hér ber helst að nefna lyfið gentamísín, sem má aðeins gefa í æð og virkar aðeins á GN bakteríur. • Tetrasýklín: algengasta lyfið hérlendis er doxýsíklín. • Makrólíðar: hérlendis er aðallega notast við asítrómýsín og klarítrómýsín. • Linkósamíð: aðallyfið hér er klindamýsín. Nokkur sýklalyf hafa áhrif á myndun og $ölföldun erfðaefnis, en hér ber helst að nefna fólathindrana (hindra efna- skipti fólats) og kínólón (hindra aðgengi að erfðaefni). Fólathindrarnir eru tveir: trímetóprím og súlfametoxazól. Ein sér virka þessi lyf aðallega sem bakteríuhemjandi en saman eru þau bakteríudrepandi. Margar gerðir kínólóna eru til en hér á landi notum við aðallega sípró floxasín (levófloxasín er til á formi augn dropa). Þessi lyf eru aðallega bakteríu- drepandi. Síðan eru nokkur sýklalyf sem hafa flóknari verkunarmáta, til að mynda metrónídasól sem hefur bein skemmandi áhrif á erfðaefni loftfirrtra baktería. Almennt gildir að ekkert eitt sýklalyf er alltaf rétta valið fyrir tiltekna bakteríu eða bakteríusýkingu. Hins vegar eru nokkur grunnatriði sem gilda í flestum tilfellum: • Nokkur beta-laktam sýklalyf eru algengari í klínískri vinnu - helstu dæmin eru bensýl- og fenoxýmetýlpenisillín (þröngvirk penisillín sem eru gefin í æð eða um munn, hvort um sig), amoxisillín/ ampisillín (gefið stundum með beta- laktamasa hindranum klavúlanik sýru), díkloxasillín/kloxasillín (gefið við sýkingum vegna Staphylococcus aureus), sefasólín (þröngvirkt kefalósporín sem virkar best gegn Streptococcus pyogenes og S. aureus), seftríaxón (gefið í æð gegn margvíslegum GN bakteríum ásamt Streptococcus pneumoniae) og pivmesillinam (gefið um munn við GN stöfum sem valda blöðrubólgu). • Önnur beta-laktam lyf eru notuð hérlendis gegn sérlega þolnum bakteríum (t.d. P. aeruginosa) eða þegar þörf er á mjög breiðvirkri meðferð. Þar ber helst að nefna seftazidím, piperasillín (alltaf gefið með beta-laktamasa hindranum tazóbaktam), merópenem og ertapenem (síðastnefnda lyfið virkar ekki gegn P. aeruginosa). • Makrólíðar eru aðallega gefnir samhliða seftríaxón við alvarlegri bakteríulungnabólgu en má einnig nota við endurteknum öndunarfærasýkingum meðal einstaklinga með teppusjúkdóma í lungum. • Amínóglýkósíð (t.d. gentamísín) og glýkópeptíð (t.d. vankómýsín) eru nær einvörðungu gefin í æð og því aðallega gefin við alvarlegri sýkingum inni á spítala. Amínóglýkósíð virka einungis gegn GN bakteríum meðan að glýkópeptíð virka einungis gegn GP bakteríum. • Doxýsýklín gagnast aðallega sem meðferð við bakteríum sem halda sér innan frumna okkar - þar má t.d. nefna M. pneumoniae og Chlamydia trachomatis. • Trímetóprím og súlfametoxazól eru gjarnan gefin saman (þá skammstafað sem TMP-SMX) og hefur notkun þeirra minnkað undanfarið. Hins vegar er lyfið gagnlegt til meðferðar við flóknari þvagfærasýkingum ásamt því að vera kjörlyf til fyrirbyggingar á vissum sýkingum meðal ónæmisbældra einstaklinga (sýkingar með Toxoplasma gondii og Pneumocystis jirovecii). • Síprófloxasín hefur einnig minnkað í vinsældum, m.a. vegna sjaldgæfra aukaverkana (óráð, hásinaslit, $öltaugakvilli) og tengsla við myndun æðagúla. Hins vegar virkar lyfið gjarnan vel gegn vissum GN bakteríum sem eru annars ónæmar gegn öðrum sýklaly$um (t.d. P. aeruginosa). • Metrónídasól er gefið við sýkingum vegna loftfirrðra baktería. Hérlendis er þetta m.a. kjörlyfið við sýkingum vegna Clostridioides difficile, sem getur valdið alvarlegum ristilbólgum í kjölfar sýklaly$ameðferðar. Klindamýsín virkar einnig vel gegn loftfirrðum bakteríum en hefur takmarkaða gagnsemi í samanburði við metrónídasól. Þetta er ógrynni af ly$um, flokkum og nöfnum - því er ekkert skrítið að fáir ly$aflokkar reynast eins flóknir að skilja og sýklalyf. Til einföldunar má styðjast við nokkrar spurningar varðandi notkun sýklaly$a: Hvaða bakteríur gætu verið orsakavaldar? Ef þið eruð með sjúkling með mögulega bakteríusýkingu skiptir gífurlegu máli að átta sig á hvaða bakteríur gætu verið orsakavaldar. Í næstum öllum tilfellum veit maður þetta ekki með vissu fyrst um sinn, og sýklaly$ameðferð er gefin sem samræmist líklegustu sýkingarvöldunum. Slík sýklaly$ameðferð er kölluð empirísk (empiric), og þar sem að margar bakteríur geta oftast verið orsakavaldar byrjum við gjarnan á breiðvirkri sýklaly$ameðferð. Það er einnig af þessari ástæðu sem ekkert eitt sýklalyf er alltaf rétt fyrir tiltekna sýkingu, því að ótrúlega margar breytur geta haft áhrif á hvaða sýkingarvaldar eru undirliggjandi. Hafa öll viðeigandi sýni verið tekin? Stundum eru líklegir orsakavaldar það algengir, og sýking það væg, að empirísk meðferð dugar ef sjúklingurinn svarar meðferðinni vel og örugglega. Þetta á hins vegar síður við í alvarlegri sýkingum og almennt innan spítala. Þá skiptir miklu máli að taka nauðsynleg sýni til að geta betur ákvarðað orsakavald sýkingar (ef baktería er yfirhöfuð orsakavaldur). Þá eru viðeigandi sýni tekin og send í frekari rannsóknir: smásjárskoðun, Gram-litun, ræktun, næmispróf og önnur sérpróf. Ef sýni eru tekin eftir upphaf sýklaly$ameðferðar fara heimtur hratt minnkandi, sem endar með því að líkur á að finna orsakavaldinn minnka um leið. Þarf að gefa sýklalyf? Ekki allar sýkingar eru vegna baktería - margar veirusýkingar (og vissulega sýkingar af völdum annarra sýkla) geta líkst birtingarmynd bakteríusýkinga. Því þarf hverju sinni að átta sig á hvort einkenni sjúklings og teikn séu þess eðlis að þurfa sýklaly$ameðferð. Þetta er alls ekki auðvelt verk og stundum er svarið ekki einhlítt. Ef vafi er til staðar og einkenni sjúklings væg má oft bíða og endurmeta stöðuna eftir nokkra daga. Í vissum tilfellum er hægt að styðjast við klínískar leiðbeiningar um þetta efni. Mikilvægt er að komast hjá óþarfa sýklaly$ameðferð eins og hægt er. Þarf að nota bakteríuhemjandi eða bakteríudrepandi sýklalyf? Sum sýklalyf eru einungis bakteríu- hemjandi, á meðan önnur eru einungis bakteríu drepandi; enn önnur geta verið annað hvort eftir því um hvaða bakteríu eða sýkingu ræðir. Bakteríuhemjandi sýklalyf leiða oftast til dauða baktería, en þau gera það með aðeins öðrum hætti m.v. bakteríudrepandi sýklalyf. Margar bakteríur eru háðar því að geta $ölgað sér hratt og örugglega - ef þetta tekst ekki ná bakteríurnar ekki að viðhalda sér á sýkingar stað. Gegn slíkum bakteríum virka bakteríuhemjandi sýklalyf sérstaklega vel. Einnig aðstoðar ónæmiskerfið okkar við baráttuna gegn bakteríum, hvort sem við notum sýklalyf eða ekki. Ónæmiskerfið spilar líklegast stærri þátt í niðurlagi sýkingar við notkun bakteríuhemjandi sýkla ly$a m.v. bakteríudrepandi sýklalyf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.