Læknaneminn - 01.04.2021, Side 55

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 55
53 Helsta markmið laganna var að tryggja að börn sem fæðast með ódæmi- gerð kyneinkenni njóti réttar til líkam- legrar friðhelgi sem og fullkomnustu heil brigðisþjónustu sem völ er að veita á hverjum tíma.6 Þurfi af heilsufarslegum ástæðum að gera varanlegar breytingar á kyneinkennum barns, sem ekki er orðið 12 ára, en getur gefið fram vilja sinn, skal hafa barnið með í ráðum við undirbúning ákvörðunar um varanlega breytingu á kyn einkennum þess, í samræmi við þroska barnsins. Sé barnið eldra en 12 ára skal ávallt hafa það með í ráðum. Eftir 16 ára aldur þarf skriflegt leyfi einstaklingsins og sé barnið á aldrinum 16–18 ára þarf jafnframt að fara fram mat hjá teymi barna- og unglingageðdeildar um kynvitund sem staðfestingu á því að inngripið sé barninu fyrir bestu. Í öllum tilfellum skal heilbrigðis starfsfólk sem veitir meðferð skrá með ferðina í sjúkraskrá og veita landlækni upplýsingar um $ölda þeirra og eðli ásamt aldri þeirra sem undirgangast þær.3 Undantekningar Eins og fyrr hefur komið fram eru tvö undan tekningartilfelli þar sem áfram verður löglegt að beita óafturkræfri meðferð. Það eru skurðaðgerð vegna of stuttrar þvag- rásar og ly$ameðferð vegna vanvaxtar á typpi. Þessi tilfelli eru til undantekningar þar sem mestur ávinningur er fenginn ef þær eru framkvæmdar sem fyrst eftir fæðingu, en í því felst að barnið getur ekki gefið samþykki.1 Of stutt þvagrás er þegar opnun þvagrásar er staðsett undir typpinu en ekki fremst. Um er að ræða meðfætt ástand sem gerist í fósturþroska. Skurðaðgerð vegna þessarar gerðar breytileika er misstór eftir því hve langt þvagrásaropið er staðsett frá hefðbundinni staðsetningu. Þessi gerð frávika hefur skiljanlega áhrif á þvaglát viðkomandi, en geta einnig í framtíðinni valdið erfiðleikum við samfarir. Stutt þvagrás hefur ákveðna sérstöðu miðað við önnur ódæmigerð kyneinkenni þar sem í flestum tilfellum er um skýr karlkyns kyneinkenni að ræða, en staðsetning þvagrásar er óvenjuleg. Góð reynsla er af þessum aðgerðum hérlendis og ávinningur fólginn í því að þær séu gerðar snemma. Þó verður að hafa í huga að öllum aðgerðum fylgir einhver áhætta og aðgerðir kunna að hafa í för með sér fylgikvilla.1 Samkvæmt gildandi stöðlum og fram- kvæmd er greining vanvaxtar á typpi byggð á tveimur þáttum; að typpi sé með ,,eðlilegt form’’, það er að þvagrásarop sé á enda typpisins og að typpið sé staðsett á dæmigerðum stað miðað við pung og önnur líffæri og að typpi sé meira en 2,5 staðalfrávikum undir viðeigandi meðaltali. Meðferðin felst í því að barni er gefið testósterón, almennt í formi gels eða plásturs á húð, um þriggja mánaða aldur. Þessi meðferð er stutt og henni er lokið fyrir eins árs aldur. Testósterónmeðferð er aðeins möguleg fyrstu mánuðina eftir fæðingu. Meðferðin telst örugg og ekki er vitað um sérstaka fylgikvilla. Þá er mikil og jákvæð reynsla af meðferðinni hér á landi og erlendis.1 Báðar ofangreindar undantekningar varða útlitslega, félagslega og/eða sál- félags lega þætti en eru ekki gerðar á grundvelli brýnna heilsufarslegra ástæðna. Hagsmunasamtökin Trans Ísland og Intersex Ísland hafa gagnrýnt undanþágurnar1 og vísar Intersex Ísland til þeirra raka að rannsóknir hafi sýnt að meðferð sé framkvæmanleg síðar á lífsleiðinni og jafnvel með betri árangri.4 Hver er staðan á heimsvísu? Í gegnum tíðina hafa aðgerðir verið framkvæmdar á börnum með ódæmigerð kyn einkenni og hefur þetta efni verið til umræðu bæði hjá samtökum hér á landi og eins ýmsum alþjóða- og mann- réttindasamtökum. Meðal þeirra mann- réttinda reglna sem vísað hefur verið til varðandi þessar aðgerðir eru sem dæmi bann við ómannúðlegri meðferð, réttur til líkamlegrar friðhelgi, réttur til heilsu, réttindi barna og bann við mismunun. Árið 2017 hvatti þing Evrópuráðsins aðildarríki til að banna ónauðsynlegar normalíserandi aðgerðir (sex-normalising operations) og aðrar meðferðir sem framkvæmdar eru á intersex börnum án samþykkis þeirra.1 „Í gegnum tíðina hafa aðgerðir verið framkvæmdar á börnum með ódæmigerð kyn einkenni og hefur þetta efni verið til umræðu bæði hjá samtökum hér á landi og eins ýmsum alþjóða- og mann- réttindasamtökum.“ Ódæmigerð kyneinkenni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.