Læknaneminn - 01.04.2021, Side 56

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 56
Læknaneminn54 Malta Á Möltu voru sett lög um kynvitund, kyn- tjáningu og kyneinkenni árið 2015. Þar er ólöglegt fyrir lækna og aðra sérfræðinga að framkvæma meðferðir eða aðgerðir sem úthluta kyni eða fela í sér inngrip á kyneinkennum barns ef hægt er að fresta henni þar til viðkomandi getur gefið samþykki. Lögin hafa hlotið mikla athygli. Þau hafa verið nefnd í tilmælum alþjóðastofnana sem möguleg fyrirmynd en takmörkuð reynsla er af þeim.1 Portúgal Ný löggjöf var sett í Portúgal árið 2018 sem hefur vakið athygli alþjóðastofnana. Þar eru verulegar takmarkanir settar á læknis- meðferðir á börnum með ódæmigerð kyn- einkenni. Lögin hafa þó hlotið gagnrýni, meðal annars af því að meðferðir eru leyfðar eftir að kynvitund barns er tilkomin þrátt fyrir óskýran mælikvarða um kynvitund. Einnig hefur það verið gagnrýnt að lögin kunni að fela í sér hættu á að börn fái ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna þessara miklu takmarkana og vegna þess að ekki er gerð sérstök krafa um málsmeðferð til að leiða afstöðu barns í ljós með sjálf- stæðum hætti.1 Norðurlöndin Í Danmörku má ekki framkvæma skurð - aðgerðir á börnum nema læknis fræði leg ástæða sé til staðar, samkvæmt upp- lýsingum frá danska heilbrigðis ráðu- neytinu. Allar aðgerðir kre$ast samþykkis frá 15 ára aldri en fyrir þann aldur skal fara eftir vilja barns. Læknir skal ræða alla mögu leika og ákvarðanir við $ölskyldu viðkomandi einstaklings með ódæmigerð kyn einkenni og skal barn eða ungmenni fá að vera með í ráðum í samræmi við aldur og þroska. Óheimilt er að gera aðgerðir sem byggjast aðallega á útlitslegum þáttum. Í Finnlandi er stefna ríkisstjórnarinnar að styrkja réttindi barna með ódæmigerð kyn einkenni. Einnig er stefnt að því að banna ónauðsynlegar skurðaðgerðir á kyn færum ungbarna vegna útlits. Rætt hefur verið um mögulega löggjöf um læknis fræðilega nauðsynleg inngrip en skiptar skoðanir eru innan finnska lækna- samfélagsins. Í Svíþjóð gáfu stjórnvöld nýlega út nýjar klínískar leiðbeiningar um ódæmigerð kyn einkenni fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Þar er lögð áhersla á aðhaldssemi við val á meðferðum í tengslum við skurðaðgerðir á kyn færum og kynkirtlum áður en ein- staklingur getur veitt samþykki. Þá má samkvæmt leiðbeiningunum í undan- tekningar tilvikum framkvæma skurðaðgerð á sníp og/eða ytri kynfærum og leggöngum.1 Samantekt Nýleg breyting á lögum um kynrænt sjálf- ræði felur í sér aukna vernd fyrir börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Með þeim er tryggt að óafturkræfar aðgerðir verði almennt ekki framkvæmdar á börnum sem geta ekki sjálf tekið ákvarðanir um slíkar aðgerðir. Frá þessari meginreglu er þó að finna undantekningar í þeim tilfellum þar sem heilsufarslegar ástæður kre$ast þess að aðhafst sé, en einnig í þeim tilfellum þegar barn fæðist með stutta þvagrás eða vanvöxt á typpi. Heimildir 1. Forsætisráðuneyti Íslands. Tillögur starfshóps um málefni barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni; Skýrsla. Stjórnarráðið, Reykjavík 2020. https://www.stjornarradid. is/library/04-Raduneytin/ ForsAetisraduneytid/Sk%C3%BDrsla%20 starfsh%C3%B3ps_180920_ loka%C3%BAtg%C3%A1fa.pdf 2. Lög um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019 (ódæmigerð kyneinkenni). 3. Lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 4. Kitty Andersen. Skilgreining á hugtakinu Intersex samkvæmt Intersex samtökum. Júní 2021 5. Chan, YM og Levitsky, LL. Evaluation of the infant with atypical genital appearance (difference of sex development). UpToDate. Hoppin AG. 2021. 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 (ódæmigerð kyneinkenni). Þingskjal 721,151. Löggjafarþing 22. mál: kynrænt sjálfræði (ódæmigerð kyneinkenni). „Nýleg breyting á lögum um kynrænt sjálf ræði felur í sér aukna vernd fyrir börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.