Læknaneminn - 01.04.2021, Page 59
Endurskipulagning sjötta árs57
gæta samfellu í handleiðslunni. Munu
nemendur þurfa að uppfylla hin ýmsu
hæfniviðmið sem stuðla að því að þeir
fái þjálfun í faglegri nálgun við almenn
læknis verk, þverfaglegum vinnubrögðum
og samvinnu, klínískri ákvarðanatöku og
skráningu og almennum starfsháttum
lækna. Nemendum verða falin störf við að
sinna sjúklingum með almenn, alvarleg
og bráð sjúkdómstilvik undir handleiðslu
ábyrgra lækna. Stefnt er á að læknanemar
fái endurgjöf á sína vinnu jafnóðum frá
hand leiðara og geti því nýtt þennan tíma
til að bæta sína klínísku vinnu. Einnig
munu læknanemar færa logbók, ePortfolio.
Með fram þessu verður reglubundin fræðsla
sem felst í vikulegri fræðslu um verklag á
spítala, hádegisfundum þar sem farið verður
í gegnum spurningabanka og vikulegum
kennslustofugöngum. Á þetta allt að dýpka
klíníska kunnáttu læknanema og gera þá
undirbúnari til starfa á sérnámsgrunnsári
með lækningaleyfinu sem því fylgir.
Lokaorð
Enn er óljóst hvernig breytingarnar á sjötta
námsárinu munu reynast en þegar þetta
blað kemur út hefur nýja fyrirkomulagið
þegar tekið gildi. Viðbúið er að þar sem
breytingarnar koma til án mikils fyrirvara
verði einhverjir hnökrar á leiðinni, en ég hef
fulla trú á því að það verði hægt að greiða
úr þeim jafnóðum með góðu samstarfi
nemenda og Læknadeildar. Sem læknanemi
sem mun he$a sjötta námsárið í haust er
ég spennt að fá að upplifa þessar breytingar
og hef trú á að þær séu af hinu góða. Vil ég
þakka Læknadeild fyrir snögg viðbrögð við
þeim vanda sem við blasti á vormánuðum
og öllum þeim sem komu að þessari
endurskipulagningu fyrir sína góðu vinnu.
Heimildir
1. Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð
um menntun, réttindi og skyldur lækna og
skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi
og sérfræðileyfi, nr. 467/2015.
Þökkum gott samstarf