Læknaneminn - 01.04.2021, Side 74

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 74
72 Læknaneminn Hlaðvarpsmeðmæli sérnámslækna Unnur Lilja Úlfarsdóttir Sérnámslæknir í skurðlækningum Hlaðvarpið Surgery 101 er sniðugt fyrir lækna nema. Þar eru stuttir og hnit- miðaðir þættir um ákveðin efni í öllum greinum skurðlækninga. Einnig er hægt að skoða LEGO surgery en það eru stutt og skemmtileg myndbönd þar sem einfaldar skurðaðgerðir eru útskýrðar með legóköllum. Behind the knife er hlaðvarp um almennar skurðlækningar, þar er farið aðeins dýpra í efnið með lengri þáttum. Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt og hefur reynst mér vel. Berglind Bergmann Sérnámslæknir í lyflækningum Ég mæli með Clinical Problem Solvers hlað- varpinu! Þetta er ekki einungis hlaðvarp heldur líka smáforrit og frábær vefsíða með allskyns gagnlegum greiningar skemum tengdum mikilvægum við fangsefnum í lyfl æknis fræði. Þetta er algjör $ársjóður! Hlað varpið samanstendur af margs konar týpum af þáttum og ég mæli sérstaklega með þáttunum sem heita Human Dx, Clinical Unknown og RLR. Þetta eru greiningarþættir þar sem eitt tilfelli er tekið fyrir og nokkrir aðilar, blindaðir fyrir tilfellinu, leysa tilfellið ,,in real time". Þetta eru yfirleitt frábærir þættir og mjög lærdómsríkir, en þau nota gjarnan aðferða fræði clinical reasoning við að leysa tilfellin sem ég er mjög hrifin af. Það er hins vegar ágætt að nefna að þáttastjórnendur eru gríðar lega jákvæðir fyrir viðmælendum sínum og dásama þá í hvert mál en þau eru að reyna að búa til jákvætt umhverfi þar sem allir þora að hugsa upphátt og taka þátt í umræðunni. Verð að nefna Curbsiders í lokin, en það þekkja núorðið allir það hlaðvarp!Anna Kristín Gunnarsdóttir Sérnámslæknir í geðlækningum Uppáhalds hlaðvörpin tengd mínu sérnámi eru tvö og má finna bæði á Spotify. Annars vegar er það PsychEd en stjórnendur þess eru sérnámslæknar í geðlækningum í Kanada. Þau $alla um hvernig skal greina og meðhöndla geðsjúkdóma ásamt öðru sem getur komið að gagni í klínískri vinnu. Hins vegar er það hlaðvarpið Psychopharm Updates á vegum Psychopharmacology Institute. Þar er stiklað á stóru á skemmri tíma og farið hnitmiðað yfir meðferðarmöguleika við ýmis konar geðröskunum. Finnbogi Ómarsson Sérnámslæknir í barnalækningum Peds in a pod er mitt uppáhalds podcast um barnalæknisfræði. Gott yfirlit yfir helstu atriði barnalæknisfræðinnar. Mjög $ölbreytt efni með mörgum undirsérgreinum. Rætt við sérfræðinga í faginu sem auka þekkingu hlustandans og koma oft með góðar perlur sem nýtast í starfi. Þægileg lengd og komið beint að efninu. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir Sérnámslæknir í bráðalækningum og stofnandi @dr.ladyreykjavik á Instagram Læknisfræðihlaðvörp eru án efa mín uppáhalds leið til símenntunar þessa dagana. Eftir að ég útskrifaðist úr grunnnáminu hafði ég mjög háleitar hugmyndir um að halda áfram að lesa og læra daglega til að halda þekkingunni við og öðlast nýja. Ég komst fljótlega að því að sérnám og vinna tekur sinn toll af bæði orku og tíma og áður en maður veit af tekur hversdagurinn yfir. Hlaðvörp koma hins vegar þar sterkt inn - það er svo ótrúlega handhægt að hlusta á einn þátt t.d. á meðan maður er að keyra eða í ræktinni. Mín uppáhalds hlaðvörp eru: • The St. Emlyn ś Podcast: Líklega það hlaðvarp sem ég hlusta hvað mest á - frábært hlaðvarp sem færir þér allt það nýjasta úr heimi bráðalækninga. Ég mæli sérstaklega með því fyrir læknanema sem hafa áhuga á að kynna sér bráðalækningar nánar því þau eru með ókeypis prógramm sem er sérhannað fyrir læknanema og kandídata sem eru að stíga sín fyrstu skref á bráðamóttöku. Prógrammið er að finna inni á vefsíðunni þeirra og einn hlaðvarpsþáttur fylgir hverjum kafla. • EM:RAP: Að öllum líkindum vin sælasta hlaðvarpið innan bráða lækninga heimsins. Það er reyndar ekki einungis hlaðvarp heldur vefsíða með tilheyrandi appi þar sem hægt er að nálgast ógrynni hlaðvarpsþátta, myndbönd, æfingaspurningar og praktísk yfirlit yfir alls kyns algeng vandamál á bráða móttökum. Maður þarf að greiða ár gjald fyrir aðgang en læknanemar og sér náms læknar fá góðan afslátt og aðgangurinn margborgar sig að mínu mati. • The Curbsiders: Að mínu mati langbesta hlaðvarpið um almennar lyflækningar. Frábærir þættir þar sem þau taka saman greinargóð yfirlit yfir ákveðin efni innan lyfl ækninga. Auk þess eru “hot cakes” þættirnir þeirra í sérstöku uppáhaldi hjá mér en í þeim fara þau yfir nokkrar nýlegar greinar sem þau telja vera “practice- changing” eða með öðrum orðum svo gagnlegar að innihald þeirra breyti því hvernig við stundum læknisfræði dag frá degi!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.