Læknaneminn - 01.04.2021, Side 81

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 81
Við erum á Facebook og Instagram /Augljos Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is L A S E R AUGNAÐGERÐIR Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir Við erum á Facebook og Instagram /Augljos Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is L A S E R AUGNAÐGERÐIR Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir 79 Hinir klínísku sjálfsalar Hringbraut: Starfsmannainngangur við Eiríksgötu Einna helst nytsamlegur til að grípa sér eitthvað á leiðinni inn að morgni. Staðsettur við línherbergið á Hringbraut og því hægt að nýta tækifærið þegar maður tekur sér föt. Þessi er fyrir hinn forsjála læknanema enda getur smá gotterí gert dimma vetrardaga bærilega. Vert að nefna þó í þessu samhengi að ekkert matarkyns fæst í þessum sjálfsala svo ef stjörnurúlla er ekki þinn „breakfast of choice“ þá myndi ég bara skauta framhjá. Gott úrval af orkudrykkjum þó sem getur reynst hentugt ef maður er illa sofinn og það er stutt í grill á stofugangi. Ef maður kemst stabíll framhjá honum að morgni er hann þó vita gagnslaus og úr alfaraleið það sem eftir lifir dags. Hringbraut: Kringlan Fjórir veglegir sjálfsalar, allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Virkilega gott drykkjaúrval, til að mynda hægt að fá Coke í plasti, dós OG gleri. Selur samlokur og ve$ur. Þrátt fyrir að vera ekki beinlínis miðlægt eru þessir sjálfsalar einna þægilegastir til að hlaupa í þegar maður er á lyflækningadeildum eða skurðstofum. Hægt að stoppa og spjalla við konuna í Rauða Kross búðinni á móti og skoða hinar ýmsu nauðsynjavörur sem þar fást. Þessir fá smá frádrátt fyrir að vera oft með stæla og þykjast bara taka við peningum. Hringbraut: Barnaspítalinn, á fyrstu hæð við BMB Krúttlegt lítið horn með þremur sjálfsölum, þar á meðal Coke sjálfsalanum fræga. Hentug staðsetning þegar maður er í fyrirlestrum í Hringsalnum. Líður aðeins fyrir að vera nálægt dásamlegri ka,sölu Hringskvenna. Ef maður er heppinn er hægt að fá samloku eða jógúrt en það klárast þó yfirleitt um hádegi. Eini sjálfsalinn sem fannst við þessa rannsókn sem selur ka,. Gott að vita af því ef maður leggur ekki í sírópska,ð í matsalnum og er of lítill í sér til að smygla sér í pumpurnar á deildunum. Hringbraut: Kvennaspítalinn, undir stiganum á fyrstu hæð Ágætlega falinn. Gott að leita til ef þessi á Barnaspítalanum klikkar. Oft nóg eftir af samlokum og líka hægt að fá skyr. Samlokurnar eru líka flokkaðar eftir tegundum sem er alls ekki algilt í sjálfsölum spítalans. Stendur nálægt lyftunni á kvenna og því fljótlegt að nálgast af öllum deildum kvennaspítalans. Hægt að nýta ferðina og heimsækja eitt besta klósettið á Hringbraut sem er þarna rétt hjá (sjá um$öllun í Læknanemanum 2020). Þessi fær aukastig fyrir að selja „nipple covers“ en fleiri sjálfsalar mættu tileinka sér að selja aukahluti í takt við staðsetningu. Hringbraut: K-bygging (já, hún er til) Stakur, lítill sjálfsali sem geymir þó nokkurn veginn allar helstu nauðsynjar. Viðurkennum að þar fást hvorki samlokur né jógúrt en ólíkt mörgum sjálfsölum spítalans fást þarna próteinstykki og hnetumix. Einnig ágætt úrval af ko)índrykkjum miðað við hvað hann er lítill um sig. Ekki allir sem vita af þessum en hann er þó nær en maður heldur. Fallegt umhverfi og mikið um list, algjörlega þess virði að gera sér ferð til að taka út gripinn. Hringbraut: Geðdeild Sá sem kemur verst út í þessari úttekt. Áður en fráfarandi deildarforseti Læknadeildar mætir og skammar okkur skulum við útskýra af hverju. Til að byrja með er þessi sjálfsali staddur á geðdeildinni og er því illa aðgengilegur nema maður sé staðsettur á geðinu (nema maður labbi UTANHÚSS á leiðinni, bjakk). Einnig vill svo óheppilega til að hann er staðsettur við reykingaherbergi sjúklinga og því stendur maður í stybbunni þegar maður velur sér góðgætið. Þetta getur leitt til fljótfærnislegra ákvarðana og allt í einu stendur maður úti á miðju gólfi með dísæta smáköku og kókómjólk, nýbúinn að stela sér Óskajógúrti úr ísskápnum á BMG og kominn með hausverk af hyperglycemiu. Miðað við verðlagið í sjálfsölum spítalans getur þetta líka auðveldlega sett mann á hausinn. Þar að auki er ekki hægt að fá einn einasta ko)índrykk þarna. Og samlokurnar klárast yfirleitt um hádegi. Hann fær samt alveg einhverjar stjörnur því hann er yfirleitt með flott úrval af gotteríi. Fossvogur: Við stigann á annarri hæð Fjórir stórir. Keimlíkir þeim í Kringlunni en miðlæg staðsetning og veglegra úrval gerir þessa sjálfsala að góðum viðkomustað. Þeir virðast vera óþrjótandi uppspretta froskabrjóstsykurs, sem margur hefur ánetjast. Sá sem staðsetti þessa sjálfsala á hrós skilið, nálægt bæði lyftum og stiga og fólk af flestum deildum í Fossvogi ætti að geta stokkið í þá án þess að fara yfir velsæmismörk í skrefa$ölda. Þeir njóta þess vissulega við stigagjöfina að vera nánast þeir einu í Fossvogi og er samkeppnin því lítil. Hafa gerst sekir um að hafna kortum en enginn er fullkominn. Fossvogur: Endurkoma á BMT ? Sáum þessa einhvers staðar út undan okkur á ferð um bráðamóttökuna. Þeir virtust vera fullir af góðgæti og gersemum en við hættum okkur þó ekki nær þar sem þeir voru staðsettir á biðstofu sjúklinga. Mætti líkja við óopnaðan konfektkassa um jól þegar maður var barn, má bara horfa en ekki snerta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.