Læknaneminn - 01.04.2021, Síða 112

Læknaneminn - 01.04.2021, Síða 112
Læknaneminn110 Virkni inflúensubóluefnis á Íslandi: Árin 2014-2019 Elín Birta Pálsdóttir1, Valtýr Stefánsson Thors1,2, Ásgeir Haraldsson1,2, Íris Kristinsdóttir1 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins Inngangur: Inflúensa er árlegur vágestur sem veldur $ölda sýkinga, mest meðal barna og eldra fólks. Besta forvörnin gegn sýkingu er bólusetning en vegna hæfileika veirunnar til að stökkbreytast þarf að bólu setja árlega. Ár hvert er spáð fyrir um hvaða veirutegundir verða ríkjandi á næsta tímabili og þær síðan notaðar í bólu efni þess árs. Hversu vel tekst til að áætla hvaða veirutegundir verða ríkjandi ræður því m.a. hve góð virkni bóluefnisins verður. Af þessum sökum er virkni bóluefnisins mismunandi ár frá ári og gegn mismunandi veirutegundum. Mikil- vægt er að þekkja virknina til að áætla árangur bólusetningarinnar. Markmið rannsóknarinnar var að meta virkni inflúensubólusetninga á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Í rann sóknar- úrtakinu voru allir einstaklingar sem vegna gruns um inflúensu áttu sýni fyrir leit að inflúensuveiru á sýkla og- veirufræðideild Landspítalans. Rannsóknartímabilið var fimm inflúensutímabil, frá hausti 2014 til vors 2019. Úr bólusetningagagnagrunni Landlæknis fengust upplýsingar um hvort einstaklingar þýðisins væru bólusettir gegn inflúensu. Virkni bóluefnisins var metin í hópi einstaklinga > 60 ára en í þeim hópi er bólusetning ráðlögð og þekjun ásættanleg. Notast var við „test negative design“ rannsóknarsnið, sem er a(rigði af tilfella- viðmiða rannsókn, til þess að reikna virkni inflúensubóluefnisins. Þeir sem greindust jákvæðir fyrir inflúensu mynduðu hóp tilfella en þeir sem greindust neikvæðir voru hópur viðmiða. Gagnlíkindahlutfall (e. odds ratio, OR) inflúensu var reiknað með því að bera saman hlutfall bólusettra meðal þeirra sem voru sýktir af inflúensu og hlutfall bólusettra meðal þeirra sem ekki voru sýktir af inflúensu. Virkni bóluefnisins (e. vaccine effectiveness, VE) var síðan reiknuð með jöfnunni (1-OR)*100%. Niðurstöður: Staðfestar inflúensugreiningar á tímabilinu voru 1915, þar af 374 hjá börnum og 768 hjá öldruðum ( > 67 ára) sem eru mikilvægir hópar. Algengasta tegund inflúensu á tímabilinu var inflúensa A H3N2 sem greindist í 1007 tilfellum en 542 tilfelli voru af inflúensu B og 363 tilfelli inflúensu A H1N1pdm09. Virkni inflúensubóluefnisins var best inflúensu tímabilið 2016-2017 þegar hún var 36,6% (95%CI:15,3;52,7). Lakasta virknin var inflúensutímabilið 2018-2019 þegar hún var -128,3% (95%CI: -239,6; -53,3). Virkni inflúensubóluefnisins var 29,4% (95%CI: -17,2; 57,6) inflúensutímabilið 2014-2015, -42,8% (95%CI: -146; 16.9) inflúensutímabilið 2015-2016 og -21,6% (95%CI: -63; 9,6) inflúensutímabilið 2017-2018. Ályktanir: Inflúensufaraldrar á Íslandi eru svipaðir og í nágrannalöndunum. Ljóst er að margir fleiri fá inflúensu þó ekki séu tekin sýni og líklegt að sá hópur sem prófaður er fyrir inflúensu sé með meiri einkenni en aðrir. Ýmsir aðrir þættir geta haft áhrif á sýnatökur. Erfitt er að draga ályktanir um virkni inflúensubóluefna vegna þess hve þýðið var lítið (eingöngu metið fyrir > 60 ára). Af þessum niður- stöðum má þó draga þá ályktun að virkni bólu efnisins sé afar mismunandi milli ára og ekki nægilega góð fyrir þennan aldurshóp. Þessar niðurstöður gefa til efni til nákvæmari greiningar á virkni inflúensu- bóluefna til að bæta fyrirbyggjandi aðgerðir gegn útbreiðslu veirunnar. Pneumókokkar í nefkoki leikskólabarna 2016- 2020. Sýklalyfjanæmi og hjúpgerðir Emil Sigurðarson1, Helga Erlendsdóttir1,2, Ásgeir Haraldsson1,3 og Karl G. Kristinsson1,2 Læknadeild 1Háskóla Íslands, 2Sýkla- og veirufræðideild Landspítala, 3Barnaspítali Hringsins Inngangur: Pneumókokkar eru algeng orsök öndunarfærasýkinga og geta valdið ífarandi sýkingum. Sýklaly$aónæmi pneumókokka lækkaði í kjölfar upptöku ung barna bólu- setningar á Íslandi en hefur farið vaxandi undanfarin ár. Börn eru lykil smit berar pneumókokka til annarra aldurshópa. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er yfirstandandi þversniðskönnun. Rann- sóknin náði til 2236 barna frá 15 leikskólum á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt á tíma bilinu 2016-2020. Ne.oksýni voru tekin árlega í mars. Sýnunum var sáð til ræktunar á pneumókokkum. Hjúpgreining var gerð með Latex-kekkjunarprófi og PCR. Sýkla ly$anæmi var fundið með ly$askífum, stuðst við Eucast staðal, og Etest. Niðurstöður: Berahlutfall var 53%, 1184 sýni voru jákvæð fyrir pneumókokkum, þar af 94 með tvo stofna. Alls ræktuðust 1278 pneumókokka stofnar. Marktæk hækkun var á sýklaly$aónæmi eftirfarandi sýkla- ly$a 2016-2020, (p<0,01): erýtrómýsín (12,9 í 38,2%), tetrasýklín (11,8 í 25,2%), klinda mýsín (9,3 í 28,2%), trímetóprím- súlfametoxazól (11,5 í 22,1%), $ölónæmi (12,1 í 26,0%), minnkað penisillín næmi (18.8 í 58,0%). Aukning var á algengi hjúpgerðar 6C á tímabilnu 13,8 í 22,1% (p<0,01), og aukning á minnkuðu penisillín næmi þeirrar hjúpgerðar 32,7 í 75,9% (p=0,018). Aukning var á algengi hjúpgerðar 35B á tímabilinu úr 0,6 í 6,9% (p<0,001), minnkað penisillín næmi og erýtrómýsín ónæmi var hvort um sig 82%. Fjölónæmi var algengt hjá hjúpgerðum 6C (46,3%) og 15A (74,4%). Það var einnig algengt hjá hjúplausum stofnum (54,9%). Ályktanir: Sýklaly$aónæmi pneumó- kokka í ne.oki barna sem fór minnkandi er að aukast aftur. Mikilvægt er að huga að sýklaly$anotkun barna, fylgjast með faraldsfræði og sýklaly$anæmi pneumó- kokka. Meta þarf hvaða hjúpgerðir eru að valda aukningu á sýklaly$aónæmi og sjúkdómsbyrði á Íslandi. Eggjastokkahormón og kæfisvefn Erla S. Sigurðardóttir1, Þórarinn Gíslason1,2, Bryndís Benediktsdóttir1,3 og Kai Triebner4,5 1Faculty of Medicine, University of Iceland, Reykjavík, Iceland; 2 Department of Sleep, Landspitali University Hospital, Reykjavík, Iceland; 3Faculty of Medicine, University of Iceland, Reykjavík, Iceland; 4Department of Clinical Science, University of Bergen, Bergen, Norway; 5Core Facility for Metabolomics, University of Bergen, Bergen, Norway Inngangur: Kæfisvefn er svefnháð öndunar- truflun sem er algengari meðal karla en kvenna en sá munur dvínar með hækkandi aldri kynjanna. Orsakir þessa eru ekki fyllilega þekktar en skýringa mætti leita í hormónabúskap. Faraldsfræðilegar rann- sóknir sýna aukningu í algengi kæfisvefns hjá konum eftir tíðahvörf. Þar að auki hafa rannsóknir sýnt fram á verndandi áhrif estrógena og prógesteróns í ferlum er koma að meinmyndun kæfisvefns. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til 774 konu sem tók þátt í annarri eftir fylgd ferilrannsóknarinnar ,,Evrópurannsóknin Lungu og Heilsa” (e. ,,European Respiratory Health Survey” (ECRHS)). Tvíkosta aðhvarfsgreiningalíkani (e. logistic regression) var beitt til að kanna samband estrógena og prógesteróna við kæfi svefns- einkenni. Kvenhormónin (log-umbreyttum í grunni tveimur) voru mötuð inn í líkönin sem skýribreytu með föstum hópi hluta- breyta: BMI, aldri, menntunarstigi, rann sóknar miðstöð, reykingarvenjum og frjósemisaldri kvenna. Frjósemisaldur kvenna var metinn með stærðfræðilegum aðferðum út frá aldri, reykingarvenjum, $ölda eggjastokka og $ölda blæðinga síðast- liðið ár. Rannsóknin hefur hlotið leyfi vísindasiðanefndar VSN 11-121. Niðurstöður: Tvöföldun í plasmastyrk estróns og prógesteróns voru tengd 19% og 8% lægri gagnlíkindum á hrotum (Gagnlíkindahlutfall(GH): 0.81 , 95% öryggisbil(ÖB): 0.67-0.97 og GH: 0.91, 95%ÖB: 0.83-1.00). Tvöföldum í plasmastyrk 17β-estradíols, estróns og estrón 3-súlfats var tengt lægri gagnlíkindum á óreglulegri öndun í svefni (GH: 0.82, 95%ÖB: 0.71-0.95, GH: 0.77, 95%ÖB: 0.59-0.99 og GH: 0.83, 95%ÖB: 0.70-0.98). Önnur tengsl voru ekki marktæk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.