Læknaneminn - 01.04.2021, Side 116

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 116
Læknaneminn114 monitoring of infants and management of data at the New nursery compared to the Old one, was reported. Conclusion: Survival of neonates improved significantly, demonstrating improvements in the neonatal care by inauguration of a New nursery. Despite a decrease of missing data in the New nursery compared to the Old one, lack of registration and storage of data is still a major problem. Increase in admissions following the inauguration of the New nursery indicates that more women seek hospital service in MDH at delivery. Yet, for quality improvement, the health workforce gap must be addressed, coupled with improved monitoring of sick neonates and appropriate equipment and drugs, for further success towards the fulfillment of the Sustainable Developmental Goals. Ketónblóðsýring og flæðispennudá á Landspítala 2000-2019 Jóhannes Gauti Óttarsson1, Rafn Benediktsson1,2, 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali háskólasjúkrahús Inngangur: Sykursýki er langvinnur efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af insúlínskorti, insúlínvið-námi eða hvoru tveggja sem leiðir til blóðsykurhækkunar. Ketónblóðsýring (DKA) og flæðispennudá (HHS) eru bráðir og lífshættulegir fylgi- kvillar sykursýki og orsakast af algjörum (DKA) eða hlutfallslegum (HHS) insúlín- skorti ásamt mismikilli hækkun mótvægis- hormóna. Ýmsir þættir geta ýtt undir DKA og HHS, einkum sýkingar og slæm meðferðarheldni. Erlendar faralds- fræðirannsóknir staðfesta breytileika í nýgengi og algengi DKA og HHS en faralds- fræði DKA og HHS á Íslandi er óljós. Markmið: Að kanna tíðni innlagna vegna DKA og HHS á Landspítala (LSH) á árunum 2000-2019 í tengslum við aldur, kyn, búsetu, ly%ameðferð, tegund sykursýki, nýgreiningu sykursýki, lengd innlagnar og hvort sömu sjúklingar voru ítrekað að lenda í DKA eða HHS. Þá var gert að kanna fyrstu mælingar innlagðra vegna DKA og HHS. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Listi sjúklinga með ICD-10 greiningar E10-E14 (.0, .1) á árunum 2000- 2019 fékkst með aðstoð heil brigðis- og upplýsingatæknideildar. Að gefnu leyfi Vísindarannsóknanefndar heilbrigðis- rannsókna á Landspítala og Siðanefndar heil brigðisrannsókna á Landspítala voru upp lýsingar um sjúklinga og meðferð þeirra fengnar úr sjúkragögnum. Niðurstöður: Alls voru 408 innlagnir 245 sjúklinga (143 karlar, 103 konur) vegna DKA og 21 innlögn 16 sjúklinga (12 karlar, 4 konur) vegna HHS. Að meðaltali voru 20,5 tilfelli DKA meðal 12,3 sjúklinga á ári og 1,1 tilfelli HHS meðal 0,8 sjúklinga á ári. Hlutfall innlagna karla (52,0%) og kvenna (48,0%) var svipað vegna DKA. Karlar voru í meirihluta innlagna vegna HHS (71,4%). Meðal tilfella DKA voru 83,1% sjúklinga með SS1 og 71,4% með SS2 meðal tilfella HHS. Nýgreind sykursýki við innlögn vegna DKA var í 23,5% tilfella og var algengasta aldursbil innlagðra vegna DKA 11-15 ára (17,9%) og 61-65 ára vegna HHS (28,6%). Sjúklingar lögðust inn á gjörgæslu í 48,7% tilfella. Meðalaukning tilfella DKA 2008-2019 var 10,6%. 0-4 tilfelli HHS voru á ári 2008-2019. Meðallegulengd yfir tímabilið var 4,33 dagar; 4,00 dagar árið 2000 og 6,13 dagar árið 2019. Meðaltal HbA1c meðal tilfella DKA (10,4%) og HHS (10,0%) var hærra en meðaltal HbA1c á göngudeild sykursjúkra 2015-2020 (8,4%). Ályktun: Aukning var á %ölda tilfella DKA 2008-2019. Engin marktæk breyting sást í %ölda innlagna vegna HHS 2008-19. Eins og erlendar rannsóknir hafa sýnt virtust konur líklegri til að lenda endurtekið í DKA og voru að meðaltali yngri en karlar. Meðallegulengd hækkaði yfir tímabilið, gagnstætt erlendum rannsóknum. Verri sykurstjórn (hátt HbA1c) var sjáanleg meðal innlagðra í samanburði við meðaltal af göngudeild sykursjúkra. Helsti veikleiki rannsóknarinnar var skortur á gögnum 2000-2007. Mikilvægt er að koma af stað íslenskri þjóðskráningu um sykursýki líkt og á öllum Norðurlöndum til að fá betri yfirsýn yfir sykursjúka á Íslandi, geta metið hvaða undirhópar virðast útsettari fyrir fylgikvillum og skapa aðgengilegri grunn fyrir faraldsfræðirannsóknir sykursýki á Íslandi í framtíðinni. Algengi áhættuþátta og tengsl þeirra við fylgikvilla eftir valkvæðar liðskiptaaðgerðir á Íslandi Jón Gunnar Kristjónsson1, Martin Ingi Sigurðsson1,2, María Sigurðardóttir2 1Háskóli Íslands, 2Landspítali háskólasjúkrahús Inngangur: Helsta orsök liðskipta er slitgigt, sem er liðsjúkdómur sem talinn er orsakast af álagi og áverkum á liðinn en er viðhaldið með bólgu- og viðgerðarsvari. Lokastig meðferðar við slitgigt eru liðskipti sem hafa í för með sér sjaldgæfa en alvarlega fylgikvilla. Mögulega er unnt að hafa áhrif á áhættuþætti fylgikvillanna til að bæta útkomu aðgerðanna. Líklegt er að með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar verði biðlisti eftir liðskiptaaðgerðum á Land- spítalanum langvarandi, en tímann á bið listanum má nota til að bæta árangur aðgerðarinnar. Markmið: Að kanna tíðni áhættuþátta fylgikvilla og tengsl þeirra við sýkingar eftir valkvæðar liðskiptaaðgerðir. Efni og aðferðir: Alls var 706 ein stak- lingum sem undirgengust valkvæð lið skipti á hné eða mjöðm á Landspítalanum fylgt eftir. Heilsufar sjúklinga var metið fyrir aðgerð með spurningalista, blóð prufum og lífmælingum ásamt því að glúkósi var mældur í blóði sjúklinga eftir aðgerð. Loks var upplýsingum um tíðni fylgi kvilla safnað við sex vikna endurkomu. Fylgni fylgikvilla við svör spurningalista og niðurstöðu blóðprufumælinga var könnuð. Niðurstöður: Alls fengu 151 (21,3%) sjúk- lingur einhverja af 14 fylgikvillum sem skráðir voru við sex vikna endurkomu. Al gengastir voru fylgikvillarnir vessun úr sári (8,1%) og sárasýking (7,5%). Alvarlegasti skráði fylgikvilli var liðsýking (0,8%). Ein- staklingar sem höfðu fengið blóðgjöf fyrir aðgerð voru líklegri til þess að fá fylgikvilla og fengu 44,4% þeirra fylgikvilla eftir aðgerðina á meðan 20,7% þeirra sem ekki fengu blóðgjöf við aðgerðina fengu fylgi- kvilla í kjölfar aðgerðar (p-gildi = 0.0335). Ályktanir: Tengsl fundust milli blóðgjafa og sýkingafylgikvilla eftir liðskiptaaðgerðir. Vonir standa til að unnt sé að nota þessar niðurstöður til að hanna inngrip til að fækka blóðgjöfum eftir aðgerðir. Tíðni og áhættuþættir mikillar blæðingar eftir fæðingu einbura á Íslandi árin 2013-2018 Karen Sól Sævarsdóttir1, Jóhanna Gunnarsdóttir1,2,3, Kristjana Einarsdóttir1,3, Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítalans, 3Miðstöð í lýðheilsuvísindum Inngangur: Blæðing eftir fæðingu er ein algengasta orsök mæðradauða. Aukinni tíðni blæðingar eftir fæðingu hefur verið lýst víðsvegar í heiminum og samkvæmt skýrslum Fæðingaskráningar gæti einnig hafa orðið aukning á Landspítala. Tölur skýrslnanna byggðu á greiningarkóða (O72) og óljóst var hvort sams konar skilgreining lá að baki greiningar með kóðanum yfir allt tímabilið. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni blæðinga eftir fæðingu einbura á Íslandi á árunum 2013-2018 og varpa ljósi á mögulega áhættuþætti mikillar blæðingar eftir fæðingu sem skilgreind var sem 1000 ml blæðing eða meira. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var ferilrannsókn sem náði til 23.375 einburafæðinga á árunum 2013-2018. Gögn fengust úr Fæðingaskrá og útkoma rannsóknarinnar, blæðing eftir fæðingu, var skilgreind annars vegar út frá skráðu magni blæðingar í millilítrum (ml) og hins vegar út frá ICD-10 greiningarkóðum. Gerð var tvíkosta aðhvarfsgreining til þess að reikna leiðrétt gagnlíkindahlutfall (OR) og 95% öryggisbil fyrir líkur á > 500 ml blæðingu og mikilli blæðingu (≥ 1000 ml) á árunum 2014-2018 borið saman við árið 2013.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.