Læknaneminn - 01.04.2021, Side 118

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 118
Læknaneminn116 en einungis einn (0.7%) hafði mikinn leka. Í 33 (21.7%) tilfellum komu upp fylgikvillar í aðgerð, flestir minniháttar en nokkrir alvarlegir eins og rof á hjarta (1.3%), hjartaþröng (3.3%) og heilablóðfall (0.7%). Einni aðgerð (0.7%) þurfti að breyta brátt í opna hjartaaðgerð. Alvarlegir skamm- tíma fylgikvillar voru rof á hjarta (0.7%) og heilablóðfall (2.6%). Tíðni langtíma fylgi kvilla var lág: heilablóðfall (1.3%), hjarta þelsbólga (0.7%) og versnandi hjarta- bilun vegna mikils randstæðs gervi- loku leka (0.7%). Alls þurftu 38 (25%) sjúk- lingar ísetningu varanlegs gangráðs eftir aðgerðina. Þrjátíu daga dánartíðni var 2.0% (n=3/152) en eins árs lifun var 92.2% (95% ÖB: 87.9-96.8) og tveimur árum frá aðgerð 81.3% (95% ÖB: 74.3-88.8). Ályktanir: TAVI aðgerðum hefur $ölgað verulega á Íslandi og er árangur sam bæri - legur eða ívið betri en í sambærilegum erlendum rannsóknum. Þrjátíu daga dánar- tíðni var lág (2%) og langtímalifun mjög góð þar sem 92.1% sjúklinga voru á lífi ári frá aðgerð, sem telst góð lifun í erlendum samanburði og þegar tekið er tillit til hás aldurs sjúklinganna. Tíðni alvarlegra fylgi- kvilla var lág en þörf á ísetningu varanlegs gangráðs var í hærra lagi. Veldur sjaldgæfur íslenskur arfbreytileiki í HMBS geni slitróttri bráðaporfýríu? Kjartan Helgason1, Bragi Walters2, Ásmundur Oddsson2 , Magnús Karl Magnússon1,2 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Íslensk erfðagreining Inngangur: Slitrótt bráðaporfýría (AIP) er sjaldgæfur, ríkjandi erfðasjúkdómur sem hefur ekki verið greindur hjá Íslendingi. Sjúkdómurinn stafar af vanvirknibreytingu í HMBS geninu sem kóðar fyrir ensími í myndunarferli hems. Klínísk einkenni sjúkdómsins koma oftast í bráðum köstum vegna upphleðslu taugaeitraðra milliefna þegar álag á ferlið er aukið. Almennt eru þau: verkir þar sem kviðverkir eru algengastir; meltingarvegseinkenni s.s. hægðatregða; skyntruflanir o.fl. taugakvillar en einnig hefur ýmsum geðrænum einkennum verið lýst. Klínísk birtingarmynd er ófullkomin og algengari hjá konum. Efniviður og aðferðir: Í víðtækri erfða mengisrannsókn hjá Íslenskri erfða- greiningu (ÍE) fannst nýlega eins basa breytileiki í HMBS geninu með sam- sætu tíðni 0,009% í tengslum við breiðan svipgerðalista sem hannaður var til skimunar fyrir einkennum þrá hyggju- árátturöskunar (OCD). Listinn byggði á sjúkdómsgreiningum og spurningalistum. Umrita mengis gagna grunnur ÍE var notaður til að rann saka sameindalíffræðilega eiginleika ar(reytileikans. Íslendingabók var notuð til að rekja saman ættir ar(era. Sjúkraskrár 26 ar(era og 52 viðmiða voru skoðaðar blindað og aftursætt í Heilsugátt m.t.t. sjúkdómsgreininga og koma á heil- brigðis stofnanir vegna einkenna tengdum AIP og ýmissa geðrænna kvilla. Alls voru 434 komur skráðar og þar af 386 bornar saman milli hópa. Mælanlegar breytur voru bornar saman með t-prófi og flokkabreytur með kí-kvaðrat prófi. Niðurstöður: Ar(reytileikinn er G>A punktbreyting í fyrsta basa 8. innraðar og skemmir því splæsigjafa. Þekjugraf fyrir umrit gensins sýndi varðveitingu innraðar í mRNA í um helmingi umrita. Framarlega í innröðinni er lokatákni í lesfasa og ber ar(reytileikinn því merki þess að vera vanvirknibreyting. Sambærilegar stökk- breytingar í splæsiseti eru þekktar af því að valda slitróttri bráðaporfýríu (9 mismunandi skráðar á vef OMIM). Af 29 ar(erum sem fundust í gögnum ÍE tókst að rekja ættir 28 þeirra saman til einnar $ölskyldu. 10 ar(erar uppfylltu skilmerki skimunar lista fyrir einkennum OCD, allir með spurningalistum eingöngu. Ekki fannst tölfræðilega marktækur munur milli einkenna ar(era og viðmiða. Áhugaverð tilfelli fundust meðal ar(era s.s. komur á heilbrigðisstofnanir vegna verkja og dökks þvags, einkenni sem geta samræmst AIP. Engar upplýsingar um greiningar OCD fundust í sjúkraskrám ar(era. Ályktanir: Við höfum lýst nýjum ar(reyti leika í HMBS sem ber einkenni þess að vera vanvirknibreyting. Erfða- mengis marktæk tengsl ar(reytileikans við OCD-einkenna svipgerðarlista eru áhugaverð en þarfnast frekari rannsókna. Hugsanlega eru þau tengsl tilkomin vegna valbjögunar á $ölskyldu með umræddan ar(reytileika. Ekki fundust tölfræðilega marktæk tengsl milli klínískra einkenna og ar(reytileikans sem mælir gegn því að hann tengist AIP. Þó fundust áhugaverð tilfelli í sjúkraskrám ar(era sem gætu samrýmst AIP með lágri sýnd, en án frekari sjúkdómsgreinandi klínískra rannsókna (t.d. mæling milliefnisins PBG í þvagi) á meðan bráðu kasti stendur, er ekki hægt að álykta frekar. Faraldsfræði mjaðmarbrota á Landspítala 2013-2018 Krister Blær Jónsson 1, Halldór Jónsson Jr.1,2 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Bæklunarskurðdeild Landspítala Inngangur: Mjaðmarbrot er næst- algengasta beinbrotið meðal aldraðra, um þriðjungur þeirra sem brotna látast innan árs. Á Íslandi eru mjaðmarbrot algeng ástæða innlagna á Landspítala. Markmið rann sóknarinnar var að skoða lifun og áhættu hlutföll einstaklinga sem gangast undir skurðaðgerð vegna mjaðmarbrots m.t.t. kyns, blóðgilda fyrir aðgerð og staðsetningar brots. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn ferilrannsókn sem tók til 1874 skurðaðgerða (meðalaldur 79 ár, 67% konur) á Landspítala, á árunum 2013-2018. Viðeigandi gögn komu frá Hagstofu Landspítala og breytur staðfestar í Heilsugátt. Röntgenmyndir sjúklinga voru yfirfarnar til staðfestingar á greiningu brots og íhlut. Niðurstöður: Meðal karla var dánar- hlutfall hærra bæði innan 30 daga og eins árs frá aðgerð (11,5% og 28,9%) samanborið við konur (8,3% og 21,8%). Voru karlar 1.31 sinnum líklegri (p<0,001, ÖB: 1,14-1,49) en konur til að látast innan árs. Dánarhlutfall karla með hemóblóbín skort (Hgb <130) var 42,4%, samanborið við 15,2% án skorts, og voru þeir 2,5 sinnum líklegri (p<0,001, ÖB: 1,86-3,4) til að látast innan árs. Til samanburðar voru konur með skort (Hgb <120) 2,05 sinnum líklegri (p<0,001, ÖB: 1,37-2,6) til að látast innan árs og voru dánarhlutföllin 30,8% og 16,3% fyrir sig. Lifun sjúklinga með brot innan liðpoka var hærri (78,0%) samanborið við utan liðpoka (73,2%) og áhættuhlutfallið 1,08 (p=0,67, ÖB: 0,75-1,57). Ályktanir: Karlar eru líklegri en konur til að látast eftir skurðaðgerð vegna mjaðmar- brots þegar litið er til bæði skamm- og langtímalifunar. Sjúklingar með lágt hemó glóbín eru rúmlega tvöfalt líklegri til að látast innan árs eftir aðgerð. Þá hefur staðsetning mjaðmarbrotsins ekki marktæk áhrif á lifun. Mat á stoðvefshlutfalli í brjóstaæxlum í tengslum við brjóstakrabbameinsháða lifun Estimation of tumour-stroma ratio in Icelandic breast cancers with regards to breast cancer specific survival Magnea Guðríður Frandsen (Ágrip barst ekki Dánarorsakir íslenskra barna 1971-2018 Marína Rós Levy1, Ásgeir Haraldsson1,2, Valtýr Stefánsson Thors1,2, Sigríður Haralds Elínardóttir3, Alma D. Möller3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins, 3Embætti Landlæknis Inngangur: Dánarhlutfall barna er mikil- vægur mælikvarði á heilbrigðisástand þjóða, en á Íslandi er það með því lægsta sem gerist í heiminum. Til þess að fækka dauðsföllum barna markvisst er nauð synlegt að þekkja helstu dánar orsakir þeirra hverju sinni. Markmið rann sóknarinnar var að finna dánarhlutfall barna á Íslandi lag skipt eftir kyni, aldri og búsetu, greina dánar orsakir þeirra á rannsóknartímabilinu og leggja mat á mögulegar aðgerðir til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll barna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.