Læknaneminn - 01.04.2021, Side 119
Rannsóknarverkefni 3. árs nema 2020117
Efniviður og aðferðir: Um er að ræða
afturskyggna lýsandi rannsókn sem náði
til allra íslenskra barna frá fæðingu upp
að 18 ára aldri sem létust á tíma bilinu, frá
1. jan 1971 til og með 31. des 2018. Upp-
lýsingar um þau 2005 börn sem létust á
tímabilinu voru fengnar úr Dánar meina-
skrá Embættis Landlæknis, en tölur um
$ölda lifandi barna á hverjum tíma fengust
hjá Hagstofu Íslands. Búseta var skráð
eftir heilbrigðisumdæmum. Þegar frekari
upplýsinga var þörf voru sjúkra skrár og/
eða krufningarskýrslur frá Landspítala
skoðaðar. Poisson línuleg að hvarfs-
greining var notuð til að greina lækkun
dánarhlutfalls eftir kyni. Til að meta
fækkun dauðsfalla og kynjamun innan
dánar orsaka var kí-kvaðrat próf notað
þar sem borin voru saman fyrstu 10 ár
tímabilsins við síðustu 10 árin.
Niðurstöður: Drengir voru 41% líklegri
til að deyja á tímabilinu en stúlkur (ÖB:
0,51-0,67) en dánarhlutfall þeirra lækkaði
úr 1,5 fyrir hverja 1000 lifandi drengi í
0,18 (88% lækkun), árleg lækkun var um
4,3% (ÖB: 0,95-0,96). Dánarhlutfall stúlkna
lækkaði um 81%, úr 0,9 í 0,17, árleg lækkun
um 3,4% (ÖB: 0,96-0,98). Dánarhlutfall
barna fyrir fimm ára aldur lækkaði um
89%, úr 3,5 í 0,4 fyrir drengi og úr 2,8 í 0,3
fyrir stúlkur, árleg lækkun um 4,4% (ÖB:
0,95-0,96). Dánarhlutfall lækkaði í öllum
heil brigðis umdæmum á árunum 1991-2018.
Helstu dánarorsakir voru burðarmálskvillar
(n=525), slys (n=447), meðfæddir sjúkdómar
(n=371), sýkingar (n=157), krabbamein
(n=122), taugakerfissjúkdómar (n=76),
sjálfsvíg (n=56) og hjarta- og æðasjúkdómar
(n=35). Af ofantöldum dánarorsökum var
marktæk fækkun á dauðsföllum vegna
burðar málskvilla, slysa, meðfæddra
sjúkdóma, sýkinga og krabbameina (p
<0,0001). Ekki var lækkun á dánarhlutfalli
í taugakerfissjúkdómum og hjarta- og
æðasjúk dómum sem ekki töldust til með-
fæddra kvilla, né sjálfsvígum þar sem einnig
var marktækur kynjamunur.
Ályktanir: Veruleg lækkun hefur orðið
á dánarhlutfalli barna á tímabilinu og
hefur tekist að fækka fyrirbyggjanlegum
dauðsföllum verulega með forvörnum og
bættri heilbrigðisþjónustu. Enn eru þó
mörg börn sem lenda í banaslysum og er
þar helst að nefna umferðarslys. Mikilvægt
er að halda áfram með þær slysavarnir sem
framkvæmdar hafa verið seinustu ár til að
lækkunin haldi áfram. Ekki var fækkun á
sjálfs vígum á tímabilinu og var þar einnig
áberandi kynjamunur. Mikilvægt er að auka
vitund barna um geðheilbrigði og $ölga
úrræðum fyrir þau sem þurfa á aðstoð að
halda. Nýjar fyrirbyggjandi aðgerðir gegn
sjálfsvígum eru nú í gangi sem gætu sýnt
árangur á næstu árum. Niðurstöðurnar sýna
frábæran árangur þjóðarinnar í lækkun
dánarhlutfalls barna hér á landi og leiða
vonandi til áframhaldandi fækkunar á
ótímabærum dauðsföllum barna.
Notkun þorskroðs í meðferð
fullþykktarbrunasára í dýramódeli
Nikulás Jónsson1, Hilmar Kjartansson2,3,
Baldur Tumi Baldursson2,3, Helga Kristín
Einarsdóttir2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kerecis, Reykjavík,
Ísland, 3Landspítali háskólasjúkrahús
Inngangur: Meðhöndlun
fullþykktarbrunasára getur falið í sér
upphafsmeðferð með líkhúð eða annars-
konar húðlíki (e. skin substitute) þar sem
hlutþykktargræðlingur (e. split-thickness skin
graft, STSG) er síðan settur á í framhaldinu.
Þar sem engin þekkt örverusmit eru á
milli Norður-Atlantshafsþorsksins (Gadus
morhua) og mannsins þarf Kerecis sáraroð
sem framleiddur er úr roði þorsksins ekki
að ganga í gegnum viðamikla hreinsun sem
meðal annars leysir upp fitu og fituleysanleg
prótein. Þannig er hægt að halda í sömu
mikilvægu sameindirnar og mynda húð
manna. Að auki inniheldur sáraroðið hátt
hlutfall ómega-3 fitusýra sem hefur sýnt
hafa góð áhrif á sáragræðslu.
Efniviður og aðferðir: Hundrað full-
þykktarsár (3 cm í þvermál) voru gerð á bak
og síðu fimm kvenkyns Yorkshire Cross
svína (Sus scrofa). Sárum var slembiraðað (e.
randomized) til meðferðar með; möskvuðu
(1,5:1) Kerecis sáraroði (n=28), ómöskvuðu
Kerecis sáraroði (n=30), líkhúð (n=20) eða
engri sértækri meðferð (n=20). Á þriðja degi
voru leifarnar af sáraroðinu $arlægðar og
þá fengu Kerecis meðhöndluðu sárin ýmist
ómöskvaðan hlutþykktargræðling (n=19) eða
möskvaðan (3:1) hlutþykktargræðling ásamt
Kerecis sáraroði ofan á (n=29). Einn hópur
af sárum fékk tilraunameðferð þar sem
roðið var ekki $arlægt áður en ómöskvaður
hlutþykktargræðlingur var settur ofan á
(n=10). Á degi $órtán var líkhúð $arlægð og
settur ómöskvaður hlutþykktargræðlingur
(n=20). Ljósmyndir voru teknar reglulega
til að geta mælt samdrátt sára og ve$asýni
voru tekin til að skoða byggingu og skipulag
kollagens, uppbyggingu húðþekju og
bólgufrumuíferð. Talnabreytur voru bornar
saman með einþátta fervikagreiningu (e.
one-way anova) og Tukey eftiráprófi, eða
t-prófi eftir því sem við átti. Fyrir flokka-
breytur var framkvæmt Fisher próf og
Bonferroni leiðrétting. Tölfræðileg mark-
tækni miðaðist við α = 5%.
Niðurstöður: Enginn munur var á
notagildi þess að meðhöndla með hefð-
bundinni Kerecis meðferð og að nota líkhúð
sem tímabundna þekjumeðferð full þykktar-
brunasára, áður en sjálfsgræðlingur er
settur á, hvort sem litið var á klíníska
skoðun eða ve$asýna skoðun. Samdráttur
í sárum var 30% ef engin sértæk meðferð
var notuð miðað við 11-16% (p<0,001) ef
notuð var sértæk meðferð. Tilraunameðferð
með að setja hlutþykktargræðling á sár
sem hafði enn roðið sýndi lakara skor á
gæðum í byggingu kollagens ofarlega í
sári, uppbyggingu húðþekju og skipulagi
kollagens. Ekki reyndist vera munur á því
hvort notað væri ómöskvað eða möskvað
(1,5:1) Kerecis sáraroð sem tímabundin
þekjumeðferð. Ekki reyndist heldur vera
munur á því hvort notaður væri ómöskvaður
eða möskvaður (3:1) hlutþykktargræðlingur
sem seinni meðferð, ef Kerecis sáraroð var
sett á þann möskvaða.
Ályktun: Niðurstöður benda til þess
að hægt sé að nota Kerecis sáraroð í stað
líkhúðar við fyrstu meðferð alvarlegra
brunasára. Enn fremur kemur fram að þegar
Kerecis sáraroð er notað sem stuðningur
við 3:1 hlutþykktargræðling er mögulegt
að minnka það gjafasvæði sem þarf að taka
af eðlilegri húð til að nota í sjálfsgræðslu
fullþykktarbrunasára.
Rannsókn á tengslum erfðabreytileika
í og við genin TTN/CCDC141 við
hjartsláttartruflanir í gáttum
Ólafur Hreiðar Ólafsson1, Hildur M.
Ægisdóttir2, Davíð O. Arnar2,3, Hilma Hólm2.
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Íslensk
erfðagreining, 3Landspítali háskólasjúkrahús
Inngangur: Víðtækar
erfðamengisrannsóknir hafa fundið tengsl
á milli 170 erfðabreytileika og gáttatifs
en minna er vitað um erfðafræði annarra
hjartsláttartruflana í gáttum. Nýlegar
rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar
hafa gefið vísbendingar um tengsl erfða-
breytileika á svæðinu TTN/CCDC141 við
ýmsar hjartsláttartruflanir í gáttum. Mark-
mið þessarar rannsóknar var að meta betur
þessi tengsl.
Efni og aðferðir: Við safngreindum
upplýsingar úr víðtækri erfðamengisleit
fyrir hjartsláttartruflanir í gáttum frá
Íslandi, UK Biobank og Copenhagen
Hospital Biobank en afmörkuðum okkur
við svæðið TTN/CCDC141. Við könnuðum
tengsl 8366 erfðabreytileika á svæðinu við
$órar hjartsláttartruflanir og notuðum
Bonferroni leiðréttingu til að fá mark-
tækni þröskuldinn 6,0×10-6 . Einnig
skoðuðum við tengsl erfðabreytileika sem
tengdust hjartsláttartruflunum við hjarta-
línuritsmælingar frá Landspítala og rann-
sóknum Íslenskrar erfðagreiningar.
Niðurstöður: Við fundum tengsl við
$órar hjartsláttartruflanir í gáttum.
Erfða breytileikinn rs2288327 tengdist
gáttatifi (P = 2,8 × 10-29, OR (e. odds-ratio,
gagnlíkindahlutfall) = 1,11), rs10660645
tengdist sjúkum sínushnúti (P = 6,8