Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 120

Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 120
Læknaneminn118 × 10-9 , OR = 1,13), rs13031826 tengdist gáttasleglarofi (P = 2,65 × 10-17, OR = 1,23), rs10497529 tengdist ofansleglahraðtakti (P = 1,7 × 10-11, OR = 1,23) og einnig tengdist rs1873164 ofansleglahraðtakti (P = 1,4 × 10-12, OR = 1,22). Allir þessir breytileikar sýndu minna marktæk tengsl við aðra hjart- sláttartruflun í gáttum, eina eða fleiri. Skilyrt greining sýndi hins vegar að þau tengsl voru afleiðing tengslaójafnvægis. Allir erfðabreytileikarnir höfðu tengsl við ýmsar hjartalínuritsmælingar, en tengslamynstrið var mismunandi á milli breytileikanna. Engin marktæk tengsl fundust milli þessara erfðabreytileika og háþrýstings, hjartavöðvakvilla, hjartabilunar og kransæðasjúkdóms, sem bendir til þess að áhrif á rafleiðni hjartans miðli tengslum erfðabreytileikanna við hjartsláttartruflanirnar, fremur en aðrir hjartasjúkdómar. Ályktanir: Við sýndum að það eru fimm erfðabreytileikar á svæðinu TTN/ CCDC141 sem tengjast mismunandi hjart- sláttartruflunum í gáttum og einnig hjarta línuritsmælingum sem mæla rafl eiðni í hjartanu. Engu öðru svæði í erfða menginu hefur verið lýst með víð- tækri erfðamengisrannsókn sem hefur áhrif á svona margar mismunandi hjart- sláttartruflanir í gáttum. Þessar niður stöður kalla á frekari rannsóknir til að skilja betur áhrif þessa svæðis á rafleiðni í hjarta. Siðferðilegt réttmæti fósturskimana með tilliti til lífvænlegra fæðingargalla Rakel Ástrós Heiðarsdóttir (Ágrip barst ekki) Methicillin ónæmur Staphylococcus aureus á Íslandi 2009–2019 Sif Snorradóttir1, Valtýr Stefánsson Thors1,2, Hjördís Harðardóttir3, Gunnsteinn Haraldsson3, Ásgeir Haraldsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands , 2Barnaspítali Hringsins , 3Sýkla- og veirufræðideild Landspítala Inngangur: Methicillin ónæmur Staphylo- coccus aureus (MÓSA) er ónæmur fyrir öllum β-laktam ly$um, þar með talið β-laktam ly$um blönduðum β-laktamasa hemlum. Methicillin ónæmi meðal S. aureus er oftast miðlað með mecA geninu sem kóðar fyrir nýja gerð af penisillín bindi próteini, PBP2a, sem hefur lága sækni í β-laktam lyf og leiðir þannig til ónæmis gegn þessum flokki sýklaly$a. Þó MÓSA sýkingar séu fátíðar á Íslandi miðað við flest Evrópuríki virðist hafa orðið aukning á MÓSA sýklun og mjúkve$asýkingum hjá börnum og fullorðnum sem leita til heilbrigðisstofnana undanfarin ár. Markmið rann sóknarinnar var að kanna hvort nýgengi MÓSA hafi raunverulega aukist undanfarin 11 ár og meta faraldsfræði hjá börnum og fullorðnum. Efni og aðferðir: Gerð var afturskyggn faraldsfræðileg rannsókn á MÓSA greiningum á landsvísu á tímabilinu 1. janúar 2009 - 31. desember 2019. Úr gagna- safni Sýkla- & veirufræðideildar LSH (SVEID) fengust upplýsingar um öll MÓSA-jákvæð sýni auk upplýsinga um næmispróf og ástæðu sýnatöku. Gagnasafn með spa týpu og Panton Valentine Leukocidin (PVL) grein- ingum MÓSA stofna á tímabilinu fékkst hjá SVEID. Birtingarmynd sýkingar eða sýklunar var flokkuð eftir sýnatökustað og skiptist í mjúkve$asýkingu, aðra sýkingu (t.d. blóðsýkingu eða þvagfærasýkingu) eða einkennalausa sýklun. Upplýsingar um tengsl við heilbrigðiskerfið, nýlegar utanlandsferðir eða þekkt tengsl við önnur MÓSA tilfelli voru notaðar til að álykta um uppruna smits. Áætlaður upp- runi sýkingar/sýklunar var flokkaður í heilbrigðiskerfissmit, samfélagssmit eða samfélagssmit með tengsl við heilbrigðiskerfið. Niðurstöður: Alls greindust 660 MÓSA tilfelli hjá 631 einstaklingum. Nýgengi MÓSA tilfella jókst á rannsóknartímabilinu 2009-2019 (p<0,05). Mjúkve$asýking var ástæða sýnatöku í 48% tilfella, aðrar sýkingar 11% en 41% tilfella voru ein- kenna lausar sýklanir sem greindust við MÓSA-skimun. Hlutfall mjúkve$asýkinga var hæst í aldurshópnum 2-5 ára, ein- kenna lausrar sýklunar hjá yngri en 6 mánaða og annarra sýkinga hjá 6 mánaða að 2 ára aldri. 15% smita höfðu orðið innan heilbrigðisstofnunar, 54% voru samfélagssmit og 31% samfélagssmit með tengsl við heilbrigðiskerfið. Aldurshópar 0-5 mánaða og 67 ára og eldri voru með hæsta hlutfall heilbrigðiskerfissmita. Samfélags- smit var algengasti uppruni sýkinga eða sýklunar hjá börnum. Aldurs hópur 40-66 ára var með hæsta hlutfall samfélagssmita með tengsl við heilbrigðiskerfið. Alls greindust 149 spa týpur meðal 660 MÓSA tilfella á tímabilinu og 42% stofna báru PVL gen. Ályktanir: Nýgengi MÓSA sýklunar og sýkingar á Íslandi hækkaði á tímabilinu 2009-2019 í samræmi við hækkun á árunum 2000-2008 (p<0,05). Hækkun nýgengis varð þó sérstaklega hjá aldurshópum undir 2ja ára (p<0,001). Hluti skýringarinnar kann að vera valbjögun vegna vikulegrar skimunar á Vökudeild LSH í kjölfar MÓSA faraldurs þar árið 2015. Hátt hlutfall mjúkve$asýkinga hjá aldurshópnum virðist þó benda til þess að um raunverulega aukningu sé að ræða. Meirihluti tilfella eru samfélagssmit og ástæður þess margvíslegar. Ísland er með lægra nýgengi MÓSA en flest önnur Evrópuríki en aukin ferðamennska gæti átt þátt í aukinni útbreiðslu MÓSA stofna. Notkun geðrofslyfsins clozapine í meðferð á Laugarási meðferðargeðdeild Sigrún Harpa Stefánsdóttir (Ágrip barst ekki) Preventive child health services in Mangochi District Hospital, Malawi Snædís Ólafsdóttir1, Chifundo Michael Manong’a2, Triza Fatma Masauli2, Geir Gunnlaugsson3 Faculty of Medicine, University of Iceland1, Mangochi District Hospital Malawi2, Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics, University of Iceland3 Introduction: Malawi was one of few sub- Saharan countries to reach the Millennium Developmental Goal 4 to reduce child mortality by two thirds. However, children in sub-Saharan Africa are 15 times more likely to die before turning five years of age compared to those in high-income countries. Preventive services such as immunisation, growth monitoring and vitamin A supplementation play a vital role in reducing child mortality. The aim of the study was to identify and describe potential problems in preventive child health services in a low-income sub-Saharan setting, in Mangochi District Malawi, assess the trends in vaccination coverage and explore how the services could be improved. Methods: Both qualitative and quantitative data was collected over the period 26 February to 17 March 2020. Qualitative data was collected with participatory observation and by conducting interviews with Health Surveillance Assistants. Quantitative data was collected for all vaccinations from 2015-2019 both in Mangochi District and Mangochi District Hospital (MDH) from the District Vaccine Data Management Tool (DVDMT). Data on the flow of children through the static under 5 (U5) clinic at MDH, was collected from a registration book for seven days during the period; 97 children came for vaccination services. Results: In the period 2015-2019, more than 3 million immunisation injections were provided in Mangochi District for children. Fewest were given in 2016 and most in 2019, a difference of 33%. Through the whole period, more static sessions at the health facilities were conducted than outreach in the rural villages. The proportion of cancelled sessions, both static and outreach, rose from 2015-2017; the average proportion of cancelled outreach sessions was 72% higher compared to static sessions over the period. The coverage rate for oral polio vaccine given at birth (OPV0) was significantly lower than the coverage rate for Bacillus Calmette-Guérin vaccine (BCG) (p=3.5*10-5). On average, the coverage
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.