Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 123

Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 123
Rannsóknarverkefni 3. árs nema 2020121 ly$agjafir á dag- og göngudeildum safnað. Útlagður ly$akostnaður var fenginn úr gagnagrunni Sjúkrahúsapóteks Landspítala. Niðurstöður: Á tímabilinu fékk 921 einstaklingur immúnóglóbúlínmeðferð á Landspítalanum. 861 fékk meðferð í æð, 26 fengu gjöf undir húð og 34 fengu bæði. Af 921 meðferð voru 667 með skráðar ábendingar (72,4%), 245 óskráðar og óljósar ábendingar voru 9. Algengustu sjúkdómsflokkar allra ábendinga voru ónæmisbrestir, taugasjúkdómar og krabbamein. Lungnalæknar og ofnæmis- og ónæmislæknar ávísuðu lyfinu mest. Algengasta ábending fyrir meðferðinni á tímabilinu var áunninn mótefnaskortur, hjá 23% einstaklinga. Fjöldi einstaklinga sem fengu samþykkta leyfisumsókn á ári jókst um 350% og $öldi ly$agjafa á ári jókst um 296% á tímabilinu og var marktækur munur á milli ára. Útlagður ly$akostnaður, leiðréttur fyrir verðlagi, jókst úr 300 í 638 milljónir á ári á tímabilinu. Ályktanir: Notkun immúnóglóbúlína á Landspítalanum fer vaxandi. Hlutfall notkunar eftir skráðum ábendingum er svipað og í niðurstöðum fyrri rannsóknar sem bendir til árangurs verklags við leyfisveitingar. Þó er ljóst að skráningu er ábótavant, sérstaklega er varðar árangursmat meðferðar, og þörf er á skýrum meðferðarleiðbeiningum. Immúnóglóbúlínmeðferð er árangursrík en hún er takmörkuð auðlind. Innleiðing meðferðarleiðbeininga auk árangurs- og lífsgæðamats gæti leitt til bættrar útkomu meðferðarmarkmiða auk þess að nýtast til frekari vísindarannsókna í tengslum við notkun mótefna í lækningaskyni. Erfðir sjálfsmótefna: Víðtæk erfða mengis- rannsókn á erfðabreytileikum tengdum myndun sjálfsmótefna Þorsteinn Markússon1, Sædís Sævars- dóttir1,2,3, Ingileif Jónsdóttir1,2, Björn R. Lúðvíksson3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Íslensk erfðagreining, 3Landspítali háskólasjúkrahús3 Inngangur: Ólíkar gerðir sjálfsofnæmissjúkdóma ganga saman í ættir, birtast jafnvel samtímis í sama ein- staklingi og geta einkennst af sömu gerðum sjálfsmótefna. Jafnframt mælast ættingjar einstaklinga með slíka sjúkdóma fremur með sjálfsmótefni í blóði en aðrir, jafn- vel án klínískrar þýðingar. Til þessa hafa örfáar víðtækar erfðamengisrannsóknir (e. genome wide association studies; GWAS) skoðað erfðabreytileika tengda jákvæðum mælingum nokkurra gerða sjálfsmótefna, svo sem þeim einkennandi fyrir sjálfs- ofnæmi í skjaldkirtli og sykursýki. Mark- mið þessarar rannsóknar var að finna erfðabreytileika tengda myndun allra algengra sjálfsmótefna, þ.e. jákvæðum mælingum þeirra. Efniviður og aðferðir: Til grundvallar rannsókninni var þýði 53.741 einstaklinga. Um þá lágu fyrir niðurstöður mælinga al gengra sjálfsmótefna frá ónæmis- fræði deild LSH, frá þrettán ára tímabili (2005-18). Í GWAS rannsókn voru tengsl 33.903.150 erfðabreytileika við jákvæðar mælingar allra algengra sjálfsmótefna (> 100 jákvætt mældir á tímabilinu) skoðuð sem og við mælingar algengustu gerða þeirra (ANA, skjaldkirtilssjálfsmótefna, ACPA, RF og sértækari undirgerða þeirra tveggja fyrstnefndu). Til samanburðar var annars vegar hafður rúmlega 300.000 manna viðmiðunarhópur úr gagnasöfnum Íslenskrar erfðagreiningar og hins vegar hópar þeirra sem mælst höfðu neikvæðir fyrir sömu sjálfsmótefnum. GWAS mark- tækni þröskuldur var reiknaður með Bonferroni-veginni aðferð fyrir hvern starf- rænan flokk erfðabreytileika. Breyti leikar með GWAS marktæk tengsl við ein hverja svipgerðanna voru skoðaðir miðað við nýjan marktækniþröskuld (α = 4,46E-4), veginn eftir takmörkuðum $ölda breytileika og svipgerða, til þess að rann saka áhrif þeirra þvert á svipgerðir. mRNA raðgreiningar gögn úr heilblóði 13.173 Íslendinga voru notuð til þess að rannsaka cis-eQTL tjáningaráhrif breytileika á nálæg gen. Niðurstöður: Átta erfðabreytileikar á sjö genasvæðum sýndu GWAS marktæk tengsl við myndun ólíkra gerða sjálfsmótefna, í saman burði við þýðisviðmið. Sjö þeirra, í eða við IRF5, IRF8, PTPN22, CTLA4, SH2B3, og ARID5B hafa þegar þekkt tengsl við sjálfs- ofnæmissjúkdóma. Mislesturs breytileiki rs2476601 G>A í PTPN22 var þá sá eini sem sýndi GWAS marktæk tengsl við fleiri en eina ólíka gerð sjálfsmótefna, en það gerði innskotsbreytileiki í IRF5 líka þegar áhrif allra GWAS marktækra breyti leika voru skoðuð þvert á svipgerðir með rýmri marktækniþröskuldi. Aðeins einn breytileiki, tengdur myndun skjald kirtils sjálfsmótefna, hafði marktæk cis-eQTL áhrif en hann jók tjáningu genanna RNASET2 og CCR6. Ályktanir: Í þessari fyrstu GWAS rannsókn á erfðabreytileikum tengdum myndun sjálfsmótefna sem slíkri og undirgerða þeirra, fundust breytileikar sem flestir hafa þegar þekkt tengsl við sjálfs ofnæmissjúkdóma. Athygli vakti hve lítil skörun var á tengslum breytileika við jákvæðar mælingar ólíkra gerða sjálfs- mótefna. Með sjúkdómsgreiningar við- fanga til hliðsjónar munum við kanna nánar hvort tengsl erfðabreytileika við sjálfsmótefni endurspegli tengsl við sjálfs- ofnæmis sjúkdóma eða geti út af fyrir sig verið hluti af flóknu orsakasamhengi sjálfsmótefnamyndunar. Faraldsfræði briskrabbameins á Íslandi 2010–2014 Þóra Hlín Þórisdóttir (Ágrip barst ekki) Greining og meðferð sjúklinga með krabbamein í ristli- og endaþarmi árin 2014–2018 Þórður Líndal Þórsson (Ágrip barst ekki)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.