Stjörnur - 01.02.1950, Page 47

Stjörnur - 01.02.1950, Page 47
hefur verið framið, má hann búast við því, að vera tekinn fastur og yfirheyrður. Hún kinkaði kolli til samþykkis réttum skilningi hans. Hún leit í kringum sig og renndi augunum um salinn, þar sem þau sátu. Hve langur tími var enn eftir? Veslings stúlkan, hugsaði Sam. — Ertu enn hrædd við lögregluna, Toní? spurði hann. Nú verðurðu að muna það, að þú ert frjáls mann- eskja. — Frjáls? endurtók hún. Ætli mér finnist ég nokkurntíma vera frjáls framar. — Eigum við kannski að koma heim á hótelið okkar? spurði hann. — Nei, svaraði hún fljótmælt. Við skulum sitja hérna lengur. Hún óskaði þess, að þeir færu nú að koma. Henni fannst hún ekki geta afborið þetta lengur. I sama vetfangi kom stórvaxinn og heldur skuggalegur maður ark- andi að borðinu til þeirra, og á eftir honum kom annar af líkri gerð. Þeir tóku sér orðalaust sæti við borð þeirra Sams og Toní. — Hvað er ykkur á höndum? spurði Sam. Sá sem fyrir var virti Sam ekki svars en horfði á Toní. — Farðu í kápuna, skipaði hann. Hún hafði ekki hugrekki til að horfa í áttina til Sam. — All right, Joe, sagði hún undirgefnislega. — Hvað á þetta að þýða?, spurði Sam. — Ég er að koma frá hótelinu ykkar, sagði Joe. Þið hafið svei mér skemmt ykkur vel saman. Þú hefðir kannski hugsað þér að fara í smáferðalag með þessum herra? Hann hló illgirnislega. Sam tók í manninn. — Það vill nú svo til, að þetta er konan mín, sagði Joe með djöf- ullegu glotti. Sam sleppti taki sínu og stóð á fætur. — Þér skuluð fá að hafa hana mín vegna, sagði hann stuttaralega. — Nei, en það göfuglyndi, sagði Joe, og stóð einnig á fætur. Ég má til með að fá að kynnast yðar góðu eiginleikum örlítið nánar. — Farið þið nú ekki í illt, sagði Toní. — Illindi! sagði Joe. Nei það er nú víst engin hætta á því að okkur semji ekki. Sam brosti. Hann beinlínis brann í skinninu eftir því að geta gefið STJÖRNUR 47

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.