Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 43
veðrátta. Auk þessa versnuðu viðskiptakjör við
útlönd, vöruskortur og dýrtíð. Verst var ástandið
á tímabilinu 1602-1787. Þjóðin svalt og margir
dóu úr hungri. Hún varð að heyja harða baráttu
fyrir tilverunni allan þennan tíma frá 1300-1800
og ástandið versnaði sífellt. Neyðin varð stærst í
lok 17. aldar og náði hámarki 1783-1785 vegna
náttúruhamfara. Gras eyðilagðist, tugþúsundir
húsdýra dóu. Á þessum þremur árum fórst vegna
náttúruhamfaranna 53% nautpenings, 77%
hrossa, 82% sauðfjár. Frá 1779 til 1786 fórst
fjórðungur þjóðarinnar af drepsóttum og hungri
vegna þessara náttúruhamfara.
Neyð og eymd ríkti í flestum landshlutum og
það var m.a. vegna þessa alvarlega ástands sem
stjórnvöld létu sér detta í hug að flytja það, sem
eftir lifði af þjóðinni, úr landi og láta þetta fólk
setjast að á-----------, sem þó kom aldrei til
framkvæmda“.
Hér er lýst sjúkdómum, hungursneyð, náttúru-
hamförum, hvernig fólkið var háð húsdýrum,
flutningum þess frá heimkynnum sínum — ná-
kvæmlega þeim vandamálum, sem við höfum
kynnst í Afríku á okkar dögum. En þessi lýsing er
ekki frá Eþíópíu eða Súdan, heldur frá fslandi
(Tilvitnunin dálítið breytt er tekin úr skýrslu, sem
nefndist „Yfirlit yfir landbúnað á íslandi" eftir
Guðmund Jónsson, skólastjóra á Hvanneyri, og
lögð var fram á ársfundi N.B.C. í Reykjavík
1952).
Auðvelt er að finna svipaðar lýsingar frá
öðrum Norðurlöndum: Þar ríkti fátækt og neyð
áður fyrr. Sama ástand og ríkti á Norðurlöndum
fyrir 100 til 200 árum á sér hliðstæðu í hinum
svonefnda „þriðja heimi“ öðru fremur í Afríku.
Með hjálparstarfi sínu reyna ríku þjóðirnar nú að
létta undir þróun til hins betra í „þriðja heir
inum“, m.a. í skógrækt. Það er reynsla af slíku
starfi, sem sagt er frá í þessari grein.
Þróunarhjálp í skógrækt tekur mið af skóga-
eyðingu heimsins í dag. Skógarnir hverfa, einkan-
lega í hinum fátæka hluta heimsins. Eyðing
skóganna hefir margvíslegar afleiðingar: Upp-
blástur og rýrnun jarðvegs, minnkandi vatnsmiðl-
un, óblíðari veðráttu og skort á trjáviði til smíða
og eldsneytis. í stuttu máli leiðir eyðing skóganna
til þess, að jafnvægi í náttúrunni fer úr skorðum.
Langalvarlegustu afleiðingarnar af þessu eru á
búskaparmöguleikana.
Skógeyðing á íslandi heyrir að mestu fortíðinni
JARÐVEGUR
NÝSKÓGRÆKT í
ÞRÓUNARLANDI
ÞEKKING
J'
VINNUAFL
.
Landeiganda | AnnaS en landeiganda
SJÁLFBOÐA VINNA eða qreidd vinna HERFERÐIR e&a greidd vinna
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
41