Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 84

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 84
skemmdum á laufblöðum og barraálum og ótíma- bæru lauffalli þannig að geta trjánna til ljóstillíf- unar minnkar og trén gildna minna og minni næring verður í blöðunum. Þessi veiklun trjánna leiðir til minni mótstöðu gegn furubjöllu og rótar- fúa og veldur dauða“ (3). Einkum kom það fram við könnunina á San Bemardino að óson dregur úr varnarmætti trjánna gegn skordýrum, sveppasýkingum og öðram lífverum sem draga þau til dauða; ósonið sjálft drepur ekki trén. Samkvæmt síðari kenningunni um skaðleg áhrif ósons, eykur óson ásamt súrri þoku skoiun nær- ingarefna, t. d. magnesíums og kalks, úr lauf- blöðum og barri, minnkar ljóstillífun og dregur úr myndun lífrænna efna bæði í krónu og rótarkerfi (3). Magnesíumtap þetta gæti verið ástæðan fyrir því að greninálar gulna svo sem algengt er í V,- Þýskalandi, vegna þess að magnesíum er jafn- mikilvægur þáttur í blaðgrænusameindinni og jám er í blóðrauða. Þegar magnesíum og kalk tapast úr laufblöðunum hamast ræturnar við að reyna að bæta það upp með því að vinna þessi næringarefni úr jarðveginum, með þeim árangri að hlutfallið milli kalks og vetnis í jarðveginum breytist og hann verður súr. Það sem helst styður þessa kenningu eru niður- stöður athugana dr. Prinz og starfsbræðra hans á N.-Rínar- og Westfalen-svæðinu í V.-Þýskalandi. Athuganir úti í náttúrunni og efnagreiningar sýndu að allir aldursflokkar rauðgrenis og evrópuþins verða fyrir áhrifum, en í tilraunastof- um var aðeins hægt að framkalla blaðgrænuskort í greninálum, en ekki í evrópuþin (3). Enda þótt vitað sé að óson og súrt regn myndi skæða blöndu hefur ekki tekist að framkalla í tilraunastofum þau áhrif sem trén verða fyrir úti í náttúrunni. Óson ásamt súru regni (og þungmálmum) gæti einnig átt verulegan þátt í hnignun skóga í Ung- verjalandi. Dr. R. Solymos forstöðumaður skóg- ræktardeildar landbúnaðarráðuneytisins í Ung- verjalandi fullyrðir að alvarlega hnignun eikar- skóga þar í landi megi rekja til þessara efna, „sem eru ástæða þeirrar þornunar sem verður í eikar- trjánum og veldur því að þau deyja fyrst að ofan og svo alla leið niður og að blöðin gulna og trén missa börkinn. Þá taka sveppasýkingar og skordýr við og drepa tréð á skömmum tíma“ (7,8). SKEMMDIR AF VÖLDUM BRENNI- STEINSDÍOXÍÐS Loftkennt brennisteinsdíoxíð (S02) sem mynd- ast einkum við brennslu kola og olíu í orkuverum og stóriðjuverum veldur mengun jafnvel áður en það blandast köfnunarefnisoxíðum í andrúmslofti og myndar súrt regn. Á hverju ári er einhvers staðar á bilinu 110 og 115 milljón tonnum af brennisteinsdíoxíði hleypt út í andrúmsloft í Evr- ópu (að A.-Evrópu og Sovétríkjunum meðtöld- um) og N.-Ameríku (9). Þrátt fyrir það eru beinar skemmdir á skógum af völdum brenni- steinsdíoxíðs takmarkaðar við ákveðin svæði. Samt sem áður hefur mikið verið ritað um skað- leg áhrif brennisteinsdíoxíðs á tré og annan gróður í næsta nágrenni orkuvera, málmvinnslu- stöðva og annarra mengandi iðjuvera. Sýnt hefur verið fram á að brennisteinsdíoxíð skemmir tré með því að fara inn um loftaugu laufsins og barrsins, þar gengur það í samband við vatn og myndar brennisteinssýru sem leggst sem þunnt lag á frumuveggina. Áhrifin eru augljós. Laufið á lauftrjám „upplitast“ en nálar barrtrjáa verða rauðbrúnar. Mengun af brennisteinsdíoxíði dregur úr gild- leikavexti og í alvarlegum tilfellum drepur hún nær allan gróður umhverfis iðjuver sem valda mikilli mengun. Sígilt dæmi um slíka staðbundna mengun er INCO málmbræðslan í Sudbury, Ont- ario í Kanada — sem er mesta uppspretta brenni- steinsdíoxíðsmengunar í heiminum (650.000 tonn á ári, sem er t.d. meira en öll brennisteinsdíoxíðs- mengun í Svíþjóð). Á 1.865 km2 svæði umhverfis málmbræðsluna hefur mengunin gjöreytt öllum gróðri (10). Áþekk gróðureyðing hefur átt sér stað í suðurhéruðum A.-Þýskalands og norðvest- urhéruðum Tékkóslóvakíu en þar hafa brenni- steinsdíoxíð og reykur valdið miklu tjóni (11). Samt sem áður hafa þau einkenni sem venju- lega eru tengd skaða af brennisteinsdíoxíði ekki sést á skógum í V.-Þýskalandi nema í nágrenni þekktra mengunarvalda. í skógum í V.-Þýska- landi sem orðið hafa fyrir skaða af völdum meng- unar er meðaltal af brennisteinsdíoxíði í andrúms- 82 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.