Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 102
Horft upp í brekkuna
haustið 1984, er fyrsti snjór-
inn féll.
Grœnuhlíð, Lóni, 5. júní 1987.
Góða Hulda!
Ég fékk bréfið þitt í dag er við komum niður á
Höfn en hér höfum við búið síðan 15. apríl og er
síminn hér á nafni Sveinbjargar, 81715.
Mikið hefði verið gaman að fá þig í heimsókn
því ég hef frá svo litlu að segja. Áhugi minn á
skógrœkt, eða öllu heldur trjárœkt, vaknaði
snemma, því ég var smápattinn að sniglast í
kringum frú Margréti Friðriksdóttur konu Þor-
steins Gíslasonar símstöðvarstjóra á Seyðisfirði
(þar er égfœddur) og þóttist maður með mönnum
að getafært henni plöntur, gróðursett og snúist við
hitt og þetta.
En eins ogflestir vita voru Wathnes-garðarnir á
Seyðisfirði bœjarprýði í þá daga. 12 ára gamall
gróðursetti ég birkitré og sitkagreni í garð foreldra
minna en þau bjuggu rétt fyrir ofan símstöðina.
Þegar ég flyst til Hafnar í Hornafirði 1947 var
mjög lítið um trjágarða og enginn reitur með trjám
enfljótlega þar á eftirfóru menn að setja niður við
hús stn.
1959 byggir fjölskyldan kofa í landi Stafafells
og Brekku og kallar Grœnuhlíð og er fyrsti
bústaðurinn austan áar. 1960 er smáblettur girtur
og sett niður 5 reynitré, 5 blágrenitré, 5 sitkagreni
og 5 lerkitré. Þetta voru garðplöntur 50-60 cm
háar. Síðan er fjórum sinnum búið að stœkka
girðinguna. Landið er að mestu brött brekka og
skeflir mjög í hana og niður að húsinu. Norðan-
og norðvestanátt er mjög hvöss hér en aðrar áttir
meinlitlar. 1962 settum við niður fyrstu aspirnar
og voru þær 5. Nú eru þœr 14-15 metra háar og
lögðust þœr undan snjó í brekkunni svo við urðum
að flytja þær niður fyrir húsið. Þessi blettur hjá
okkur er ekki nema ca. 2000 fermetrar svo það
er ekki hægt að tala um neina skógrækt hjá okkur.
Ég hugsa að hér séu um 400 tegundir af
blómjurtum, trjám og runnum. Það er ekki of-
sögum sagt að þetta hjá okkur sé afleggjari af
garði Sigurlaugar Arnadóttur í Hraunkoti sem er
frábœr rœktunarkona og nær þekking hennar
langt yfir það sem almennt gerist.
Svo er það minn góði vinur Óli Valur Hansson,
sem hefur gegnum árin leiðbeint okkur, sent frœ
frá ýmsum löndum, við potað því niður og reynt
að koma til — en því miður — dánartalan er há og
sumt hefur ekki komið upp, en það hefur líka
verið hægt að gleðjast yfir góðum árangri. Þannig
höfum við eignast ýmislegt sem erfitt er að fá,
a.m.k. úti á landi.
Gott var að eiga skipti við Skógrœktina á
Hallormsstað, þar sem heiðursmaðurinn Sigurður
Blöndal var þá skógarvörður. A hverju vori frá
1971-74 fór stór vöruflutningabíll í Hallormsstað
100
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1907'