Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 102

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 102
Horft upp í brekkuna haustið 1984, er fyrsti snjór- inn féll. Grœnuhlíð, Lóni, 5. júní 1987. Góða Hulda! Ég fékk bréfið þitt í dag er við komum niður á Höfn en hér höfum við búið síðan 15. apríl og er síminn hér á nafni Sveinbjargar, 81715. Mikið hefði verið gaman að fá þig í heimsókn því ég hef frá svo litlu að segja. Áhugi minn á skógrœkt, eða öllu heldur trjárœkt, vaknaði snemma, því ég var smápattinn að sniglast í kringum frú Margréti Friðriksdóttur konu Þor- steins Gíslasonar símstöðvarstjóra á Seyðisfirði (þar er égfœddur) og þóttist maður með mönnum að getafært henni plöntur, gróðursett og snúist við hitt og þetta. En eins ogflestir vita voru Wathnes-garðarnir á Seyðisfirði bœjarprýði í þá daga. 12 ára gamall gróðursetti ég birkitré og sitkagreni í garð foreldra minna en þau bjuggu rétt fyrir ofan símstöðina. Þegar ég flyst til Hafnar í Hornafirði 1947 var mjög lítið um trjágarða og enginn reitur með trjám enfljótlega þar á eftirfóru menn að setja niður við hús stn. 1959 byggir fjölskyldan kofa í landi Stafafells og Brekku og kallar Grœnuhlíð og er fyrsti bústaðurinn austan áar. 1960 er smáblettur girtur og sett niður 5 reynitré, 5 blágrenitré, 5 sitkagreni og 5 lerkitré. Þetta voru garðplöntur 50-60 cm háar. Síðan er fjórum sinnum búið að stœkka girðinguna. Landið er að mestu brött brekka og skeflir mjög í hana og niður að húsinu. Norðan- og norðvestanátt er mjög hvöss hér en aðrar áttir meinlitlar. 1962 settum við niður fyrstu aspirnar og voru þær 5. Nú eru þœr 14-15 metra háar og lögðust þœr undan snjó í brekkunni svo við urðum að flytja þær niður fyrir húsið. Þessi blettur hjá okkur er ekki nema ca. 2000 fermetrar svo það er ekki hægt að tala um neina skógrækt hjá okkur. Ég hugsa að hér séu um 400 tegundir af blómjurtum, trjám og runnum. Það er ekki of- sögum sagt að þetta hjá okkur sé afleggjari af garði Sigurlaugar Arnadóttur í Hraunkoti sem er frábœr rœktunarkona og nær þekking hennar langt yfir það sem almennt gerist. Svo er það minn góði vinur Óli Valur Hansson, sem hefur gegnum árin leiðbeint okkur, sent frœ frá ýmsum löndum, við potað því niður og reynt að koma til — en því miður — dánartalan er há og sumt hefur ekki komið upp, en það hefur líka verið hægt að gleðjast yfir góðum árangri. Þannig höfum við eignast ýmislegt sem erfitt er að fá, a.m.k. úti á landi. Gott var að eiga skipti við Skógrœktina á Hallormsstað, þar sem heiðursmaðurinn Sigurður Blöndal var þá skógarvörður. A hverju vori frá 1971-74 fór stór vöruflutningabíll í Hallormsstað 100 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1907'
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.