Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 77
HELGI HALLGRÍMSSON
Nýir fylgisveppir lerkis
fundnir á íslandi
Alkunnugt er nú orðið, að ýmsar sveppateg-
undir fylgja ákveðnum trjátegundum og lifa oft-
ast í nánu sambýli við rætur þeirra, þ.e. mynda
með þeim svokallaða svepprót. Um það efni
hefur áður verið ritað í Ársrit Skógræktarfélags-
ins, og má þar minna á grein eftir undirritaðan í
Ársritinu 1962, og aðra eftir Sigurbjörn Einars-
son í Ársritinu 1985 (sjá einnig „Sveppakverið“
eftir undirritaðan, Rvík 1979, og grein Harðar
Kristinssonar: „Nokkrir íslenzkir sveppir" í tíma-
ritinu Útivist, 10. hefti 1984). Umræddar svepp-
ategundir hafa verið nefndar fylgisveppir við-
komandi trjátegunda, eða sambýlissveppir
þeirra.
Þar sem erlendar trjátegundir eiga í hlut, hafa
þessir sambýlissveppir yfirleitt flust inn með
þeim, líklega oftast með fræinu, án þess að
nokkuð hafi verið gert til að stuðla að þeim
innflutningi, sem þó hefði vissulega verið ómaks-
ins vert, þar sem sveppategundir þessar eru hinar
þörfustu fyrir vöxt og viðgang trjánna, og raunar
viðurkennt að trén nái litlum sem engum þrifum
án slíks sambýlis.
Þekktasti fylgisveppur lerkisins er lerkisúl-
ungur (Suillus grevillei) (einnig nefndur lerki-
sveppur), en hann er nú hvarvetna að finna þar
sem lerki er plantað hér á landi, enda líka mjög
eftirsóttur matsveppur. Á síðustu árum hafa svo
tveir aðrir „lerkisveppir" komið í leitirnar hér-
lendis, og verður nú sagt nánar frá þeim.
Þann 25. ágúst síðastliðinn (1986) kannaði ég
sveppi í Hallormsstaðaskógi, eins og ég hef
reyndar oft gert áður. Sveppaspretta var óvenju
ríkuleg þar sem og í öðrum skógum á Upphéraði,
svo ég minnist varla að hafa séð hana meiri.
Sérstaka athygli vakti ein hattsveppstegund, sem
ég hafði ekki séð áður og kannaðist ekki við,
allstór, með gulbrúnum hatti og stafurinn einnig
með áberandi gulbrúnum flösum. Fann ég hana
fyrst í Partinum, en síðan í Gatnaskógi og Mörk-
inni, jafnan í grennd við lerki, svo sýnilegt var að
hún tengdist því tré. Þetta er fallegur og nokkuð
áberandi sveppur, sem varla leynist neinum sem
hefur auga fyrir slíku. Tók ég nokkrar ljósmyndir
af honum og þurrkaði nokkur eintök til athugun-
ar síðar. Við nánari eftirgrennslan reyndist þetta
vera tegundin Tricholoma psammopus, sem kalla
mætti lerkikoll á íslensku, með hliðsjón af frænd-
um hans kollsveppunum (Tricholoma). I rauninni
er merkilegt að hann skuli ekki fyrr hafa fundist
hér á landi, þar sem hann er talinn einn af
dyggustu fylgisveppum lerkis um alla Evrópu, og
ekki vitað til að hann vaxi með öðrum trjám.
Útbreiðsla hans í skóginum þetta sumar bendir
raunar til þess að hann sé rótgróinn þar, en þurfi
ef til vill sérstaka veðráttu til að þroskast og
mynda hattaldin. Framan af sumrinu voru
óvenjulegir hitar og staðviðri á Fljótsdalshéraði,
og sumarið var raunar allt fremur hlýtt, en hins
vegar var úrkoma af skornum skammti, nema á
stuttu tímabili um mitt sumar. Ekki sást þessi
tegund í öðrum skógum sem litið var í á Hérað-
inu, t.d. hvorki í Eyjólfsstaðaskógi né Egilsstaða-
skógi. Hér fer á eftir nánari lýsing sveppsins.
Tricholoma psammopus (Kalchbr.)Quel.
LERKIKOLLUR
Hatturinn 3-6 cm í þvermál, fyrst hvelfdur eða
hnýfður (bjöllulaga), með niðurbeygðu eða inn-
beygðu barði, en brettist upp með aldrinum og
verður þá oft flatur, en þó oftast með dálitlum
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
75