Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 120

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 120
lýsing og raflagnir í hana. Tvær kjarrsagir og ein keðjusög voru keyptar. Á Hreðavatni var að mestu lokið við að stand- setja kjallara og ýmsar aðrar lagfæringar gerðar, svo að húsið þar er að verða einstaklega vistlegt fyrir vinnufólk. Á Vöglum var keypt „Kulla“ jarðvinnslutæki fyrir gróðursetningu í félagi við Skógræktarfélag Eyfirðinga. AS Borregaard í Noregi lánaði gróð- ursetningarvél, sem þeir gátu ekki notað í venju- legum skógarjarðvegi þar, en sýnist álitleg til notkunar í íslenskum jarðvegi. Ekki eru líkur til, að þessari vél þurfi að skila. Fyrir ábendingu Ragnars Strpmnes tilraunastjóra í ræktunartækni við skógræktartilraunastöðina á Ási og velvilja Knut Torp, skógræktarstjóra Borregaard, komst þetta í kring. Keyptur var flutningskassi á dráttarvagninn, sem fy.lgir vörubílnum. Fékkst hann á kjörverði. Þetta þýðir, að flutningageta vörubílsins með plöntur tvöfaldast. Loks var skipt á gömlu Zetordráttarvélinni og 100 hestafla Ursusdráttarvél nýrri. Var milligjöf rúmar 400 þús. kr. Ursusvélin er nægilega kraft- mikil til þess að draga algeng jarðvinnslutæki fyrir gróðursetningu. Á Hallormsstað var ýmislegt gert og keypt: Settur var upp nýr og fullkominn viðarofn í umdæmisbústað. Er hann með innbyggðum túp- um til vatnshitunar. Fíið mesta þing. Skipt var um glugga í gamla timburhúsinu og gamla klæðningin var tekin af húsinu, hefluð og fúavarin. Þessu var þó ekki að fullu lokið, og ennfremur þarf að skipta um járn á þaki hússins. í stóru skemmunni í Mörkinni voru smíðuð tvö geymsluherbergi til þess að geyma í eiturefni o.fl., sem áður hafði legið á glámbekk. Keypt var tölva IBM PC með prentara af Facit gerð með öllum nauðsynlegum búnaði. Á Tumastöðum var keypt sams konar tölva og búnaður. í júlí brann CASE-hjólagrafan eina nóttina. Fjármálaráðuneytið bætti skaðann af myndar- skap (ríkisstofnanir mega ekki kaupa frjálsar tryggingar, heldur tekur fjármálaráðuneytið á sig áhættuna af slíku tjóni) og með sölu á flakinu fengust bætur að upphæð 930 þús. kr. í staðinn var keypt CASE 580 F 4x4 smíðaár 1982. Með tvöföldun á afturhjólum kostaði hún 590 þús. kr. umfram hina gömlu. Teljast þetta hin bestu kaup. Á Suðurlandi var reist í Þjórsárdal starfs- mannahús á þann grunn, sem gerður var 1985. Var húsið gert fokhelt og einangrað að mestu. Frágangi að utan er lokið. Helgi Garðarsson húsasmíðameistari á Selfossi vann verkið að öllu leyti undir eftirliti framkvæmdadeildar Innkaupa- stofnunar ríkisins og eftir samningi við hana. í Haukadal var keypt ein kjarrsög og ein keðjusög, báðar af Jonseredgerð. Á aðalskrifstofu var keypt sams konar tölva og búnaður og á Hallormsstað og Tumastöðum. FRAMKVÆMDIR í FLJÓTSDAL Aðeins var gróðursett á tveimur bæjum, Gunn- laugsstöðum og Víðivallagerði 8.100 plöntur af stafafuru (2.600 pl.) og rússalerki (5.500 pl.). HÉRAÐSSKÓGRÆKTARÁÆTLANIR í Suður-Þingeyjarsýslu var gróðursett á 5 bæj- um: Breiðumýri, Breiðanesi, Laugabóli, Lauga- felli og Víðifelli. Alls 20.260 pl. Lagt var fram fé til girðinga á Breiðanesi og Jódísarstöðum, alls 150 þús. kr. Tilhögun til bráðabirgða er sú, að bændurnir sjá um gróðursetningu, en fá plöntur afhentar ókeypis. f Eyjafirði, þar sem Skógræktarfélag Eyfirð- inga hefir á hendi framkvæmdina, voru gróður- settar 30 þús. plöntur. í Borgarfirði var áfram unnið að undirbúningi áætlunar á 5-6 jörðum. Á Suðurlandi varð biðstaða í nytjaskógrækt á bújörðum, þar eð ágreiningur kom upp milli bænda í Laugardal og stjórnvalda út af málum, sem voru óviðkomandi sjálfri skógræktinni. GERÐ RÆKTUNARÁÆTLANA Hinn 1. júlí hóf Arnór Snorrason skógfræði- kandidat störf hjá Skógrækt ríkisins. Hann brautskráðist um vorið frá skógræktardeild land- búnaðarháskólans á Ási í Noregi. Verksvið hans er gerð ræktunaráætlana og vinnur hann á aðal- skrifstofu. Fyrsta viðfangsefni hans er að finna heppilega 118 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.