Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 59

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 59
MAGNÚS PÉTURSSON Skógrækt og þjóðarhagur Fræðigreinin „ekología", vistfræði, er til þess að gera ný af nálinni. Orðið eitt er ekki eldra en um það bil eitt hundrað ára. í þessum fræðum er komið víða við, heimilið, maðurinn, hafið og skógurinn eru allt hlutar af okkar ekologíu. Öll vísindi leitast við með einum eða öðrum hætti að skýra og ljóstra upp fyrir okkur leyndardómum tilverunnar. í þessari viðleitni hefur okkur miðað vel á veg, en sem betur fer er margt enn óráðin gáta. Þetta á við hvort heldur í hlut eiga náttúru- vísindi eða hugvísindi. Ég segi, sem betur fer, því mikið væri tilvera okkar snauð ef ekki væru til spurningar sem kölluðu á svör og skoðanir. Það kann að virðast sérstætt að hefja umræður um skógrækt og þjóðarhag með þessum orðum, en eins og í góðri stærðfræði þarf samnefnara til þess að tvö brot verði lögð saman. Skógrækt nú á tímum er ekki frekar en áður hrein náttúrufræði, því hún ber sterkan keim af hagfræði. Með svipuðum hætti má segja að hagur sérhverrar þjóðar sé ekki eingöngu falinn í verðmætum sem mæld verða í tölum, heldur einnig huglægum verðmætum. Hamingja hvers manns felst að hluta í þeirri lífsfyllingu sem umhverfi veitir honum og honum lærist að meta sem verðmæti. Af þessu mætti hagfræðin einnig taka mið. Biðlund manna eftir afrakstri verka sinna er iðulega lítil. Skammtímahagsmunir hafa oft á tíðum verið teknir fram yfir þá hagsmuni sem varða okkur miklu þegar til lengri tíma er litið. Hér þarf ekkert frekar að hafa í huga gróður- þekju landsins því það má fullt eins vel líta til auðæfa hafsins. Fyrir tiltölulega fáum árum var talið að fiskistofnarnir væru í hættu vegna ofveiði. Þar virðist nú sem þjóð og náttúra hafi fundið jafnvægi með takmörkun veiðanna. Freisting til aukinna veiða er mikil en vonandi bera menn gæfu til þess að fórna skammtíma hagsæld fyrir uppskeru í framtíðinni. Gróðureyðing er annað dæmi um það hvernig gengið hefur verið á náttúrugæði í viðleitni manna til þess að bæta afkomu sína. Þar á að vísu okkar kynslóð minnst- an hlut að máli en það má einu gilda. Áður fyrr voru skógar taldir til efnislegra verðmæta og hækkuðu verð jarðar. Það sem við gerðum var að taka út nánast allan höfuðstólinn og eigum nú hvorki skóg til nytja né til yndisauka svo ein- hverju nemi. Það sem við teljum okkur eiga er vissa um það að tré og jafnvel nytjaskógar geti dafnað í landinu og að til skógræktar höfum við færni, framtak og frjósamt land. Ég spyr mig því þessarar spurningar: Hvaða rök hníga að því að mannafla, landi og fjármunum verði varið til skógræktar í smáum eða stórum stíl á næstu árum? Getum við reitt okkur á það að slíkt starf verði einhvers metið af þeim sem landið erfa? Áður en lengra er haldið vil ég að þið hugleiðið með mér hvað áunnist hefur í skógræktarstarfi síðustu áratugina. Að því er næst verður komist nemur samanlagt fé til skóg- eða trjáræktar í landinu frá því 1970 um 1,7 milljörðum króna miðað við núverandi verðgildi krónunnar. Meginhluti þessa fjármagns hefur farið um Skóg- rækt ríkisins, skóg- eða trjáræktarstarf Reykja- víkurborgar og Akureyrarbæjar og skógræktarfé- lögin. Þessu til viðbótar hefur merkilegt starf verið unnið af öðrum sveitarfélögum og einstakl- ingum sem ég hef ekki tök á að meta með sama hætti. Fyrir tilstuðlan þjóðargjafarinnar frá árinu 1974 rann aukið fjármagn til skógræktarstarfs. Til fróðleiks þá jafngildir landgræðsluáætlun og við- ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.