Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 93
Stjórn Skógrœktarfélags Hafnarfjarðar og Garðabœjar í Skólalundi haustið 1986. Talið frá vinstri: Björn Árnason,
Svanur Pálsson, Hólmfríður Finnbogadóttir, Jóhann Guðbjartsson, Pétur Sigurðsson, Ólafur Vilhjálmsson og Viðar
Pórðarson. Ljósm. Ellert Borgar Þorvaldsson.
plöntum, sem hefur orðið til þess að skjóta
styrkari stoðum undir fjárhag þess.
bæjargirðingin og spildurnar
Haustið 1979 var lokið við nýja girðingu, sem
stundum hefur verið kölluð Bæjargirðing og nær
frá Grísanesi til suðausturs austan í Stórhöfða,
austur að Kaldárseli og þaðan norðaustur í
Heiðmerkurgirðingu. Þessi framkvæmd var kost-
uð af fjárveitingu úr ríkissjóði, svokallaðri Þjóð-
argjöf, og Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ. Girðing
þessi friðar um 1250 hektara, en innan hennar eru
tvær girðingar skógræktarfélagsins, Gráhellu-
hraunsgirðing og Hvaleyrarvatnsgirðing auk
sumarbústaðalanda í Sléttuhlíð.
Snemma á árinu 1980 fól Hafnarfjarðarbær
skógræktarfélaginu umsjón með mestum hluta
þessa svæðis, þ.e.a.s. þeim hluta þess, sem Hafn-
arfjarðarbær réð yfir. Þá um vorið mældu starfs-
menn Hafnarfjarðarbæjar út um 40 spildur á
þessu svæði, sem úthlutaðar voru félögum,
skólum og einstaklingum til uppgræðslu og trjá-
ræktar. Hafa sumir þessir aðilar lagt sig mjög
fram við þessi landbótastörf, svo að landið er á
nokkrum stöðum að byrja að breyta um svip.
Þessi úthiutun á spildum hefur orðið mikil lyfti-
stöng fyrir félagið, því að þá komu nokkrir nýir
félagar, sem hafa orðið virkir í félaginu og hleypt
auknum þrótti í starfsemina.
ÁFÖLL OG VONBRIGÐI
Nú, þegar félagið stendur á þessum tíma-
mótum, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir
árangrinum af starfinu. Ýmsa erfiðleika hefur
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
91