Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 113
Vaglir í Fnjóskadal: Vinnsla
á arinviði fer vaxandi.
Mynd: S.Bl., 27-03-87.
SKÓGARHÖGG
Eins og um langt skeið var það nær eingöngu á
Vögium í Fnjóskadal og á Hallormsstað.
A Vöglum féllu 119 tonn birkis. Úr þeim
fengust 980 girðingarstaurar, 101 tonn reykinga-
viðar og 18 tonn arinviðar.
A Hallormsstað var ekki gefin upp heildartala í
tonnum, en afurðir voru þessar: 1.630 girðinga-
staurar, 700 trjástoðir (úr lerki), 2.990 pokar (20
kg) af arinviði, 6500 dm1 af efniviði úr birki, 1.350
dm’ af efniviði úr lerki.
Birki féll mest í svonefndum Hólabörðum við
Ormsstaði. Grisjun í gömlum skógi, sem á að
standa. Meginið af lerki féll á Hafursá í svo-
nefndri Stóruvík. Var það fyrsta grisjun í teig,
sem gróðursettur var 1968.
Jólatré. Tæplega 1.400 fleiri jólatré féllu en
árið 1985. Enginn vafi er á því, að heildarsala á
jólatrjám jókst, því að innflutningur á norð-
mannsþin var miklu meiri en áður. Hins vegar
breyttist skipan innflutnings á jólatrjám til sam-
ræmis við innflutning á blómum í þá veru, að ekki
var Ieyfður innflutningur á þeim tegundum jóla-
trjáa, sem hægt er að framleiða nóg af í landinu.
Auk þess var verði á íslenska rauðgreninu haldið
mjög lágu. Jólatrén voru að þessu sinni þokkaleg,
en þó gulnuðu mjög þau, sem ekki voru höggvin
fyrr en í desember. Kom þetta einkum niður á
Skorradalstrjánum. Heita mátti, að upp seldust
þau jólatré sem höggvin voru. Sjá töflu 5.
Hnausplöntur. í Skorradal voru 624 hnaus-
plöntur stungnar úr skógi af alls 9 trjátegundum.
Mikið var einnig stungið af hnausplöntum á
Hallormsstað og í Pjórsárdal, 460 tré, en ekki
sundurliðað í tegundir. í Þjórsárdal var hafður á
sami háttur og 1984, að fólk fékk að stinga trén
sjálft og þau seld á föstu verði.
HIRÐING SKÓGLENDA
Borgarfjarðarsýsla: Meira var unnið að þessu í
Skorradal en oftast áður, án að þess það sé
tíundað í einstökum atriðum. Dreift var 6 tonnum
af áburði á jólatrésreiti.
Vesturland: Grisjað var allmikið í Jafnaskarðs-
skógi og unnið fyrir Kaupfélag Borgfirðinga í
Norðtungu.
Norðurland eystra: Minna var unnið við þetta
en sl. ár, aðallega í Fells-, Þórðarstaða- og
Vaglaskógum.
Austurland: Aðallega var unnið við þetta í
júlímánuði og áhersla lögð á jólatrésreiti, en
hvergi nærri nóg að gert. Birkiteinungur í Hall-
ormsstaðaskógi tók geysilegan kipp hlýja sumarið
1984 og virðist sú mikla sókn halda áfram af
fullum þunga. Á þetta raunar við um allan
ungskóg af birki.
Suðurland: Miklu minna var unnið að hreinsun
teinungs en ætlað var. Dreift var 2 tonnum af
áburði á jólatrésreiti.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
111