Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 137
stjórnar og greindi frá helstu málum, sem af-
greidd höfðu verið frá síðasta aðalfundi og öðrum
þeim viðfangsefnum sem unnið væri að innan
nefnda og stjórnar. í lok máls síns beindi hún því
til skógræktarfélaganna að þau yrðu að beita sér
fyrir því að efla skógræktina heima í héruðum.
Framkvæmdastjóri félagsins flutti því næst
yfirlit um störf s. 1. árs. A vegum félaganna hefðu
verið gróðursettar 245 þús. plöntur og umhirða
plantna hefði stóraukist á árinu. Sú nýbreytni
varð á fræðslustarfinu, að á sumrinu 1985 réðst
Brynjólfur Jónsson skógfræðistúdent til starfa hjá
Skógræktarfélaginu. Fór hann á milli félaganna á
Vestfjörðum og Vesturlandi og leiðbeindi þeim
um ýmis fagleg efni auk þess sem hann veitti þeim
margvíslega félagslega aðstoð. Þetta væri spor í
rétta átt, en vinna yrði að því að fá ráðinn
erindreka í heilsársstarf fyrir félagið.
Sigurður Blöndal skógræktarstjóri ávarpaði því
næst fundinn. Hann kvað skógræktina hafa með-
byr, sem nauðsynlegt væri að nota sér. Kæmi sá
meðbyr m. a. í kjölfar þeirrar kreppu, sem hefð-
bundinn landbúnaður væri nú í.
Þorvaldur S. Þorvaldsson gjaldkeri félagsins
lagði fram reikninga þess og Skógræktarsjóðs
Húnavatnssýslu, en þeim var dreift fjölrituðum til
fundarmanna. Reikningarnir voru bornir upp og
samþykktir samhljóða.
Að þessu ioknu var kosið í nefndir og lagðar
fram þær tillögur sem fundinum höfðu borist.
Eftir matarhlé fyrsta fundardag hófst fundur að
nýju með því að fulltrúar skógræktarfélaganna
gáfu skýrslur um starfsemi félaganna. Allmiklar
umræður spunnust út af skýrslum félaganna og
fram komnum tillögum og málum, s. s. um
tillögu um frekari friðun á Reykjanesskaga og
tillögu um ráðningu erindreka fyrir félagið.
Fundur hófst að nýju á laugardagsmorgun með
erindi Vilhjálms Lúðvíkssonar. Hann kvað mark-
mið í skógrækt oft vera nokkuð óljós og nefndi
nokkur dæmi þar um. Skógræktin ætti að beina
kröftum sínum á færri landsvæði en verið hefur og
vinna eftir langtímaáætlunum, a. m. k. þegar um
nytjaskógrækt er að ræða. Hið sama gilti raunar
um önnur ræktunarmarkmið, s. s. skógrækt til
landgræðslu og útivistar.
Miklar og fjörugar umræður spunnust út af
erindi Vilhjálms. Létu menn í ljós ánægju sfna
yfir tímabæru erindi og ræddu kosti og galla á
hugmyndum þeim er fram komu í erindinu.
Eftir hádegisverðarhlé var farin skoðunarferð
að Kröflu, skoðað virkjunarsvæðið og stöðvar-
hús. Þaðan var haldið í Höfða, skoðuð trjáræktin
þar og þegnar þar veitingar í boði Skútustaða-
hrepps.
Um kvöldið sátu fulltrúar og gestir veislu í boði
sýslunefndar S.-Þingeyjarsýslu. Að borðhaldi
loknu var haldin kvöldvaka í umsjá heimamanna
og var þar margt til skemmtunar. Á kvöldvök-
unni var Wilhelm Elsrud, fv. framkvæmdastjóri
Norska skógræktarfélagsins, sæmdur gullmerki
Skógræktarfélags íslands, en hann hafði áður á
fundinum verið kjörinn heiðursfélagi. Þá var
þeim Hólmfríði Pétursdóttur, Reynihlíð, og Ing-
ólfi Sigurgeirssyni, Stafni, veitt verðlaun fyrir vel
unnin störf í skógrækt. Við sama tækifæri var
Wilhelm Elsrud framkvœmdastjóri Skógræktarfélags
Noregs varfulltrúi þess á aðalfundinum. Hér sést hann (í
miðið) á tali við ísleif Sumarliðason (t.v.) og Pál
Guttormsson (t.h.). Mynd: S.Bl.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
135