Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 89
ÞUNGMÁLMAR
Þungmálmar í andrúmslofti stafa af því að
kolum og olíu er brennt í orkuverum, iðnverum
og málmvinnslustöðvum, en mikið af blýi í and-
rúmslofti er komið úr blýbættu bensíni.
Komið hefur í ljós að blý, kadmíum, kopar og
sink, einkum þó sink, hefur aukist í barr- og
lauffalli og jarðvegi hátt yfir sjávarmáli í Appal-
achiafjöllum norður til Nýja-Englands. Við
Camel’s Hump í Vermont og á Mitchellfjalli í N.-
Karólínu hafa fundist allt að 2 g af blýi á fermetra
skógarbotns (allt að 10 sinnum meira en eðlilegt
er) (18).
Andrew Friedland við Pennsylvaníuháskólann
fann 200 mg af blýi í hverju grammi af jarðvegi í
barr- og lauffalli skógarins á Camel’s Hump, en
þar hafa 70 hundraðshlutar af rauðgreni í vestur-
hlíðunum orðið fyrir verulegum skemmdum (19).
Rannsóknir gerðar á vegum EPA, Mengunar-
varnastofnunar Bandaríkjanna, benda til þess að
blý geti dregið úr rótarvexti ef 3 til 10 pg eru af því
í hverju grammi af jarðvegi (3). En verstu eitur-
áhrif þungra málma geta verið óbeinni og var-
hugaverðari er til lengdar lætur.
Dr. D. R. Jackson og samstarfsmenn hans
komust að því að þungmálmar eru lausir í jarð-
veginum (losna auðveldlega, einkum samfara
súru regni) og eiga þátt í aukinni útskolun næring-
arefna. Samt sem áður telur Jackson að „mengun
af þungmálmum hafi meiri áhrif á vinnslu næring-
arefna úr jarðvegi en á ljóstillífun blaðanna“ (20).
Svo virðist sem þungmálmar hamli gagnlegum líf-
verum í jarðvegi, einkum sveppum og gerlum,
svo að þeim tekst ekki að brjóta lífrænt efni niður
í þau næringarefni sem trén þurfa og breyta
þannig eðlilegri hringrás efna í jarðveginum.
Einnig er vitað að sýra í jarðvegi hefur mikil
áhrif á upplausn og upptöku blýs og annarra
þungmálma. Rannsóknir hafa leitt í ljós að lífver-
ur í jarðvegi verða fyrir greinilegum eituráhrifum
af málmum ef sýran í jarðveginum eykst (3).
Samkvæmt þessari kenningu hafa þungmálmar
í andrúmslofti áhrif á eðlilega starfsemi plantna.
Enn sem komið er hafa vesturþýskir vísindamenn
ekki fundið svo mikið af blýi eða öðrum málmum
að það skaði plöntur í jarðvegi skóga þar sem
skógadauði hefur orðið. Það táknar ekki að
þungmálmar komi ekki við sögu. Rannsóknir
hafa leitt í ljós að þungmálmar geta verið sam-
verkandi öðrum mengunarvöldum og valdið
miklu álagi á vistkerfi skóganna á tilteknum
stöðum á stórum svæðum.
NIÐURRÖÐUN SKAÐVALDANNA
Eftir því sem rannsóknir í Evrópu og N.-
Ameríku greina einstaka þætti er Ijóst að ástæður
fyrir hnignun skóga eru breytilegar frá einu svæði
til annars og jafnvel frá einum lundi til annars á
sama svæði. Þegar um hnignunareinkenni er að
ræða virðist ekkert óbreytilegt.
Þrátt fyrir það eru vísindamenn að verða sam-
mála um helstu frumorsakimar. Þar sem lífrænir
og ólífrænir þættir eru yfirleitt álitnir vera aðeins
meðverkandi þættir eru það eingöngu mengunar-
valdamir sem eru taldir upp sem frumorsakir.
Eins og fram kemur á meðfylgjandi skrám eru
helstu ástæður hnignunar skóga í N.-Ameríku
nokkuð aðrar en í A.- og V.-Evrópu. Mengunar-
valdarnir em taldir vera þeir sömu en áhrif þeirra
eru mismikil og misjafnlega mikilvæg.
HELSTU SKAÐVALDAR
Norður-Ameríka (3)
(raðað eftir mikilvægi)
— Óson
— Nýtanlegt köfnunarefni. Þar með allt úrfelli
nýtanlegra köfnunarefnissambanda (saltpétur
N03, saltpéturssýra HN03, ammoníak NH3
og ammoníum-sambönd NH4
— Aðrar lofttegundir sem skaða plöntur, þar
með talin köfnunarefnisoxíð NOx, brenni-
steinsdíoxíð S02, flúor F, og bæði peroxacet-
ylnítrat (PAN) og peroxyproprionylnítrat
(PPN)
— Eitraðir málmar, einkum blý, kadmíum, sink
og kopar
— Jónir í súru regni sem hafa áhrif á sýmstig og
næringarnám, þar með talið kalíum, natríum,
magnesíum, kalsín, vetni, nítrat, súlfat, fosfat
og klóríð
— Lífræn efnasambönd sem hafa áhrif á vöxt svo
sem ethylen og anilín
Þessi skrá á einkum við um skóga á láglendi. Ef
hún ætti aðeins við um skóga á hálendi væri röðin
önnur. Þá kæmi ofgnótt köfnunarefnis fyrst,
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
87