Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 89

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 89
ÞUNGMÁLMAR Þungmálmar í andrúmslofti stafa af því að kolum og olíu er brennt í orkuverum, iðnverum og málmvinnslustöðvum, en mikið af blýi í and- rúmslofti er komið úr blýbættu bensíni. Komið hefur í ljós að blý, kadmíum, kopar og sink, einkum þó sink, hefur aukist í barr- og lauffalli og jarðvegi hátt yfir sjávarmáli í Appal- achiafjöllum norður til Nýja-Englands. Við Camel’s Hump í Vermont og á Mitchellfjalli í N.- Karólínu hafa fundist allt að 2 g af blýi á fermetra skógarbotns (allt að 10 sinnum meira en eðlilegt er) (18). Andrew Friedland við Pennsylvaníuháskólann fann 200 mg af blýi í hverju grammi af jarðvegi í barr- og lauffalli skógarins á Camel’s Hump, en þar hafa 70 hundraðshlutar af rauðgreni í vestur- hlíðunum orðið fyrir verulegum skemmdum (19). Rannsóknir gerðar á vegum EPA, Mengunar- varnastofnunar Bandaríkjanna, benda til þess að blý geti dregið úr rótarvexti ef 3 til 10 pg eru af því í hverju grammi af jarðvegi (3). En verstu eitur- áhrif þungra málma geta verið óbeinni og var- hugaverðari er til lengdar lætur. Dr. D. R. Jackson og samstarfsmenn hans komust að því að þungmálmar eru lausir í jarð- veginum (losna auðveldlega, einkum samfara súru regni) og eiga þátt í aukinni útskolun næring- arefna. Samt sem áður telur Jackson að „mengun af þungmálmum hafi meiri áhrif á vinnslu næring- arefna úr jarðvegi en á ljóstillífun blaðanna“ (20). Svo virðist sem þungmálmar hamli gagnlegum líf- verum í jarðvegi, einkum sveppum og gerlum, svo að þeim tekst ekki að brjóta lífrænt efni niður í þau næringarefni sem trén þurfa og breyta þannig eðlilegri hringrás efna í jarðveginum. Einnig er vitað að sýra í jarðvegi hefur mikil áhrif á upplausn og upptöku blýs og annarra þungmálma. Rannsóknir hafa leitt í ljós að lífver- ur í jarðvegi verða fyrir greinilegum eituráhrifum af málmum ef sýran í jarðveginum eykst (3). Samkvæmt þessari kenningu hafa þungmálmar í andrúmslofti áhrif á eðlilega starfsemi plantna. Enn sem komið er hafa vesturþýskir vísindamenn ekki fundið svo mikið af blýi eða öðrum málmum að það skaði plöntur í jarðvegi skóga þar sem skógadauði hefur orðið. Það táknar ekki að þungmálmar komi ekki við sögu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þungmálmar geta verið sam- verkandi öðrum mengunarvöldum og valdið miklu álagi á vistkerfi skóganna á tilteknum stöðum á stórum svæðum. NIÐURRÖÐUN SKAÐVALDANNA Eftir því sem rannsóknir í Evrópu og N.- Ameríku greina einstaka þætti er Ijóst að ástæður fyrir hnignun skóga eru breytilegar frá einu svæði til annars og jafnvel frá einum lundi til annars á sama svæði. Þegar um hnignunareinkenni er að ræða virðist ekkert óbreytilegt. Þrátt fyrir það eru vísindamenn að verða sam- mála um helstu frumorsakimar. Þar sem lífrænir og ólífrænir þættir eru yfirleitt álitnir vera aðeins meðverkandi þættir eru það eingöngu mengunar- valdamir sem eru taldir upp sem frumorsakir. Eins og fram kemur á meðfylgjandi skrám eru helstu ástæður hnignunar skóga í N.-Ameríku nokkuð aðrar en í A.- og V.-Evrópu. Mengunar- valdarnir em taldir vera þeir sömu en áhrif þeirra eru mismikil og misjafnlega mikilvæg. HELSTU SKAÐVALDAR Norður-Ameríka (3) (raðað eftir mikilvægi) — Óson — Nýtanlegt köfnunarefni. Þar með allt úrfelli nýtanlegra köfnunarefnissambanda (saltpétur N03, saltpéturssýra HN03, ammoníak NH3 og ammoníum-sambönd NH4 — Aðrar lofttegundir sem skaða plöntur, þar með talin köfnunarefnisoxíð NOx, brenni- steinsdíoxíð S02, flúor F, og bæði peroxacet- ylnítrat (PAN) og peroxyproprionylnítrat (PPN) — Eitraðir málmar, einkum blý, kadmíum, sink og kopar — Jónir í súru regni sem hafa áhrif á sýmstig og næringarnám, þar með talið kalíum, natríum, magnesíum, kalsín, vetni, nítrat, súlfat, fosfat og klóríð — Lífræn efnasambönd sem hafa áhrif á vöxt svo sem ethylen og anilín Þessi skrá á einkum við um skóga á láglendi. Ef hún ætti aðeins við um skóga á hálendi væri röðin önnur. Þá kæmi ofgnótt köfnunarefnis fyrst, ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.