Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 44
C. Eþíópía, Kaffa. Gróðursett eukalyptustré 14 mánaða
gömul. Trén eru nœstum 6 m há. Ársúrkoma 1.400 mm.
Rétt kvæmaval getur aukið vöxt um helming.
til, þar eð nánast enginn skógur er eftir. Á fyrri
öldum eyddust skógarnir hratt. Pað gæti verið um
að ræða 30.000 km2, eða 3 millj. ha.
1. mynd sýnir, hvernig þetta gerist. Orsakanna
er að leita í hugtakinu „Landnýting“.
Eyðingu skóga „þriðja heimsins" má að hálfu
leyti rekja til þess, að skógur er höggvinn til þess
að brjóta land til akuryrkju og nýta það til beitar.
Búskaparhættir eru frumstæðir og fólki fjölgar
ört. Pví fer sem fer. Fátækt er sá félagslegi þáttur.
sem liggur að baki þessu ferli. Fátækt fólk á
einskis annars úrkosti en mergsjúga náttúruauð-
lindirnar. En búsmalinn veldur langsamlega
mestu um þessa rányrkju á beitilöndunum. Á
landsvæðum, þar sem úrkoma er lítil, leiðir
ofbeitin til uppblásturs og við sjáum nú eyði-
merkur, þar sem áður voru grænir skógar.
Til þess að snúa þessu hjóli við og græða skóg á
ný, þarf að breyta landnýtingu. Þar rekast á
venjur, menning, ræktunaraðferðir og ýmiss kon-
ar félagsleg og efnahagsleg atriði. Næstum alltaf
reynist erfiðara að fást við þessi vandamál en
þau, sem beinlínis varða sjálfa skógræktina. Fé-
lagsleg atriði eru sem sé erfiðari viðfangs en sjálf
skógræktin. Skipuleggjarar hjálparstarfs hafa
árum saman reynt að gera sér grein fyrir, hverjir
þessara þátta vega þyngst. Leitað er að kjarna
málsins. Ein leið til þess er sýnd á skipuriti á bls.
41. Fyrst er litið á fjóra hefðbundna framleiðslu-
þætti (jarðveg, þekkingu, vinnuafl og fjármagn),
sem rekja má sundur á þann hátt, sem myndin
sýnir. Reitirnir, sem afmarkaðir eru með tvö-
földu striki, tákna þá þætti, sem auðveldast er að
fást við og þar sem bestur árangur hefir náðst.
Niðurstaðan er í rauninni sú, að einkaeign á landi
gefi betri raun en sameign og ennfremur, að betra
sé, að land gangi í erfðir en það erfist ekki. Þetta
á sem sé við um nýskógrækt. Reitirnir, sem
markaðir eru með brotni striki, tákna það, þegar
rikið á skóginn, nýskógræktin er fjármögnuð með
ríkisframlagi. Stundum hefir gefist vel að hafa
þennan hátt á.
Til þess að skýra þetta betur eru tvö dæmi
hentug, annað frá Suður-Kóreu, en hitt frá Ind-
landi.
í Suður-Kóreu voru skógarnir afar illa farnir
eftir heimstyrjöldina og Kóreustríðið.
f upphafi áttunda áratugarins ákvað ríkisstjórn-
in að endurreisa sveitir landsins. Hér var hlutur
skógræktar mjög stór.
í fylkinu Gujarat í Indlandi var efnt til umtals-
verðrar skógræktar í eigu einstaklinga á áttunda
áratugnum með fjárhagslegri aðstoð Alþjóða-
bankans. Þarna var áður mikill skortur á viði, en
nú hefir verið bætt úr því.
Þetta eru tvö dæmi um verkefni, sem hafa
heppnast. Menn hafa rannsakað þau gaumgæfi-
lega til þess að leita skýringa á hinum góða
árangri. Á einfaldan hátt er reynt að sýna árang-
urinn í 3. mynd. Þegar bornar eru saman niður-
stöður í þessum tveimur dæmum kemur margt
svipað í ljós. Sumar þeirra eru þessar:
- „Breiður grundvöllur" í Kóreu fól í sér
samræmda uppbyggingu í sveitunum. Þetta
líktist mjög „öflugum pólitískum stuðningi í
Gujarat“.
- mikilvægi þess að fá almenna þátttöku, birt-
42
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987