Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 95
/ Kúadalsgirðingu haustið
1986. Ljósm. Svanur Pálsson.
heppilegt hér suðvestanlands, þó að það hafi
reynst vel á Norður- og Austurlandi. Sumt af því
Iitla, sem hefur verið gróðursett af lerki í girðing-
um félagsins, er nú farið að verða æ meira
áberandi, svo að þessi tegund er að verða áhuga-
verðari fyrir okkur en áður var.
Óhætt er að fullyrða, að nú á þessum tíma-
mótum er starfsemi félagsins þróttmikil, enda
gefur árangur undangenginna ára fólki tilefni tii
bjartsýni. Ekki verður dregið í efa, að félagið
hefur verið Hafnarfjarðarbæ mikils virði, enda
hefur starfið beinst að því að rækta upp land í eigu
bæjarins, land, sem hefur verið mjög illa farið
eftir slæma meðferð öldum saman. Ekki er síður
mikilvægt, að hafnfirsk börn og unglingar hafa
tekið virkan þátt í skógræktarstarfi með því að
vinna í gróðrarstöðinni, við gróðursetningu og
umhirðu og hafa þau komist með þeim hætti í
náin tengsl við náttúruna og gróðurinn. Glöggt
má sjá, þegar gengið er um þau svæði, sem
félagið hefur gróðursett í, að víða eru komnir upp
álitlegir trjálundir, sem fólk sækir í vaxandi mæli
til á góðviðrisdögum. Þannig eru þessi svæði
orðin mjög vinsæl til útivistar svo sem í Gráhellu-
hrauni og Undirhlíðum.
Vafalítið verður umhverfi Hvaleyrarvatns eftir-
sóttur útivistarstaður um næstu aldamót, en þar
hefur skógræktarfélagið á síðustu árum lagt mikla
áherslu á að græða upp og gróðursetja trjá-
plöntur.
Skógræktarfólk horfir björtum augum til fram-
tíðarinnar nú á þessum tímamótum með reynslu
liðinna ára í veganesti, ekki síst vegna þess áhuga,
sem nú ríkir á að bæta þau spjöll, sem landið
hefur orðið fyrir á liðnum öldum.
ARSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
93