Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 94
Úr gróðrarstöð.
verið við að etja, t.d. vorhretið 9. apríl 1963, en
þá lækkaði hitastigið úr rúmlega 10 stiga hita í 10
stiga frost á einum sólarhring eftir langvarandi
hlýindi, en gróður var þá þegar mikið farinn að
taka við sér. Varð mikið tjón á trjágróðri af
erlendum uppruna, einkum greni og alaskaösp.
Þetta varð til þess að margir misstu áhuga á
skógrækt, en í rauninni var þetta ómetanleg
reynsla við val á trjátegundum og kvæmum
þeirra. Annað mikið áfall, sem félagið varð fyrir,
er bruninn í Hvaleyrarvatnsgirðingunni 8. maí
1979. Þá kveiktu börn í sinu í suðvesturhorni
girðingarinnar. Eldurinn breiddist um nálægt 15
hektara svæði og olli mjög miklu tjóni. Þá
eyðilagðist að mestu einn fallegasti grenilundur
félagsins norðvestan undir Húshöfða, en trén í
þeim lundi var farið að bera við himin séð frá
Kaldárselsvegi.
Á undanförnum áratugum hafa menn reynt að
auðga íslenska flóru með því að flytja inn er-
lendar trjátegundir og reyna þær við íslenskar
aðstæður. Sumar þær tegundir, sem mikið voru
gróðursettar á fyrstu tveimur áratugum félagsins,
hafa reynst verr en vonir stóðu til. Það eru
skógarfura, sem vel leit út með í fyrstu, en drapst
síðan að mestu um land allt af Iús. Rauðgreni var
talsvert gróðursett í Gráhelluhrauni, en reyndist
ekki nógu harðgert svo nærri sjó. Bergfura hefur
töluvert verið gróðursett í öllum girðingunum, en
vex lítið og verður oft ljót, þegar hún stækkar.
ÁRANGUR
Þar sem hér hefur verið um brautryðjendastarf
að ræða, er ekki óeðlilegt, að skipst hafi á skin og
skúrir. Ekki er við því að búast, að allar trjáteg-
undir, sem reyndar hafa verið, hafi reynst vel.
Þrátt fyrir það er ástæða til að horfa björtum
augum fram á veginn, því að margt hefur vel
tekist og sumar af þeim trjátegundum, sem
reyndar hafa verið, hafa reynst mjög vel. Sitka-
greni var farið að gróðursetja strax á fyrstu árum
félagsins í Gráhelluhrauni og reyndar fyrir þann
tíma í Skólalundi. Einnig hefur verið gróðursett
mikið af því við Hvaleyrarvatn og í Undirhlíðum.
Það hefur vaxið mjög vel þar sem jarðvegur er
nægilega góður og ekki of mikill næðingur, ef
plönturnar hafa verið af heppiiegum kvæmum.
Þar sem því hefur verið plantað í lélegan jarðveg,
hefur það þrifist illa.
Stafafura kom miklu seinna til sögunnar hér,
ekki fyrr en upp úr 1960, en hún hefur vaxið vel í
öllum girðingunum og gerir miklu minni kröfur til
jarðvegs en sitkagreni. Nú orðið binda menn
einna mestar vonir við hana, því að hér er
jarðvegur yfirleitt lélegur. Lerki hefur lítið verið
gróðursett, því að það hefur ekki verið talið
92
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987