Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 60

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 60
bætur á grundvelli hennar á verðlagi dagsins í dag um 1,1 milljarði króna. Þar af komu um 16% í hlut Skógræktar ríkisins sem er að sjálfsögðu talið með í fyrrnefndu fjárhæðinni. Ég held að það sé skógræktarmönnum jafnt sem skattgreiðendum til umhugsunar hvernig þessum fjármunum hefur verið varið og hvort þeir hafa skilað okkur þeim árangri sem vænst var til. Um þetta efni verða eðlilega skiptar skoðanir. Ég tel að það megi skipta starfi í skógrækt frá því um 1950 í þrjá þætti og meta árangurinn með hliðsjón af því. í fyrsta lagi hefur starfið beinst að plöntun trjáa. Mér er sagt að á síðustu 40 árum hafi verið plantað um það bil 14-15 milljónum trjáa. í Heiðmörkinni einni tæpum 2 milljónum plantna. Sumar þessara plantna hafa náð að skjóta rótum og aðrar ekki eins og vill verða. Væri verið að tala um nytjaskógrækt þá er mér sagt að það megi reikna með um 4.000 plöntum á hvern hektara. Með einfaldri deilingu þá jafngildir þetta út- plöntun í um 3.000 hektara, eða 30 ferkm, jafnvel þó svo fjórðungur plantnanna fari forgörðum. Ég vil ekkert um það fullyrða hvort þeir sem að málum hafa starfað eða greitt tilkostnað fella sig við árangurinn af þessu trjáræktarstarfi. í öðru lagi held ég að með góðum rökum megi segja að veigamikið tilraunastarf hafi verið unnið á liðnum árum. Tré hér á landi eru vissulega eldri en frá því um stríð og víða standa fagrir einstakl- ingar. Einkum hin síðari ár hefur skógræktin þó fært okkur dýrmæta reynslu af tilraunum með tegundaval við mismunandi náttúruskilyrði. Þannig hafa vissar tegundir sýnt sig harðgerðari og staðist duttlunga náttúrunnar betur en aðrar. Nú telja menn sig allvel hæfa til þess að mæla með tilteknum tegundum sem betur eru fallnar til umfangsmikillar skógræktar en aðrar. Gleymum því ekki að í slíkri ráðgjöf felst mikil ábyrgð, ekki síst ef hefja á skógrækt sem arðbæra atvinnu- grein. Þá kem ég að þriðja þættinum á sviði skóg- ræktar síðustu áratugina. Það er að glæða skilning landsmanna á yndisauka gróðurs og hver sé skuld okkar við landið eins og það er stundum kallað. I þessu efni eiga félög áhugamanna um trjárækt ekki síst mikinn heiður skilið. Vitanlega hefur áhuginn verið mismikill en alltaf hafa verið einhverjir óbilandi áhugamenn sem hafa haldið starfinu uppi. Mín afstaða er sú, að það sé fyllilega réttmætt og geti leitt til áhugaverðra skoðanaskipta að hugleiða hvernig til hafi tekist í skógræktarstarfi síðustu áratugi. Er forusta í þessu starfi, eins og þarf, á að beina kröftunum á færri staði en þeim mun öflugar. Svo mætti lengi telja. Ég held nefnilega að árangurinn sé fyrst og fremst fólginn í þekkingu og reynslu frekar en trjám og viði. BÚHÁTTABREYTIN G AR — NYTJASKÓGAR Miklar búháttabreytingar eru nú og hafa verið að gerast í landinu. Þær hafa leitt til eins konar tímamóta í umræðu um skógrækt. Samdráttur í framleiðslu hefðbundinna afurða verður til þess að bændur bregða búi. í ofanálag hafa afurðir af gripum og landi aukist og neysluvenjur breyst, sem gefur færi á enn frekari fækkun í bændastétt miðað við að framleiðslan skuli takmörkuð við innanlandsmarkað. Nýjar búgreinar hafa orðið til sem afleiðing. Nægir að nefna í því sambandi alifuglarækt, loðdýrarækt, nýtingu veiðivatna, dúntekju, ferðaþjónustu og nú síðast er rætt um skógrækt eða skógarbúskap. Samkeppnin um landið er því að taka nýja stefnu. Nú ræða menn það í fullri alvöru að brjóta land til skógræktar í stað þess að beita á það kvikfé. Með lögum frá árinu 1984 var lögum um skóg- rækt breytt þannig, að bætt var í eldri löggjöf ákvæði um ræktun nytjaskóga á bújörðum. Þungamiðja þessara Iaga er sú að í héruðum þar sem skógræktarskilyrði eru vænleg styrkir ríkis- sjóður ræktun nytjaskóga á bújörðum, eftir því sem fé er veitt á fjárlögum hverju sinni, enda verði skógræktin þáttur í búskap bænda og jarð- eigenda. Styrkur má nema allt að 80% stofn- kostnaðar við undirbúning skógræktarlandsins þar með taldar girðingar, vegagerð, plöntur og gróðursetning. Þetta er þó háð ákveðnum skil- yrðum um stjórn mála og fleiri þætti. Bændur austanlands og sunnan hafa sýnt mál- inu áhuga. í framhaldi af þessum lögum hafa samtök bænda, nú síðast Búnaðarþing, ályktað um það að vinna þurfi skógarbúskap brautar- gengi, ekki sem hliðarbúgrein heldur sem at- vinnustarfsemi á stærri kvarða. í því sambandi 58 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.