Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 131
mikill kostur, þar sem skortur er á vinnuafli.
Hinsvegar fylgja fjölpottaplöntum ýmsir ókostir.
Pær taka meira pláss í flutningi og eru að sumu
leyti viðkvæmari fyrir hnjaski. Aðalókostur
þeirra er þó sá að þær duga ekki til gróðursetn-
ingar í mikið graslendi sakir þess hve smáar þær
eru — þola ekki samkeppnina við grasvöxtinn.
Reynt hefur verið að bæta úr þessu með
framleiðslu stærri fjölpottaplantna bæði í gróðrar-
stöðinni í Reykjavík og á Akureyri. Meðan
marktæka reynslu skortir á kosti fjölpottaplantna
framyfir venjulegar beðplöntur verður að tryggja
hinum síðartöldu drjúgan hlut í plöntuuppeldinu,
en borið hefur á verulegri vöntun á beðplöntum
síðari ár, sérstaklega á liðnu vori.
Eins og að undanförnu hefur meginið af
gróðursettum plöntum farið á tiltölulega fá svæði,
eða um % hlutar í aðeins 15 girðingar. Gera má
ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram næstu árin,
ekki síst fyrir þá sök að störf skógræktarfélaga
fara vaxandi í þéttbýlinu.
AIls vörðu félögin röskum 2,4 millj. kr. til
plöntukaupa á árinu 1986 og 854 þús. kr. til
gróðursetningarstarfa. Sjálfboðaliðar lögðu fram
455 dagsverk við útplöntun, sem er um 100
dagsverkum minna en árið áður.
Rétt þykir að geta þesS hér að hafin var á ný
gróðursetning í land Skógræktarsjóðs Húnavatns-
sýslu að Fjósum í Svartárdal, en útplöntun hefur
af ýmsum ástæðum legið þar niðri um árabil. Á
s.l. ári voru gróðursettar þar um 5.500 plöntur,
aðallega blágreni og stafafura. Kostnaður vegna
þessa nam tæpum 270 þús. króna.
Þá má einnig geta þess, að fyrir forgöngu
Skógræktarfélags Eyfirðinga og Skógræktarfélags
S.-Þingeyinga voru gróðursettar alls um 50 þús.
plöntur í „bændaskóga", um 30 þús. í Eyjafirði og
tæpar 20 þús. í S.-Þingeyjarsýslu.
1.3 Umhirða:
Á s. I. ári var framhald á því að skógræktar-
félögin nytu aðstoðar við grisjun skógar.
Þeir Helgi Gíslason skógtækninemi og Einar
Lúðvíksson fóru á milli félaganna í júní til sept-
ember og veittu tilsögn við grisjunarstörfin, auk
þess sem þeir unnu að þeim ásamt heima-
mönnum. Alls voru grisjaðir 20 ha, aðallega í
eldri skógarreitum. Þá héldu þeir tvö námskeið í
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS tSLANDS 1987
Kjarnaskógur við Akureyri: Bæjarstaðabirki, sem er
með því beinvaxnasta, sem sést í rœktuðum skógi.
Mynd: S.Bl., 28-03-87.
meðferð mótorsaga fyrir starfsmenn Skógræktar
ríkisins í Þjórsárdal og á Hreðavatni.
Kostnaði af vinnu þeirra félaga var skipt þann-
ig: Skógræktarfélögin greiddu laun þeirra og
uppihald, ásamt rekstri bifreiðar og verkfæra.
Skógrækt ríkisins sá þeim fyrir farkosti og greiddi
hluta af kostnaði vegna verkfærakaupa.
Grisjað var á eftirtöldum landsvæðum og
stöðum:
Á Vesturlandi: Logalandi í Reykholtsdal,
Borgarreit v/Borgarnes, Svignaskarðsreit og Set-
bergi við Stykkishólm.
Á Vestfjörðum: Tunguskógi v/Isafjörð.
Á Norðurlandi: Akursgirðingu í Öxarfirði.
Á Austurlandi: Eyjólfsstaðaskógi, Hjaltalundi
í Hjaltastaðaþinghá, hjá 3 einstaklingum í Fella-
hreppi og á útivistarsvæðunum við Neskaupstað
og Djúpavog.
Á Suðurlandi: Árgilsstöðum í Hvolhreppi.
Þá var mikið unnið að grisjun hjá Skógræktar-
129
9