Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 119

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 119
í fyrsta sinn var nú ekkert dreifsett í beð á Hallormsstað og sáralítið á Laugabrekku. En haldið var áfram að dreifsetja plöntur í móband og fór vaxandi, enda er hugmyndin að halda áfram með þessa aðferð hjá Skógrækt ríkisins. Hún hefir nokkra mjög góða kosti. Þótt fjórðungi meira væri dreifsett í móband en 1985, fækkaði dreifsettum plöntum úr 540 þús. í 340 þús. En í staðinn er stefnt að verulegri aukningu í ræktun bakkaplantna á Hallormsstað og Mógilsá. Miklu fleiri grœðlingum var nú stungið en 1985. Á það við um allar tegundir, en hlutfalls- lega er aukningin mest í alaskaösp, sem nú verður æ vinsælli og vex ótrúlega vel á ótrúlegustu stöðum. Sjá töflu 8. Rúmlega 200 þús. færri skógarplöntur voru afhentar en 1985. Olli þar mestu slysið í gróður- húsinu á Hallormsstað vorið 1985, en líka að beðplöntum fækkaði. Sala garðplantna og skjólbeltaplantna jókst nokkuð frá árinu áður eða um tæp 11 þúsund. Var þetta einkanlega alaskaöspin, og er gott til þess að vita. Sjá töflu 9. Nýjungar. Á Tumastöðum var stungið víði- og aspargræðlingum í fjölpotta af Akureyrargerðinni (150 cm3 fyrir plöntu). Gafst þetta ljómandi vel og vekur vonir um, að slíkar plöntur eins árs gamlar geti orðið brúklegar skógarplöntur, sem planta megi með holpípu. Ennfremur voru bæði á Grundarhóli og Tumastöðum teknir í notkun frauðplastbakkar með 500 cm’ rými á plöntu til þess bæði að framleiða kröftugar plöntur af birki (eins konar millistærð), sem hentað geti áhuga- fólki og til þess að stinga í aspargræðlingum. Baldur Porsteinsson átti hugmyndina að þessum bökkum og sagði fyrir um gerð þeirra. Kostir þeirra koma þó líklega ekki að fullu í ljós fyrr en steypt er á ný, þar eð frauðplastið varð of létt í þessari fyrstu steypu, sem leiðir til þess, að rætur geta vaxið inn í plastið. Bakkarnir eru hugsaðir sem einnota bakkar. Nývirki í gróðrarstöðvum Á Laugabrekku voru reist tvö 84 ferm. plast- dúkahús og keyptir 1500 fjölpottabakkar frá Akureyri, sem voru koparhúðaðir innan til þess að hindra rótarsnúning. Vegna tafa á uppsetn- ingu húsanna og afgreiðslu bakka reyndist ekki unnt að sá í húsin að þessu sinni. Pá er þess að geta, að Þorbergur Hjalti Jónsson útvegaði frá Bretlandi svonefnda vaxtarhólka (Tuley Tubes), sem þar hafa verið notaðir með ágætum árangri á berangri. Voru fluttir inn 1.000 hólkar til kynningar og var 200 þeirra dreift til kynningar á nokkrar stöðvar Skógræktar ríkisins og aðrir seldir ýmsum aðiljum. Ýmsar tegundir plantna voru reyndar í hólkunum og uxu mjög vel. Eftir sumarið 1987 verða plöntur víða vaxnar upp úr hólkunum og kemur þá í ljós hvernig þeim vegnar. Allar líkur benda til, að hér sé um hina merkustu nýjung að ræða, sem sér í lagi gagnist áhugafólki og í ræktun útivistarsvæða. Á Vöglum var unnið við að lengja öll gróður- húsin og var tveimur lokið. Á Hallormsstað var tekinn í notkun Geva áburðarblandari. Stóra gróðurhúsið var lagfært þannig, að fuglar komist ekki inn í það. Þá má kalla það sögulegan atburð, að hætt var uppeldi í elsta græðireitnum (Neðsta-reit), en þar hófst uppeldi árið 1903 og hefir staðið óslitið fram að þessu. Verður hann nú tekinn undir trjá- og runnasafn. Á Tumastöðum voru mjög margir aðalveganna malbornir. Var það hin mesta nauðsyn, þar eð nú má komast vítt um reitinn haust og vor og í bleytutíð. Keypt var frá Finnlandi gróðurhús, sem er 12 X 50 m að flatarmáli og 6,3 m undir mæni. Bogarnir eru úr límtré. Opnunarbúnaður er sjálf- virkur, t.d. stjórnar vindhraðamælir lokun, ef vindálag er mikið. Húsið á að nota bæði til sáningar í beð og fyrir margs konar annað uppeldi og leysa af hólmi ónýta gluggakarma og óhentug lítil dúkhús. I>að kostaði 1,5 milljónir kr., sem fróðustu menn telja mjög hagstætt. Ætlunin var að reisa húsið síðari hluta ársins, en það tókst ekki. Sökkull undir það er allmikið mannvirki, þar eð Tumastaðamýrin er að heita botnlaus. Húsið er með tvöföldum piastdúk, en áformað er að nota hann ekki nema kannski eitt sumar og klæða það síðan með tvöföldu polykarbonati. BYGGINGAR OG TÆKJABÚNAÐUR í Hvammi var vélageymsla einangruð og sett ÁRSRIT SKÖGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.