Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 132
félagi Eyfirðinga, — í Hánefsstaðareit og Vaðla-
reit.
Auk grisjunar unnu mörg félaganna að annarri
hirðingu skógarreita, s. s. illgresiseyðingu og
áburðargjöf.
Klipptur var teinungur og grisjað var frá plönt-
um á 15 ha svæði í Fossselskógi. Sjálfboðaliðar
lögðu fram 430 dagsverk við umhirðustörfin.
Alls vörðu félögin kr. 840 þús. kr. f umhirðu á
s. 1. ári, sem er röskum 300 þús. kr. hærri fjárhæð
en fór til umhirðustarfa árið áður.
1.4 Annar skóglendiskostnaður:
Hér má m. a. nefna að Skógræktarfélag Aust-
urlands lagði 900 m akfæran veg frá orlofsbyggð-
inni á Einarsstöðum upp í gegnum Eyjólfsstaða-
skóg og lét gera 5 m langa brú á Kaldá. Með
þessu gjörbreytist öll aðstaða til aðfanga, grisjun-
ar og töku jólatrjáa í skóginum.
Skógræktarfélag A.-Húnvetninga reisti við-
legu- og verkfæraskúr í landi sínu að Gunnfríðar-
stöðum í Langadal og hafin var gerð göngustíga á
útivistarsvæði Skógræktarfélags Stykkishólms í
Grensási.
Pá var unnið talsvert að framræslu og plægingu
lands, t. d. hjá Skógræktarfélagi Borgfirðinga í
hinu nýja landi félagsins í Grafarkoti.
Annar kostnaður vegna skógræktarsvæða nam
á árinu 1986 röskum 920 þús. kr., og sjálfboðalið-
ar lögðu fram 220 dagsverk við ýmis störf í
skóglendum.
1.5 Plöntuuppeldi:
Að frátöldu Skógræktarfélagi Reykjavíkur
lögðu 4 félög fram tæpar 4,7 millj. kr. til plöntu-
uppeldis á árinu 1986. Þar af er hlutur Skóg-
ræktarfélags Eyfirðinga langstærstur.
Áfram var haldið við uppbyggingu gróðrar-
stöðva Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi
og Skógræktarfélags Eyfirðinga að Kjarna við
Akureyri. Fjögur ný dúkhús voru reist í Fossvogs-
stöðinni og lagður grunnur að 450 m2 límtréshúsi,
sem aðallega verður notað við uppeldi fjölpotta-
plantna. í gróðrarstöðinni í Kjarna var lokið frá-
gangi á nýju 270 m2 stálgrindahúsi, auk þess sem
reist voru þrjú 50 m2 dúkhús.
Úr Fossvogsstöð voru afgreiddar á s. 1. ári 302
þús. skógarplöntur og 85 þús. garðplöntur og úr
Kjarnastöð 78 þús. skógarplöntur og 128 þús.
garð- og skjólbeltaplöntur.
1.6 Önnur framlög:
Félagskostnaður nam alls kr. 1.849 þús. á árinu
1986 og hafði meir en tvöfaldast frá árinu áður.
Skýringu á þessu má m. a. finna í auknu félags-
starfi, hækkuðu félagsgjaldi til Skógræktarfélags
íslands, kaupum á ársriti o. fl.
Önnur útgjöld en h '- hafa Verið upp talin
námu alls um 688 þús. kr. Hér er um að ræða
kostnað vegna fræðslu og kynningar, afborganir
af lánum og vaxtakostnað.
Dregin saman urðu útgjöld skógræktarfélag-
anna á árinu 1986 alls röskar 12,7 millj. kr. Sé
útgjöldum Skógræktarfélags íslands (1,9 millj.)
og Skógræktarfélags Reykjavíkur (24,2 millj)
bætt við hækkar þessi tala í 38,8 millj.
2.0 FJÁRÖFLUN FÉLAGANNA
Fjáröflun félaganna árið 1986 var í megin-
atriðum þessi:
Ríkisstyrkur fékkst hækkaður frá fyrra ári úr
kr. 300 þús. í kr. 330 þús. Styrkir sýslufélaga
hækkuðu allverulega milli ára, eða úr kr. 195 þús.
í kr. 359 þús. Þá varð meira en tvöföldun á
framlögum sveitarfélaga úr kr. 1.749 þús. 1985 í
kr. 2.712 þús. á s. 1. ári. Styrkur Landgræðslu-
sjóðs til félaganna stóð nánast í stað og var s. 1. ár
kr. 518 þús. Aðrir styrkir og gjafir námu liðlega
1.542 þús. Tekjur af plöntusölu voru 3.656 þús.
kr. og tekjur af jólatrjám og greinum 1.894 þús.
kr. Aðrar tekjur, s. s. af seldri vinnu, leigu á
vélum, hlunnindum og vaxtatekjur námu tæpum
3,4 milljónum.
Á tekjulið bætist vinnuframlag sjálfboðaliða,
en þeir lögðu fram alls um 1300 dagsverk á árinu,
sem meta má á kr. 1,7 millj.
Af framangreindu má ráða að tekjur skógrækt-
arfélaganna 1986 hafi alls numið röskum 16,1
millj. kr. Sé hér bætt við tekjum Skógræktarfé-
lags Reykjavíkur (27,2 millj.) og tekjum Skóg-
ræktarfélags íslands (2,4 millj.) verða tekjur alls
á árinu 1986 um 45,7 millj. kr.
3.0 ANNAÐ
Hér að framan var greint frá aðstoð þeirri sem
skógræktarfélögunum var veitt við grisjunarstörf-
130
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987