Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 132

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Page 132
félagi Eyfirðinga, — í Hánefsstaðareit og Vaðla- reit. Auk grisjunar unnu mörg félaganna að annarri hirðingu skógarreita, s. s. illgresiseyðingu og áburðargjöf. Klipptur var teinungur og grisjað var frá plönt- um á 15 ha svæði í Fossselskógi. Sjálfboðaliðar lögðu fram 430 dagsverk við umhirðustörfin. Alls vörðu félögin kr. 840 þús. kr. f umhirðu á s. 1. ári, sem er röskum 300 þús. kr. hærri fjárhæð en fór til umhirðustarfa árið áður. 1.4 Annar skóglendiskostnaður: Hér má m. a. nefna að Skógræktarfélag Aust- urlands lagði 900 m akfæran veg frá orlofsbyggð- inni á Einarsstöðum upp í gegnum Eyjólfsstaða- skóg og lét gera 5 m langa brú á Kaldá. Með þessu gjörbreytist öll aðstaða til aðfanga, grisjun- ar og töku jólatrjáa í skóginum. Skógræktarfélag A.-Húnvetninga reisti við- legu- og verkfæraskúr í landi sínu að Gunnfríðar- stöðum í Langadal og hafin var gerð göngustíga á útivistarsvæði Skógræktarfélags Stykkishólms í Grensási. Pá var unnið talsvert að framræslu og plægingu lands, t. d. hjá Skógræktarfélagi Borgfirðinga í hinu nýja landi félagsins í Grafarkoti. Annar kostnaður vegna skógræktarsvæða nam á árinu 1986 röskum 920 þús. kr., og sjálfboðalið- ar lögðu fram 220 dagsverk við ýmis störf í skóglendum. 1.5 Plöntuuppeldi: Að frátöldu Skógræktarfélagi Reykjavíkur lögðu 4 félög fram tæpar 4,7 millj. kr. til plöntu- uppeldis á árinu 1986. Þar af er hlutur Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga langstærstur. Áfram var haldið við uppbyggingu gróðrar- stöðva Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi og Skógræktarfélags Eyfirðinga að Kjarna við Akureyri. Fjögur ný dúkhús voru reist í Fossvogs- stöðinni og lagður grunnur að 450 m2 límtréshúsi, sem aðallega verður notað við uppeldi fjölpotta- plantna. í gróðrarstöðinni í Kjarna var lokið frá- gangi á nýju 270 m2 stálgrindahúsi, auk þess sem reist voru þrjú 50 m2 dúkhús. Úr Fossvogsstöð voru afgreiddar á s. 1. ári 302 þús. skógarplöntur og 85 þús. garðplöntur og úr Kjarnastöð 78 þús. skógarplöntur og 128 þús. garð- og skjólbeltaplöntur. 1.6 Önnur framlög: Félagskostnaður nam alls kr. 1.849 þús. á árinu 1986 og hafði meir en tvöfaldast frá árinu áður. Skýringu á þessu má m. a. finna í auknu félags- starfi, hækkuðu félagsgjaldi til Skógræktarfélags íslands, kaupum á ársriti o. fl. Önnur útgjöld en h '- hafa Verið upp talin námu alls um 688 þús. kr. Hér er um að ræða kostnað vegna fræðslu og kynningar, afborganir af lánum og vaxtakostnað. Dregin saman urðu útgjöld skógræktarfélag- anna á árinu 1986 alls röskar 12,7 millj. kr. Sé útgjöldum Skógræktarfélags íslands (1,9 millj.) og Skógræktarfélags Reykjavíkur (24,2 millj) bætt við hækkar þessi tala í 38,8 millj. 2.0 FJÁRÖFLUN FÉLAGANNA Fjáröflun félaganna árið 1986 var í megin- atriðum þessi: Ríkisstyrkur fékkst hækkaður frá fyrra ári úr kr. 300 þús. í kr. 330 þús. Styrkir sýslufélaga hækkuðu allverulega milli ára, eða úr kr. 195 þús. í kr. 359 þús. Þá varð meira en tvöföldun á framlögum sveitarfélaga úr kr. 1.749 þús. 1985 í kr. 2.712 þús. á s. 1. ári. Styrkur Landgræðslu- sjóðs til félaganna stóð nánast í stað og var s. 1. ár kr. 518 þús. Aðrir styrkir og gjafir námu liðlega 1.542 þús. Tekjur af plöntusölu voru 3.656 þús. kr. og tekjur af jólatrjám og greinum 1.894 þús. kr. Aðrar tekjur, s. s. af seldri vinnu, leigu á vélum, hlunnindum og vaxtatekjur námu tæpum 3,4 milljónum. Á tekjulið bætist vinnuframlag sjálfboðaliða, en þeir lögðu fram alls um 1300 dagsverk á árinu, sem meta má á kr. 1,7 millj. Af framangreindu má ráða að tekjur skógrækt- arfélaganna 1986 hafi alls numið röskum 16,1 millj. kr. Sé hér bætt við tekjum Skógræktarfé- lags Reykjavíkur (27,2 millj.) og tekjum Skóg- ræktarfélags íslands (2,4 millj.) verða tekjur alls á árinu 1986 um 45,7 millj. kr. 3.0 ANNAÐ Hér að framan var greint frá aðstoð þeirri sem skógræktarfélögunum var veitt við grisjunarstörf- 130 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.