Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 9
Tafla 2. Niðurstöður af talningu lifandi plantna í kvæmatilraun á lerki, Sarpi í Skorradal 1986 (2 árum
eftir gróðursetningu)
%lifandi
Tegund Kvæmi *** plöntur
Rússalerki Guðrúnarlundur ................................................. A 50,0
Síberíulerki Sjagonar (Tuvinskaya)........................................... B 36,7
Síberíulerki VerKatunski(Altai,1850m.h.y.s.) ................................ B 34,2
Síberíulerki Tsemalski (Altai,1200 m.h.y.s.) ............................... BC 32,9
Síberíulerki Sonski (Krasnojarsk) .......................................... BC 32,5
Síberíulerki Ust Kanski (Altai,1000 m.h.y.s.) .............................. BC 30,9
Rússalerki Kuhmo (Finnland) .............................................. BC 28,4
Rússalerki Hirvas (Finnland) .............................................. C 26,2
Rússalerki MoDo (Svíþjóð) ................................................. D 20,8
Rússalerki Hausjárvi (Finnland) ........................................... D 20,8
*** Kvæmi sem ekki hafa sama bókstaf hafa tölfræðilega sannaðan mismun á vanhöldum.
Athuganir á afföllum í kvæmarannsóknum eru
ekki síður athyglisverðar en mælingar á vexti og
vaxtarlagi trjáa. Athuganir á vanhöldum eru einn
hluti af svokölluðum forprófunum á kvæmum
trjátegunda (early testing), en mikil áhersla er
lögð á þær í kvæmarannsóknum í dag.
Það vekur athygli hvað eina íslenska kvæmið í
tilrauninni, úr Guðrúnarlundi á Hallormsstað,
ber af hinum kvæmunum. Petta bendir til þess að
erfðafræðilegur ávinningur sé mikill strax í fyrsta
ættlið. Ef þessi tilgáta reynist vera rétt ber að
leggja meiri áherslu á að safna fræi af íslenskum
trjám og takmarka innflutning erlendra kvæma
eins mikið og unnt er.
í samskonar tilraun á Buðlungavöllum, rétt
innan við Hallormsstað, voru afföll einnig sann-
anlega minni á lerki úr Guðrúnarlundi en öðrum
kvæmum (Þórarinn Benedikz 1987. Munnleg
heimild).
Plönturnar sem notaðar voru í tilrauninni voru
eitthvað misgóðar og rýrir það nokkuð mark-
tækni niðurstaðanna.
3. Sjúkdómar og skemmdir.
Aðeins einn sjúkdómur virðist hafa herjað á
lerki hér á landi. Er það douglasátan (Potebni-
amyces coniferarum (Hahn) Smerlis) en hún er
sveppsjúkdómur náskyldur lerkiátunni sem áður
hefur verið minnst á. Sveppurinn, sem veldur
átunni, var fyrst einangraður hér á landi 1969 og
virðast sjúkdómseinkennin vera svipuð og hjá
lerkiátunni erlendis (Roll-Hansen 1969 og 1973).
Sveppurinn sest að í skemmdum vef og breiðist
út þaðan. Hann veldur sjaldan dauða trjánna og
oftast aðeins óverulegum greinadauða.
Eins og að líkum lætur er tíðni og umfang
sýkinga og skemmda mjög háð öðrum skakkaföll-
um sem trén verða fyrir, s.s. frostskemmdum og
beitarskemmdum, en sveppurinn getur ekki sýkt
heilbrigðan vef.
Utbreiðsla douglasátunnar hefur ekki verið
könnuð ýtarlega hér á landi. Sennilega er hún
landlægur sjúkdómur þar sem hún getur auðveld-
lega borist með plöntum og jarðvegi frá gróðrar-
stöðvum út í skóglendin.
Enn sem komið er hafa ekki fundist hér á landi
skaðsöm skordýr eða önnur meindýr á lerki (Jón
Gunnar Ottósson 1985. Munnleg heimild). Víða
erlendis gera skordýr, eins og t.d. lerkiblaðlús,
mikinn usla í lerkiskógum.
Pað er því til mikils að vinna að komið sé í veg
fyrir innflutning skaðvalda á lerki úr dýraríkinu,
sbr. örlög skógarfurunnar hér á landi. Afleiðing-
ar skordýraplága geta verið mjög svo afdrifaríkar.
Hreindýr hafa lagst á lerki að vetrarlagi austan-
lands og hafa þau með biti og nagi skemmt ungan
lerkiskóg töluvert (Jón Loftsson 1976). Eftir
skemmdir dýranna fylgir douglasátan í kjölfarið
og gengur endanlega frá þeim trjám sem verst eru
farin. Beitarskemmdir geta þannig orðið mjög
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
7