Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 87

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 87
Tafla 1. Algeng einkenni skógardauða (1) Einkenni um minnkandi vðxt: — Blöð og barr verða mislit og falla af trjánum (blöð og barr verða gulleit eða brún) — Rætur rýrna, einkum á barrtrjám — Ársvöxtur minnkar (árhringir verða grennri) — Gamalt barr eldist fyrir tímann — Mótstaða gegn sýkingu blaða og róta minnkar — Plöntugróður á skógarbotninum undir krónu trjánna deyr — Mikill fléttugróður á trjánum — Trén deyja Einkenni um óeðlilegan vöxt: — Trén fella blöð eða barr sem er ennþá grænt, án nokkurra sýnilegra sjúkdómseinkenna — Trén fella græna sprota í heilu lagi, einkum greni — Ung tré af evrópuþin mynda svonefnd „storka- hreiður" — Myndun nýrra greina verður óeðlileg og margir „aukasprotar“ myndast á trjánum — Lögun blaðanna breytist — Nýting efnasambanda, sem verða til við ljóstil- lífun breytist — Óeðlilega mikið myndast af könglum og fræjum mörg ár í röð — Sýkt tré vaxa í toppinn en ekki niðri við jörðina þar sem greinarnar verða stökkar Einkenni um vatnsálag: — Vatnsjafnvægið breytist — Vatnsskemmdir verða tíðari Rannsóknir í skógum á 194 stöðum í suðvest- urhluta V.-Þýskalands hafa leitt í ljós að trén leitast við að bæta upp skolun úr laufblöðum með því að taka til sín meiri næringarefni úr jarðvegin- um (3). Séu næringarefnin ekki fyrir hendi þola trén verr álag vegna breytinga á veðurfari. Dr. Bernhard Ulrich fullyrðir að sýruúrfelli flýti fyrir því að jarðvegur súrni. Rannsóknir Ulrichs á Solling-hásléttunni hafa leitt í ljós að sýruúrfelli skolar nauðsynlegum næringarefnum úr jarðveginum en losar um leið ál sem skemmir ræturnar (15). Þessi áhrif eru mjög staðbundin. Jarðvegur sem getur eytt sýru, líkt og sá jarðvegur sem liggur á kalk- og sandsteinslögum Bandaríkjanna, verður ekki fyrir jafnmiklum áhrifum af sýruúr- felii og sá jarðvegur sem liggur á þunnum jökul- ruðningi eða þykkum granítberggrunni (líkt og víðast í Skandinavíu, Kanada og sums staðar í Mið-Evrópu). Með öðrum orðum, þunnur jarð- vegur með takmörkuðu rými fyrir rætur er við- kvæmari fyrir sýruskolun en dýpri og frjósamari jarðvegur með miklu af sýrueyðandi efnum á borð við kalk og kalíum. En hafa verður í huga að trén eru ólík. Einstök tré, líkt og fólk, bregðast misjafnlega við álagi frá umhverfinu. Þar að auki getur sýruúrfelli losað svo mikið ál í jarðveginum að það drepi fíngerðar rætur trjánna. í vorleysingum fær jarðvegurinn Iíka mikla sýru við og við en þá losnar mikið af áli og öðrum þungmálmum sem setjast í jarðveginn og skolast síðan út í vatnsfarvegi. Dr. Ulrich kemst að því að þó aðeins væri 1—2 mg af áli í lítra af vatni úr jarðvegi gæti það skemmt rótarkerfi (16). Við Solling fann hann 6 mg af áli í hverjum lítra í beykiskógi og 15 mg af áli í lítra í greniskógi, sem er töluvert fyrir ofan hættumörk (16). Á hinn bóginn benda rannsóknir Norðmannanna Abra- hamsen og Tveite til þess að álið valdi ekki sjáanlegum skemmdum á rótum fyrr en við 80— 160 mg í lítra (3). Þessi mikli munur á niðurstöð- um er talinn stafa af „ólíkum staðháttum". Svo vitnað sé í Ulrich: „Kalkríkur jarðvegur verður ekki fyrir eins miklum áhrifum af lausu áli og jarðvegur með minna af efnum sem binda álið“ (17). Aukin sýra í jarðvegi og eituráhrif af áli eru vandamál sums staðar í Evrópu, þar sem barr- skógar vaxa í miðlungs- eða mikilli hæð yfir sjávarmáli í steinefnaríkum jarðvegi sem bindur lítið af sýru og áli. Aftur á móti vaxa skógar á hálendi í austanverðum Bandaríkjunum einkum í lífrænum jarðvegi. Þcss vegna telja bandarískir vísindamenn súrt regn eiga minni þátt í hnignun skóga en talið er í Evrópu. ARSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.