Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 6

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Blaðsíða 6
náttúrulegum trjátegundum. Skógræktarmenn í Svíþjóð og Finnlandi hafa þó sýnt lerkiættkvísl- inni nokkurn áhuga og er víðsvegar að finna litla tilraunareiti lerkis. í Finniandi eru nú gróðursett- ar um milljón plöntur árlega. í þessum hiuta Evrópu er aðallega um að ræða síberíulerki (L.sibirica) ogrússalerki (L.sukaczewii), þar sem evrópulerkið hefur ekki reynst nógu harðgert fyrir norðurhluta barrskógabeltisins í Skandi- navíu. í Evrópu hafa rannsóknir á tegundum snúist mjög um hve átusæknar þær eru. Skemmdir af völdum átunnar hafa verið settar í samband við veðurfar. Meginlandsloftslag er ríkjandi í heimkynnum flestra lerkitegundanna og þola þær því illa vetrarhlýindi. Ef vetrarhlýindi eru mikil, hvað oft hendir á eyjum og við strendur úthafa, vakna trén úr vetrardvala sínum og brumin fara að þrútna. í næstu frostum getur vefurinn í kringum brumin skemmst og þá á lerkiátan greiða leið inn í tréð (Robak 1966). Sem dæmi um mun á tegundum leggst lerkiátan einna verst á síberíu- og rússalerki af þeim fjórum tegundum sem hér hefur verið getið. Aftur á móti er japanslerki að heita má ónæmt fyrir átunni (Robak 1966). Frá þessu eru þó undantekningar. í kvæmatil- raun á vesturströnd Noregs voru skemmdir af völdum lerkiátunnar óverulegar á rússalerki, ætt- uðu frá Raivola, meðan mörg kvæmi evrópulerk- is skemmdust mikið. Þessi niðurstaða stingur í stúf við fyrri reynslu af síberíu- og rússalerki í Vestur-Noregi (Robak 1982). í Norður-Svíþjóð og Finnlandi hafa rannsóknir á lerki aðallega snúist um vaxtarmælingar, þ.e. samanburð á vexti síberíu- og rússalerkis annars- vegar og náttúrulegra barrtrjátegunda hinsvegar. Minna hefur verið lagt upp úr beinum kvæma- rannsóknum enda hefur reynst örðugt að afla fræs frá heimkynnum tegundanna, Sovétríkj- unum. Nýlegar kvæmatilraunir frá Norður-Svíþjóð hafa þó skilað nokkrum árangri (Simak 1979). Þær samanstanda af fjölda kvæma af 6 lerkiteg- undum; rússalerki (7 kvæmi), síberíulerki (22 kvæmi), dahúríulerki (L.gmelini) (5 kvæmi), mýralerki (L.laricina) (12 kvæmi), evrópulerki (10 kvæmi) og risalerki (L.occidentalis) (1 kvæmi). Fram að þessu hafa sum rússalerkikvæmin staðið sig einna best, bæði hvað varðar vaxtar- getu og vaxtarlag. Það kvæmi sem hefur staðið sig langbest er ættað frá Sénkúrsk í Arkangelsk- héraði. Athyglisvert er að haustkal var mun algengara hjá kvæmum af síberíu- og evrópulerki en hjá rússa- og mýralerkikvæmunum. Mjög miklar frostskemmdir voru á dahúríu- lerkinu og er tegundin að mestu leyti úr sögunni í þessari kvæmatilraun. Fljótlega varð vart við faraldur af lerkiblaðlús (Adelges ssp.) í tilrauninni. Lúsin gerði mikinn usla í rússalerkinu en lét síberíulerkið að mestu eiga sig. Rennir þetta stoðum undir þá kenningu að hér sé um tvær aðskildar tegundir að ræða, en mikið hefur verið þráttað um hvort viðurkenna eigi rússalerkið sem sérstaka tegund. STUTT ÁGRIP ÚR SÖGU LERKIS Á ÍSLANDI Lerki var fyrst gróðursett hér á landi, svo vitað sé, árið 1900 á Grund í Eyjafirði. Þá voru þar gróðursettar 300 lerkiplöntur sem sendar höfðu verið með skipi frá Danmörku (Hákon Bjarnason 1982). Nú, 87 árum síðar, eru aðeins örfá lerkitré eftir lifandi á Grund og bera þau merki storma- samrar ævi. Þau eru 10 til 12 metrar á hæð og virðast oft hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum, sérstaklega í uppvexti. Miðað við yngri gróður- setningar hefur vöxtur þeirra verið afar hægpr. Á árunum rétt eftir aldamót var sáð, án árang- urs, nokkru af síberíu- og evrópulerki í gróðrar- stöðina á Hallormsstað (Guttormur Pálsson 1954). Árið 1922 var gróðursettur nokkur fjöldi lerki- plantna á Hallormsstað og aftur 1937— 38, þá í samfelldari svæði en áður. Þessar gróðursetning- ar náðu fljótt góðum vexti, sérstaklega sú síðari. Eins og áður er getið lá innflutningur á er- lendum trjátegundum að mestu leyti niðri á fyrstu þremur tugum aldarinnar sakir þess hve illa tókst til í byrjun. Það er ekki fyrr en Hákon Bjarnason tekur til 4 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.