Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Qupperneq 120
lýsing og raflagnir í hana. Tvær kjarrsagir og ein
keðjusög voru keyptar.
Á Hreðavatni var að mestu lokið við að stand-
setja kjallara og ýmsar aðrar lagfæringar gerðar,
svo að húsið þar er að verða einstaklega vistlegt
fyrir vinnufólk.
Á Vöglum var keypt „Kulla“ jarðvinnslutæki
fyrir gróðursetningu í félagi við Skógræktarfélag
Eyfirðinga. AS Borregaard í Noregi lánaði gróð-
ursetningarvél, sem þeir gátu ekki notað í venju-
legum skógarjarðvegi þar, en sýnist álitleg til
notkunar í íslenskum jarðvegi. Ekki eru líkur til,
að þessari vél þurfi að skila. Fyrir ábendingu
Ragnars Strpmnes tilraunastjóra í ræktunartækni
við skógræktartilraunastöðina á Ási og velvilja
Knut Torp, skógræktarstjóra Borregaard, komst
þetta í kring.
Keyptur var flutningskassi á dráttarvagninn,
sem fy.lgir vörubílnum. Fékkst hann á kjörverði.
Þetta þýðir, að flutningageta vörubílsins með
plöntur tvöfaldast.
Loks var skipt á gömlu Zetordráttarvélinni og
100 hestafla Ursusdráttarvél nýrri. Var milligjöf
rúmar 400 þús. kr. Ursusvélin er nægilega kraft-
mikil til þess að draga algeng jarðvinnslutæki
fyrir gróðursetningu.
Á Hallormsstað var ýmislegt gert og keypt:
Settur var upp nýr og fullkominn viðarofn í
umdæmisbústað. Er hann með innbyggðum túp-
um til vatnshitunar. Fíið mesta þing. Skipt var um
glugga í gamla timburhúsinu og gamla klæðningin
var tekin af húsinu, hefluð og fúavarin. Þessu var
þó ekki að fullu lokið, og ennfremur þarf að
skipta um járn á þaki hússins.
í stóru skemmunni í Mörkinni voru smíðuð tvö
geymsluherbergi til þess að geyma í eiturefni
o.fl., sem áður hafði legið á glámbekk.
Keypt var tölva IBM PC með prentara af Facit
gerð með öllum nauðsynlegum búnaði.
Á Tumastöðum var keypt sams konar tölva og
búnaður.
í júlí brann CASE-hjólagrafan eina nóttina.
Fjármálaráðuneytið bætti skaðann af myndar-
skap (ríkisstofnanir mega ekki kaupa frjálsar
tryggingar, heldur tekur fjármálaráðuneytið á sig
áhættuna af slíku tjóni) og með sölu á flakinu
fengust bætur að upphæð 930 þús. kr. í staðinn
var keypt CASE 580 F 4x4 smíðaár 1982. Með
tvöföldun á afturhjólum kostaði hún 590 þús. kr.
umfram hina gömlu. Teljast þetta hin bestu kaup.
Á Suðurlandi var reist í Þjórsárdal starfs-
mannahús á þann grunn, sem gerður var 1985.
Var húsið gert fokhelt og einangrað að mestu.
Frágangi að utan er lokið. Helgi Garðarsson
húsasmíðameistari á Selfossi vann verkið að öllu
leyti undir eftirliti framkvæmdadeildar Innkaupa-
stofnunar ríkisins og eftir samningi við hana.
í Haukadal var keypt ein kjarrsög og ein
keðjusög, báðar af Jonseredgerð.
Á aðalskrifstofu var keypt sams konar tölva og
búnaður og á Hallormsstað og Tumastöðum.
FRAMKVÆMDIR í FLJÓTSDAL
Aðeins var gróðursett á tveimur bæjum, Gunn-
laugsstöðum og Víðivallagerði 8.100 plöntur af
stafafuru (2.600 pl.) og rússalerki (5.500 pl.).
HÉRAÐSSKÓGRÆKTARÁÆTLANIR
í Suður-Þingeyjarsýslu var gróðursett á 5 bæj-
um: Breiðumýri, Breiðanesi, Laugabóli, Lauga-
felli og Víðifelli. Alls 20.260 pl. Lagt var fram fé
til girðinga á Breiðanesi og Jódísarstöðum, alls
150 þús. kr.
Tilhögun til bráðabirgða er sú, að bændurnir
sjá um gróðursetningu, en fá plöntur afhentar
ókeypis.
f Eyjafirði, þar sem Skógræktarfélag Eyfirð-
inga hefir á hendi framkvæmdina, voru gróður-
settar 30 þús. plöntur.
í Borgarfirði var áfram unnið að undirbúningi
áætlunar á 5-6 jörðum.
Á Suðurlandi varð biðstaða í nytjaskógrækt á
bújörðum, þar eð ágreiningur kom upp milli
bænda í Laugardal og stjórnvalda út af málum,
sem voru óviðkomandi sjálfri skógræktinni.
GERÐ RÆKTUNARÁÆTLANA
Hinn 1. júlí hóf Arnór Snorrason skógfræði-
kandidat störf hjá Skógrækt ríkisins. Hann
brautskráðist um vorið frá skógræktardeild land-
búnaðarháskólans á Ási í Noregi. Verksvið hans
er gerð ræktunaráætlana og vinnur hann á aðal-
skrifstofu.
Fyrsta viðfangsefni hans er að finna heppilega
118
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987