Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 77

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1987, Side 77
HELGI HALLGRÍMSSON Nýir fylgisveppir lerkis fundnir á íslandi Alkunnugt er nú orðið, að ýmsar sveppateg- undir fylgja ákveðnum trjátegundum og lifa oft- ast í nánu sambýli við rætur þeirra, þ.e. mynda með þeim svokallaða svepprót. Um það efni hefur áður verið ritað í Ársrit Skógræktarfélags- ins, og má þar minna á grein eftir undirritaðan í Ársritinu 1962, og aðra eftir Sigurbjörn Einars- son í Ársritinu 1985 (sjá einnig „Sveppakverið“ eftir undirritaðan, Rvík 1979, og grein Harðar Kristinssonar: „Nokkrir íslenzkir sveppir" í tíma- ritinu Útivist, 10. hefti 1984). Umræddar svepp- ategundir hafa verið nefndar fylgisveppir við- komandi trjátegunda, eða sambýlissveppir þeirra. Þar sem erlendar trjátegundir eiga í hlut, hafa þessir sambýlissveppir yfirleitt flust inn með þeim, líklega oftast með fræinu, án þess að nokkuð hafi verið gert til að stuðla að þeim innflutningi, sem þó hefði vissulega verið ómaks- ins vert, þar sem sveppategundir þessar eru hinar þörfustu fyrir vöxt og viðgang trjánna, og raunar viðurkennt að trén nái litlum sem engum þrifum án slíks sambýlis. Þekktasti fylgisveppur lerkisins er lerkisúl- ungur (Suillus grevillei) (einnig nefndur lerki- sveppur), en hann er nú hvarvetna að finna þar sem lerki er plantað hér á landi, enda líka mjög eftirsóttur matsveppur. Á síðustu árum hafa svo tveir aðrir „lerkisveppir" komið í leitirnar hér- lendis, og verður nú sagt nánar frá þeim. Þann 25. ágúst síðastliðinn (1986) kannaði ég sveppi í Hallormsstaðaskógi, eins og ég hef reyndar oft gert áður. Sveppaspretta var óvenju ríkuleg þar sem og í öðrum skógum á Upphéraði, svo ég minnist varla að hafa séð hana meiri. Sérstaka athygli vakti ein hattsveppstegund, sem ég hafði ekki séð áður og kannaðist ekki við, allstór, með gulbrúnum hatti og stafurinn einnig með áberandi gulbrúnum flösum. Fann ég hana fyrst í Partinum, en síðan í Gatnaskógi og Mörk- inni, jafnan í grennd við lerki, svo sýnilegt var að hún tengdist því tré. Þetta er fallegur og nokkuð áberandi sveppur, sem varla leynist neinum sem hefur auga fyrir slíku. Tók ég nokkrar ljósmyndir af honum og þurrkaði nokkur eintök til athugun- ar síðar. Við nánari eftirgrennslan reyndist þetta vera tegundin Tricholoma psammopus, sem kalla mætti lerkikoll á íslensku, með hliðsjón af frænd- um hans kollsveppunum (Tricholoma). I rauninni er merkilegt að hann skuli ekki fyrr hafa fundist hér á landi, þar sem hann er talinn einn af dyggustu fylgisveppum lerkis um alla Evrópu, og ekki vitað til að hann vaxi með öðrum trjám. Útbreiðsla hans í skóginum þetta sumar bendir raunar til þess að hann sé rótgróinn þar, en þurfi ef til vill sérstaka veðráttu til að þroskast og mynda hattaldin. Framan af sumrinu voru óvenjulegir hitar og staðviðri á Fljótsdalshéraði, og sumarið var raunar allt fremur hlýtt, en hins vegar var úrkoma af skornum skammti, nema á stuttu tímabili um mitt sumar. Ekki sást þessi tegund í öðrum skógum sem litið var í á Hérað- inu, t.d. hvorki í Eyjólfsstaðaskógi né Egilsstaða- skógi. Hér fer á eftir nánari lýsing sveppsins. Tricholoma psammopus (Kalchbr.)Quel. LERKIKOLLUR Hatturinn 3-6 cm í þvermál, fyrst hvelfdur eða hnýfður (bjöllulaga), með niðurbeygðu eða inn- beygðu barði, en brettist upp með aldrinum og verður þá oft flatur, en þó oftast með dálitlum ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1987 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.